Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar, ARNHEIÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR frá Heiðarseli. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki sjúkrahússins á Egilsstöðum fyrir frábæra umönnun á liðnum árum. Einnig fær séra Lára á Valþjófsstað innilegar þakkir fyrir alúð og stuðning á sorgarstund. Elsa Jónsdóttir, Hreggviður M. Jónsson, Hallgrímur Jónsson, Bryndís Magnúsdóttir, Heiðdís Jónsdóttir, Oddsteinn Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. Það var dimmur morgunn hinn 10. jan- úar síðastliðinn, þegar við fengum fregnir af andláti Önnu Þóru sem lést hinn 9. janúar í New Jersey. Anna hafði verið veik í nokkra mán- uði og var bjartsýn á bata þegar við ræddum síðast saman. Vináttan við Önnu spannar yfir fimm áratugi og aldrei borið skugga á. Eftir sitja ljúfar minningar um sterka persónu sem veitti vinum og samferðamönnum af brunni gleði og gæsku. Góðar minningar frá liðnum árum verða smyrsl á sársaukann sem fráfallið veldur. Anna var ein af glæsilegustu og fallegustu konum síns samtíma og má með sanni segja að útlitið undirstrikaði hennar góða hjartalag og hlýju gagnvart sam- ferðamönnum sínum. Ung að árum fluttist Anna til Bandaríkjana, nánar til tekið til New York, ásamt þáverandi eiginmanni og tveimur ungum dætrum; Maríu, sem er læknir í New York, og Evu, sem er textílhöfundur í NY. Seinna fæddist þeim sonurinn Sverrir, sem er kennari í NY. Anna og eiginmaður hennar skildu og eftir skilnaðinn hóf Anna nám í fé- lagsfræði og úrskrifaðist með BS í þeirri grein. Stuttu eftir að fjölskyld- an kom til NY hóf Anna störf við tískuhúsið Dalton á sjöttu tröð og sýndi nýjustu tísku í fatalínu þeirra, og starfaði sem sýningar- og sölu- maður þar um nokkurra ára skeið. Fjölskyldan flutti frá NY til Man- hasset á Long Island. Og á þeim ár- um opnaði hún leið fyrir Íslendinga til þess að nýta meðferðarstofnun á Anna Þóra Guðmunds- dóttir Harned ✝ Anna Þóra Guð-mundsdóttir Harned fæddist í Reykjavík 7. júlí 1939. Hún lést 9. janúar síðastliðinn og var kvödd frá Rossmoor Comm- unity Church, Monroe Township í New Jersey 27. jan- úar. Freeport fyrir þá sem á lækningu þurftu að halda og börðust við áfengissýki. Alhliða aðstoð hennar við mót- töku og umhyggju við þá sem sóttu lækningu við Freeport-sjúkra- húsið um nokkurra ára skeið verður seint fullmetin en best hjá þeim sem nutu per- sónulega. Þessi störf voru öll unnin í sjálfboðaliða- starfi og í kærleika og velvild. Fyrir þessi störf var Anna sæmd viðurkenningum, m.a. hinni Íslensku fálkaorðu, og einnig hlaut hún margvíslegan annan heiður og þakklæti fyrir þessi störf. Anna giftist Edwin Harned, svæð- istjóra hjá IBM, árið 1989, hann var stóra ástin í lífi hennar. Þau ráku saman fasteignasölufyrirtæki í New Jersey og vegnaði mjög vel. Þó ber hæst kærleik þeirra og ást og virð- ingu hvort fyrir öðru og væntum- þykju fyrir fjölskyldum þeirra beggja. Á kveðjustund eru efst í huga minningar um gleði og sam- verustundir bæði hér heima og í Bandaríkjunum. Skíðaferð í Ver- mont, sigling