Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 31 Raðauglýsingar 569 1100 Atvinnuauglýsingar Rennismiður óskast – Framtíðarstarf Vélvík ehf. óskar að ráða rennismið. Skilyrði að umsækjendur hafi haldgóða reynslu og þjálfun í meðferð CNC fræsivéla. Í boði eru góð laun á afar vel búnu verkstæði þar sem verkefni eru fjölbreytt. Tækifæri fyrir vandvirka menn með metnað. Vélvík ehf., Höfðabakka 1, 110 Reykjavík. Sími 587 9960, netfang: velvik@velvik.is Atvinnuhúsnæði Til leigu snyrtileg skrifstofuherbergi í Ármúla. Mismun- andi stærðir. Góð aðstaða. Upplýsingar í síma 899 3760. Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Hlíðarvegur 33, fnr. 211-9865, Ísafirði, þingl. eig. Magnús Guðmundur Samúelsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóðir Bankastræti 7, föstudaginn 2. febrúar 2007 kl. 10:00. Sundstræti 45, fnr. 212-0614, Ísafirði, þingl. eig. Aðlögun ehf., gerðar- beiðandi Ísafjarðarbær, föstudaginn 2. febrúar 2007 kl. 10:30. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 26. janúar 2007. Til sölu Hárgreiðslustofa í eigin húsnæði Höfum fengið til sölu þekkta hárgreiðslustofu í mjög góðu 75 fm mikið endurnýjuðu húsnæði. Miklir möguleikar á að auka tekjur fyrir réttan aðila. Selst með húsnæði eða sitt í hvoru lagi. Frábært tækifæri. Nánari upplýsingar veitir: Fasteignamarkaðurinn ehf., Óðinsgötu 4, s. 570 4500. Félagslíf GIMLI 6007012919 III HEKLA 6007012919 IV/V IOOF 10  1871298 - I.O.O.F. 19  1871298  I* MÍMIR 6007012919 I MS Selfossi vann Suðurlandsmótið Suðurlandsmótið í sveitakeppni var haldið helgina 20.–21. janúar sl. Spilað var að Þingborg og mættu 8, sveitir til leiks, þar af 2 sveitir sem ekki kepptu um réttinn til að spila á Íslandsmótinu. Úrslitin urðu þessi: MS Selfossi 147 Tryggingamiðstöðin 123 Höskuldur Gunnarsson 115 Óskar Pálsson 108 Ólafur Steinason 105 Stjörnublikk ehf. 103 Gunnar Björn Helgason 78 Hótel Hekla 59 Sveitir MS Selfossi, Trygginga- miðstöðvarinnar, Óskars Pálssonar og Stjörnublikks ehf. unnu þátt- tökurétt á Íslandsmótinu í sveita- keppni. Einnig vann sveit MS Sel- fossi, sem þeir Garðar Garðarsson, Gunnar Þórðarson, Gísli Þórarins- son, Sigurður Vilhjálmsson, Anton Hartmannsson og Pétur Hart- mannsson skipuðu, sér rétt til að keppa fyrir hönd HSK á Landsmóti UMFÍ í Kópvogi í sumar. Efstu spil- arar í butler-útreikningi urðu eft- irtaldir: Gísli Þórarinsson, MS, Selfossi 1,53 Sigurður Vilhjálmsson, MS, Selfossi 1,53 Garðar Garðarsson, MS, Selfossi 0,96 Gunnar Þórðarson, MS, Selfossi 0,96 Helgi Grétar Helgason, TM 0,79 Kristján Már Gunnarsson, TM 0,79 Keppnisstjóri var Ólöf Lilja Ey- þórsdóttir. Nánar má finna um úr- slitin á heimasíðu Bridssambands- ins, www.bridge.is/bsud. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Sigurvegararnir Sveit MS Selfossi í Suðurlandsmótinu, talið frá vinstri: Garð- ar Garðarsson, Anton Hartmannsson, Pétur Hartmannsson, Gunnar Þórð- arson og Gísli Þórarinsson. Sigurður Vilhjálmsson spilaði einnig í sveit MS. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, fimmtud. 