Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ BLOG.IS M A S T E R S N Á M BARCELONA | MILANO | ROMA | TORINO | VENICE KYNNTU fiÉR MÁLI‹ • SÍMI 562 2220 • WWW.LINGO.IS HÖNNUN•TÍZKA• LISTIR & MIÐLUN Núna er ég með alveg pottþétt ævintýri, dómari, ég er Rauðhetta, Jón Ásgeir er vondi úlf- urinn og svo kemur bara Dabbi veiðimaður og skýtur úlfinn þótt hann hafi ekki étið ömm- una, og þá er bara allt búið. VEÐUR Þorsteinn Pálsson, ritstjóriFréttablaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, gerði alvarlegar athugasemdir við setu forseta Ís- lands í þróunarráði Indlands í rit- stjórnargrein í blaði sínu í fyrradag.     Í Fréttablaðinu ígær skýrði Valgerður Sverr- isdóttir utanrík- isráðherra frá því, að utanrík- isráðuneytið hefði ekki fengið upplýsingar um þessi áform for- setans og mundi kalla eftir upplýsingum um þau.     Jafnframt segir Valgerður:„Ég get þó nefnt að innan ut- anríkisráðuneytisins er unnið að mótun verklagsreglna um hvernig bæta megi boðleiðir og verkferla milli framkvæmdavalds og embætt- is forseta Íslands.“     Þorsteinn Pálsson bendir rétti-lega á það í ritstjórnargrein sinni, að það sé við utanrík- isráðherra að tala um þetta mál en ekki forsetann.     Þessar athugasemdir fyrrverandiforsætisráðherra og núverandi utanríkisráðherra við gerðir forset- ans á Indlandi vekja spurningar um, hvort deilur séu framundan um stjórnskipulega stöðu forsetaemb- ættisins. Er forseti ekki kjörinn til þess að vinna að hagsmunamálum íslenzku þjóðarinnar?     Þegar tilkynning kom frá forseta-embættinu datt engum annað í hug en að um samráð hefði verið að ræða á mili forseta og ríkisstjórnar.     Nú er komið í ljós að svo var ekki.    Hvað segir forsetinn? STAKSTEINAR Þorsteinn Pálsson Forsetinn og Indland SIGMUND                      !  "#   $ %&  ' (                                )'  *  +, -  % . /    * ,                              01     0  2   3 1, 1  ) ,  4  0  $ 5 '67 8 3 #  '        !"          !"   9  )#:;                          !         " #   $%     )  ## : )   # $ %&  $ &    '&  ( ' <1  <  <1  <  <1  # &%   ) " *+, '-  ;=1 >         <  #  '$ ., $  &  ! '&  '&/ 0'  1 '  2         3  '   '&  1""'    '/ -  , $%  ,  4, ' ., 5' ' "  & " /    5  1  #'$ , $ , 1""'/ 0' ' "  6%  "  7" $ '  -   81 '99  '& : ' ,') " 2&34 ?3 ?)<4@AB )C-.B<4@AB +4D/C (-B  / /                   / / / / / / / / / / / /          Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Björg Kristjana Sigurðardóttir | 28. jan. Eru frjálslyndir í kaffibandalaginu? Það væri gaman að fá svör við því fá for- mönnum Vinstri grænna og Samfylk- ingarinnar hvort Frjálslyndi flokkurinn sé ennþá meðlimur í kaffibandalaginu. Ég trúi því varla að þessir tveir flokkar vilji vinna með flokki sem hefur eins ofstækisfulla stefnu í mál- efnum útlendinga og frjálslyndir hafa. Meira: bjorgkristjana.blog.is Magnús Helgi Björgvinsson | 28. jan. Frábær Jón Baldvin Það var frábært að horfa á Jón Baldvin í Silfri Egils. Hann þrumaði yfir stjórn og stjórnarandstöðu … Hann sagði að ef Sam- fylkingin tæki sig ekki saman í andlitinu þá kæmi fram ann- að framboð þar sem færu saman um- hverfissinnar og menn sem fylgja nýjum leiðum um framtíð Íslands eins og Ómar, Guðmundur Ólafsson, Andri, og Stefán Ólafsson gætu farið fram fyrir. Meira: maggib.blog.is Sigurður Þór Guðjónsson | 27. jan. Líst ekki á stefnu Moggabloggsins Maður trúir því varla að næstum því sex þús- und manns séu að blogga á Mogganum. Mér líst samt ekkert á þessa stefnu sem Moggabloggið er að taka með því að samtvinna það svona sterkt blaðinu sjálfu og reyna beinlínis að stýra því inn á þær brautir að verða þjóðmálablogg, eins konar absúrd framhald af Stak- steinum. Meira: nimbus.blog.is Einar K. Guðfinnsson | 28. janúar Staksteinar í vondum málum Nú er Staksteinahöf- undur Morgunblaðsins í vondum málum. Verulega vondum mál- um. Í dálki Staksteina var skrifað hinn 20 jan- úar sl. sigri hrósandi að þeir Tony Blair forsætisráðherra og David Attenborough sjónvarps- maður ætluðu í herferð gegn hval- veiðum Íslendinga. Ekki var nákvæmninni fyrir að fara í Staksteinum, fremur en svo oft áður. Hin meinta herferð Breta var hugsuð sem viðleitni til þess að fjölga ríkjum í Alþjóðahval- veiðiráðinu sem andvíg yrðu hval- veiðum. Staksteinar áttuðu sig ekki á því og hrósuðu ótímabærum sigri í bar- áttu sinni gegn rétti Íslendinga til sjálfbærrar auðlindanýtingar. Nú gerðist það að á mbl.is þann 26. janúar sl. birtist viðtal við Alp Mehmet sendiherra Breta hér á landi. Þar gerði hann skilmerkilega grein fyrir því að baráttu Breta væri ekki beint gegn íslenskum vörum. Mehmet sagði, að ekki stæði til af hálfu breskra stjórnvalda að hrinda af stað herferð gegn íslenskum vörum; slíkt væri ekki háttur siðaðra þjóð, sagði hinn háttprúði sendi- herra. Markmiðið væri að fjölga meðlimaríkjum Alþjóðahval- veiðiráðsins. En í Staksteinum var það ekki talið athugavert að slíkri herferð væri beint gegn Íslend- ingum. Þvert á móti leyndi sér ekki velþóknunin. Þetta er ekkert nýtt, sagði Meh- met sendiherra, engin ný stefna í gangi. Síðan vakti hann athygli á að það sem Bretar væru að gera hefði verið gert margoft áður, meðal ann- ars af öðrum þjóðum. En hvernig ætli Staksteinar með- höndli þetta mál núna, þegar ljóst er að þar á bæ hafa menn skrifað út frá fullkomnum misskilningi á meintri herferð Breta? Líklegt er að þeir láti sem ekkert sé, berji höfði sínu við steininn og klifi áfram á málflutningi sínum, án tillits til þeirra upplýsinga sem hafa birst á vef Morgunblaðs- ins, en einhverrra hluta vegna ekki í blaðinu sjálfu. Það er að minnsta kosti reynslan af blaðinu þegar það ræðir þessi mál. Meira: ekg.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.