í Karabíska hafinu og gagnkvæmar heimsóknir til Reykja- víkur og Mont Dora í Flórída. Kæri Ed, María, Eva, Sverrir og fjöl- skylda Önnu, við sendum einlægar samúðarkveðjur okkar. Megi algóð- ur Guð styrkja og græða á minning- arstundum. Þórdís og Haukur. Anna Þóra Guðmundsdóttir Har- ned lést nýlega vestur í Bandaríkj- unum 67 ára að aldri. Banamein: krabbi, helv… krabbi. Hún fæddist í Vesturbænum 7. júlí 1939, annað barn þeirra Þuríðar Ingibjargar Þórarinsdóttur og Guð- mundar Ágústssonar og var skírð í höfuðið á móðurforeldrum sínum, Anna Þóra. Ótrúlega góð nöfn sam- an, falleg, lipur og þjál í munni, þótt auðvitað sé það umfram allt mann- eskjan sem nafnið ber sem skapar viðhorf manns til þess. Ég sá Önnu Þóru líklega löngu áð- ur en hún sá mig, trúlega um eða upp úr 1950, sem sé fyrir mannsaldri eða svo. Hún var þá þegar fögur sem þó átti eftir að aukast. Fegurð er vissu- lega afstæð og háð huga þess sem horfir hverju sinni, en ég trúi að það hafi verið viðhorf býsna margra gagnvart Önnu Þóru og að það hafi lítið breyst í áranna rás. Þegar á leið yfirfærðist ytri fegurð á innri kon- una sem þá skein skærast. Í „fyrra stríði“ var Anna Þóra mágkona mín og þá kynntist ég henni vel, einkum framan af. Hún var í mínum augum gull af manni, ákaflega trú sjálfri sér og sínum. Holdgervingur hjálpsemi og umhyggju, í sannleika þessar dyggðir holdi klæddar. Næstum um of á stundum gat manni þótt. Var stöðugt að upphugsa og ráðslaga með hvernig hún gæti bætt líf sitt og sinna. Margir nutu góðvilja Önnu Þóru á ýmsa lund sem og þess eld- huga sem hún sýndi í baráttu fyrir aðra. Hún var enda sæmd riddara- krossi fálkaorðunnar, viðurkenning sem hitti þar vissulega í verðugan stað. Anna Þóra flutti til Bandaríkjanna með þáverandi manni sínum og tveimur dætrum Maríu og Evu nær miðjum sjöunda áratugnum. Þau settust að í New York og bjuggu þar þegar við Ágústa systir hennar flutt- um vestur, reyndar fyrst til Kanada en gerðum þar stuttan stans, enda bæði Anna Þóra og New York með sterkt aðdráttarafl. Fjölskyldur okk- ar bjuggu báðar í sama stórhýsi og samgangur var ótæpilegur. Mörg kvöld og flestar helgar. Svo einfalt var það. Borðuðum saman og nutum samvista og nálægðar hvert við ann- að. Með krökkunum var kært ekki síður en okkur fullorðnu. Og alltaf fannst manni Anna Þóra vera að hugsa hvað og í hverju hún gæti gert okkur gott og þá ekki síst börnunum. Ætíð boðin og búin að hlaupa undir hvort sem eitthvað var undir að hlaupa eða ekki. Í minningunni voru þetta ljúf og skemmtileg ár sem við áttum saman þarna vestra. Á þess- um árum eignaðist Anna Þóra sitt þriðja barn, soninn Sverri. Anna sýndi oft ótrúlega útsjónarsemi við að bjarga málum og ná sínu fram. Vísasti vegur, væru uppi vandræði, eitthvað vantaði eða bjátaði á, var að fá eða fela Önnu Þóru málið. Hún greiddi úr og leysti á ofurhraða. Mér hefði þótt gaman að sjá framan í þann sem stóð gegn henni í ham stæði svo á að hún þyrfti að gera ein- hverjum greiða. Við Ágústa snerum fljótlega eftir þetta til Íslands á ný og við það lengdist eðlilega