25.01. Spilað var á 9 borðum. Árangur N-S Gísli Víglundss. – Oliver Kristóferss. 264 Einar Einarsson – Örn Sigfúss. 246 Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánsson 246 Árangur A-V Jón Hallgrímss. – Magnús Oddsson 243 Ægir Ferdinandss. – Jóhann Lútherss. 237 Halla Ólafsd. – Hilmar Valdimarsson 236 Stjörnusveitakeppni Bridshátíðar Icelandair Daginn áður en Bridshátíð hefst, 14. febrúar, verður haldið Stjörnu- stríð, nánar tiltekið Stjörnu-hrað- sveitakeppni í Ráðhúsi Reykjavík- ur. Skráning er hafin í þessa keppni, en þátttaka er takmörkuð. Bridshá- tíðarnefnd velur úr hópi umsækj- enda ef áhugi fer fram úr vonum. Lokafrestur til að skrá sig er til 7. febrúar. Skráning fer fram í pörum og er þátttökugjaldið 30.000 krónur á parið, en innifalið í því gjaldi eru sveitarfélagar á heimsmælikvarða sem valdir eru af Bridshátíðar- nefnd. Setningarathöfn þessa móts er klukkan 18:00. Spiluð verða um það bil 30 spil og spilamennska hefst um klukkan 19:00. Þátttak- endur draga sér sveitarfélaga úr hópi valinna para í upphafi móts og einnig verður boðið upp á veitingar. Ef pör útvega sér styrktaraðila spil- ar sveitin undir hans nafni. Bæði verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og Butlerárangur para. Minnt er einnig á að skráning í keppni Bridshátíðar er hafin af fullum krafti. Jafnt í Kópavogi Það er þokkalegasta spenna i Ba- rómeternum að loknum 12 umferð- um af 17 og munar aðeins 16 stigum á fyrsta og sjöunda pari. Staða efstu para: Hrund Einarsd. – Vilhjálmur Sigurðsson 56 Bernódus Kristinss. – Hróðmar Sigurbjs. 50 Gísli Tryggvason – Leifur Kristjánss. 50 Ármann J. Lárusson – Jón St. Ingólfss. 48 Helgi Viborg – Stefán Jónson 47 Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning á 12 borðum fimmtudaginn 25. janúar. Miðlung- ur 220. Beztum árangri náðu í NS Eysteinn Einars. – Jón Stefánsson 288 Ernst Backman – Birgir Ísleifsson 267 Dóra Friðleifsd. – Jón Stefánsson 253 Sigtryggur Ellerts. – Þorsteinn Laufdal 251 AV Björn Börnsson – Haukur Guðmss. 254 Guðrún Gestsd. – Bragi Björnsson 246 Sigríður Gunnarsd. – Lilja Kristjánsd. 245 Díana Kristjánsd. – Ari Þórðarson 241 Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 21/1 var fyrsta spilakvöld í þriggja kvölda tvímenn- ingskeppni. Meðalskor var 216. Úr- slit voru eftirfarandi. Norður-Suður Ingibjörg Halldórsd. – Sigríður Pálsd. 264 Kristín Andrews – Kristján Jóhannss. 259 Gísli Gunnlaugss. – Friðrik Jónss. 254 Austur-Vestur Unnar Guðmss. – Jóhannes Guðmarss 256 Haraldur Sverriss. – Þorleifur Þórarinss. 239 Sigurjóna Björgvinsd. – Karólína Sveinsd. 229 Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19. Elsku besti Benni. Núna ertu farinn og við trúum því að þú sért kominn á góð- an og fallegan stað þar sem þér líð- ur vel. Við munum alltaf minnast þín í hjörtum okkar. Þú varst svo traustur og góður vinur. Ef eitthvað bjátaði á gátum við leitað til þín. Þú varst alltaf svo hress og kátur og sífellt hlæjandi. Þú varst frjáls og fullur af æv- intýraþrá. Allt sem þú talaðir um að gera framkvæmdir þú, þótt það virtist vera svo fjarlægt. Við minnumst þín með