á milli þótt langur vegur sé frá að rofnað hafi, enda ástæðulaust með allri þeirri tenging- artækni sem viðgengst og sífellt magnast. Margar urðu ferðirnar til Bandaríkjanna og alltaf var Anna Þóra boðin og búin til að erinda fyrir mann eða gera greiða. Viðkvæðið hjá henni var jafnan, rétt sama á hverju gekk hjá henni sjálfri; þetta er ekk- ert mál, svona um tuttugu mínútna akstur! Þetta viðkvæði hafði í reynd ekkert með viðkomandi vegalengd eða tíma að gera heldur sýndi miklu frekar viðhorf Önnu Þóru til slíkra smáviðvika og greiða. Og þau viðhorf breyttust mér vitanlega aldrei. Síðan skildi á margan hátt leiðir. Anna Þóra skildi við sinn mann og við Ágústa skildum sömuleiðis. Það breytti hins vegar litlu sem engu milli okkar Önnu Þóru. Hún hugsaði áreiðanlega oftar til mín en ég til hennar, spurðist fyrir um mig, hvernig ég hefði það og hvernig gengi hjá mér og alltaf af umhyggju- semi, síst forvitni eða hnýsni. Og þannig entist vinátta okkar Önnu Þóru og eltist aldrei. Að leiðarlokum þakka ég Önnu Þóru fyrir mig og óska henni vel- farnaðar á vegum guðs hennar. Börnunum þremur Maríu, Evu og Sverri sem og eftirlifandi eigin- manni, Ed Harned, bið ég styrks og vona að þeim verði veitt líkn með þessari þraut. Pálmi Ragnar. Himnasmiðurinn heyrði ákallið. Þegar ég hitti Önnu frænku mína fyrst árið 1983 hafði ég auðvitað margoft heyrt hennar getið. Hún var fegurðardrottningin og fyrirsætan, frænkan sem hafði flutt til New York þegar ég var á barnsaldri. Hún var frænkan, sem kom á eigin vegum til Íslands til að kynna hjálp við sjúk- dómnum alkóhólisma. Hún tók á móti tugum þeirra sem leituðu sér hjálpar á Freeport-sjúkrahúsinu, veitti þeim húsaskjól og stuðning á erfiðum tíma. Þeir skipta þúsundum sem senda henni þakkir í dag, því framhald Freeport-ferðanna var upphafið að þeirri áfengismeðferð sem við þekkjum í dag undir merkj- um SÁÁ. Fundum okkar bar saman þegar Anna kom til Íslands til að veita við- töku Fálkaorðunni fyrir störf sín og veitti mér í framhaldi af því blaða- viðtal. Hún sagði mér sögu sína – og las mína án þess að orð ættu þar hlut að máli. Fæddur sálfræðingur með ótrúlegt innsæi. Í lífinu mætum við öll þeim augna- blikum sem við teljum óyfirstígan- leg. Á einu slíku í lífi mínu beið hún, verndarengillinn Anna. Í hávaðanum og öngþveitinu á Kennedy-flugvelli í New York virtist allt falla í dúnalogn við að heyra rödd hennar. Dagarnir á heimili Önnu frænku á Long Island þessa köldu marsdaga árið 1984 voru besti andlegi undir- búningurinn sem hægt var að fá fyrir það sem í vændum var. Dóa frænka, mamma Önnu, bauð upp á „beggs and eikons“ í morgunsárið og allt hugarvíl vék á brott fyrir jákvæðni og hláturmildi mæðgnanna. Þær voru klettar. Óteljandi símtöl, óteljandi hvatningarorð, ótrúleg bjartsýni. Við áttum oft eftir að njóta gestrisni og hlýhugar Önnu, fyrst meðan hún bjó ein með Sverri syni sínum, síðar eftir að hún giftist Ed. Með manneskju eins og Önnu Þóru Guðmundsdóttur Harned að vini er ekkert óyfirstíganlegt. Sársaukinn og söknuðurinn eftir henni er heldur ekki óyfirstíganleg- ur þótt hann sé vissulega sár. En himnasmiðurinn skildi ekki þá sem hana elska eingöngu eftir með sökn- uð í hjarta, heldur fyrst og fremst kærleika og þakklæti. Þakklæti fyrir minningarnar sem hún skilur eftir sig. Þakklæti fyrir þá visku sem hún bar til okkar allra sem nutum þeirra forréttinda að þekkja hana. Þakklæti fyrir allt það góða sem hún færði inn í líf annarra. Það verður aldrei önnur „Anna frænka í New York“, en stolt hennar í lífinu, börnin María, Eva og Sverr- ir, bera henni fallegt vitni og halda merki hennar hátt á lofti. Elskulegum eiginmanni, Ed, börnunum Maríu, Evu og Sverri, barnabörnunum, systkinunum Ágústu og Edgar og öllum þeim sem elskuðu Önnu Þóru Guðmundsdótt- ur Harned færum við djúpar sam- úðarkveðjur. Elín Kristjánsdóttir, Lízella og Anna Kristine. Djúpt er til botns og hátt til himins stjarna; hugur minn vildi kanna stigu báða. En lítið er vald þitt, máttur mold- arbarna; mikil er gátan sú, er viltu ráða. (Magnús Ásgeirsson) Geir Reginn Jóhannesson ✝ Geir Reginn Jó-hannesson fæddist í Reykjavík 26. mars 1949. Hann lést á heimili sínu 16. janúar síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Foss- vogskapellu 26. jan- úar. Mér er orða vant, vinur minn Geir Reg- inn er dáinn um aldur fram. Ég man vel eft- ir því þegar ég sá hann fyrst, það var þegar við hófum báðir nám í verkfræði við HÍ haustið 1969. Strax í fyrsta tíman- um veitti ég athygli sérkennilegum ung- um manni á fremsta bekk, rauðhærðum með þykkt yfirvarar- skegg. Við kynntumst og höfum þekkst síðan. Við vorum líka samtíða um skeið í Lundi í Svíþjóð, þótt Geir ílentist ekki í verkfræðináminu og hallaðist meira að stærðfræði og forritun. Heimurinn er lítill og ég komst brátt að því að hann var kominn af fólki, sem ég þekkti. Afi hans var Jón Þ. Björnsson frá Veðramóti, en þaðan er margt hæfileikafólk ætt- að. Sem barn og unglingur kom ég oft á heimili Jóns og Rósu Stef- ánsdóttur á Sauðárkróki, en þau voru góðir vinir foreldra minna. Við áttum það sameiginlegt að hafa áhuga á vísindalegum pæling- um um dýpstu rök tilverunnar og ófáar bækurnar um þessi efni og ýmis önnur, sem við skiptumst á í gegnum tíðina. Geir var ótrúlega fundvís á góðar bækur. Og ekki má heldur gleyma vísindaskáldskapn- um. Það var nörd í okkur báðum. Og á góðri stund var glösum lyft. Geir átti ekki fjölskylduláni að fagna. Hann var einmana í æsku og honum bjó í brjósti ákveðin biturð. Hann bjó einn nær alla tíð, eftir að hann komst á fullorðinsár. En hann lætur eftir sig einn son, Eystein, sem var honum kær. Og hann hafði mætur á föður sínum, Jóhannesi Geir, og list hans, þótt samband þeirra á milli væri oftar en ekki fremur stirt. Móður hans, Ástu Sig- urðardóttur skáldkonu, kynntist ég ekki, en hún lézt 1971. Fyrir um tveimur árum áttum við konan mín, Halldóra, góða sam- ferð með Geir frá Reykjavík til Eg- ilsstaða, á samkomu Dánufjelags- ins (nafngiftin er Geirs), sem er óformlegur félagsskapur nokkurra vina, sem hófu nám í HÍ fyrir meira en 37 árum. Það er með söknuði, sem við kveðjum Geir. Hann