brosi og við eigum aldrei eftir að gleyma þeim stundum sem við áttum sam- an. Ef við hugsum aftur í tímann, þá voru árin 2005–2006 okkar. Við eyddum miklum tíma við eldhús- borðið í Vesturberginu ásamt fleir- um, þar gátum við talað um daginn og veginn og skemmt okkur eins og við gátum best. Við gleymum því aldrei þegar þú eldaðir fyrir okkur og svo sátum Benjamín Árnason ✝ Benjamín Árna-son fæddist á Selfossi 20. júní 1979. Hann fórst af slysförum í New So- uth-Wales í Ástralíu sunnudaginn 7. jan- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Selfosskirkju 20. janúar. við og borðuðum og hlógum af öllu sem drifið hefði á daga okkar. Þú passaðir alltaf svo vel upp á okkur og við vorum svo montnar að eiga þig sem vin. Þú varst alltaf tilbúinn að rétta fram hjálparhönd og varst alltaf tilbúinn að gera vinum þínum gott. Við vottum fjöl- skyldu og nánustu ættingjum og vinum okkar innilegustu samúð. Þín verður sárt saknað, elsku Benni. Kveðja, þínar vinkonur Agnes Ýr og Steinunn Jóna. Hlátur þinn mun alltaf lifa í okk- ar hjörtum. Okkur barst sú sorglega frétt að Benni okkar væri dáinn, að hann hefði látist í fallhlífastökki úti í Ástralíu. Okkur var öllum eðlilega mjög brugðið, hugsanir koma upp í huga okkar, allar ófáu góðu stund- irnar sem við vinirnir áttum sam- an. Þú varst tilbúinn að gera allt fyrir vini þína. Oft urðu umræður okkar á milli fjörugar þar sem mættust ólíkar skoðanir, oft varð mikill hiti í mönnum en það var aldrei dýpra en svo að við vorum búnir að gleyma því á örskots- stundu og stríðsöxin grafin og ný mál skutust upp á yfirborðið. Við þekktum þig vel og vissum hvernig þú lifðir lífinu til fullnustu. Það var fátt sem þú áttir eftir að prufa. Þú varst mikið heljarmenni sem þoldi hvorki vol né væl, vaskur maður varst. Það fór ekki milli mála þegar Benni var á staðnum, þú varst hrókur alls fagnaðar, gast smitað alla í kringum þig með sögum þín- um og hlátri. Benni var ákveðinn og fylginn sér, honum tókst að viðhalda mörg- um góðum vináttusamböndum, hafði alltaf tíma fyrir vini sína. Hann áorkaði ótrúlega miklu yfir ævina, var alltaf í útlöndum að skemmta sér og gera eitthvað skemmtilegt og spennandi og eign- ast fleiri og fleiri vini. Hann hafði líka unun af því að slappa af og fara bíó eða horfa á vídeó með okkur strákunum. Fallhlífastökkið var þín ástríða og flest sem kom hjartanu til að slá hraðar. Keppnisskap þitt var svo mikið, það var alveg sama í hverju þú tókst þátt, þú reyndir alltaf að vera bestur og varst ávallt fremstur í flokki. Mikill galsi og sprell ein- kenndu þig, þú varst alltaf með eitthvað prakkarastrik í pokahorn- inu. En samt sem áður áttirðu aldr- ei í neinum vandræðum með að vera hreinskilinn og segja þínar skoðanir og stóðst með þeim út í eitt. Þín verður saknað og hlátur þinn mun alltaf lifa í okkar hjörtum um ókomna tíð. Þínir vinir og uppeld- isbræður, Karl Magnús, Sigurður Hólmsteinn, Jónas Árni, Hlynur, Hafþór Brynjar, Baldur og Gunnar. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birt- ing dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.