var um margt sérlundaður. Hann var vinur vina sinna, en hann var ekki allra. Hann var greiðvikinn og örlátur, þegar hann vildi það við hafa. Hann var einnig listrænn í sér, eins og hann átti kyn til, hafði góða kímnigáfu og gat brugðið fyrir sig hagmælsku, ef því var að skipta. Hann hafði afar góðar stærðfræðigáfur, hann sá einhvern veginn dýpra og lengra en aðrir. Mig langar að birta í lokin hluta úr tölvupósti, sem hann sendi mér fyrir nokkrum árum: „Ekki hef ég samt verið alveg dauður „intellektúellt“ þennan tíma, ég hef td stúderað sk. Clif- ford algebru og analýsu og tel það vera það sem koma skal og verður kennt í stað vektor-stússins sem við lærðum. Fannst þér aldrei neitt skrýtið við td krossmargfeldið? Þetta er bæði fýsískt og matema- tískt viðrini, trikk sem virkar að- eins í 3 víddum (reyndar 7 líka víst) en samsvörun þess í Clifford-al- gebru er deginum ljósari í öllum víddum, einfaldleikinn uppmálað- ur.“ Vertu sæll, Geir, og þökk fyrir samfylgdina. Kristján Bjartmarsson. Kveðja frá félögum í VI-T, MR 1969 Við í 6.T í MR vorum ákaflega fjölskrúðugur hópur. Bara það að vera að mestu leyti utanbæjar- menn, úr Kópavoginum og Hafn- arfirðinum, þjappaði okkur saman á sérstakan hátt svo eftir var tekið. Allir vorum við meira og minna sér- stakir en Geir var á ýmsan hátt sérstakastur okkar allra. Hann kom úr Kópavoginum og sótti ættir sínar til listamanna í báðar áttir. Við áttum því alveg eins von á því að hann færi sjálfur inn á þær brautir, en það var þó ekki áber- andi, nema það einkenni lista- mannsins að fara sínar eigin leiðir og láta okkur samferðamönnunum það eftir, að reyna að skilja hann og halda í við hann. Hann var langt á undan okkur flestum er varðaði tölvur og raun- vísindi og þess er getið í Faunu 6́9 að þá þegar var það hans æðsti draumur að eiga eigin tölvu. Orð sem þá varla fannst í orðabók. Hann var fyrirliði okkar í stærð- fræði og leituðu kennarar okkar gjarnan til hans þegar illa gekk; „hvernig gerum við nú þetta aftur, Geir?“ eða „hvar gerði ég eiginlega vitleysu í þessu núna, Geir?“ Það kom því ekkert á óvart þeg- ar Geir valdi að leggja stund á verkfræði og stærðfræði við Há- skóla Íslands og framhaldsnám í tölvunarfræðum í Svíþjóð. Í Faunu hinni nýju 1994, kemur fram það markmið Geirs að verða sjötugur. John Lennon sagði ein- hvern tímann á sínu stutta ævi- skeiði: „Lífið er eitthvað sem bara gerist meðan þú ert önnum kafinn við að leggja önnur plön.“ Þannig vill það nú oft verða og nú hefur fækkað í hópnum okkar þótt plönin hafi verið önnur. Við sem eftir sitjum minnumst Geirs sem sérstaks félaga með framúr- skarandi hæfileika og sérstakan stíl. Hann var alla tíð okkar og í hópnum okkar og þótt við hittumst kannski ekki oft síðustu árin, varla nema á stúdentsafmælunum, þá var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Við söknum Geirs og búum ávallt að þeim áhrifum sem nærvera hans hafði á okkur. Jafnframt færum að- standendum hans okkar bestu kveðjur. Bekkjarfélagar 6.T, MR 1969.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.