Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Spádómar Heilsa Glæsileg 7.050 kr. gjöf með Herba- life. Botnlaus orka betri líðan! Herba- life Shapework. Heilsuráðgjöf og eft- irfylgni. Kaupauki fylgir að verðmæti 7.050 kr. Kristján og Guðrún, sími 821 8390. http://betralif.grennri.is/ REYKSTOPP MEÐ ÁRANGRI Notuð er m.a. dáleiðsla og EFT (Emotional Freedom Techniques). Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur, sími 694 5494, www.EFTiceland.com . Hljóðfæri Flygill óskast Óskum eftir að kaupa notaðan svart- an flygil. Sími 694 8882. Húsgögn Mjög vel farið Ikea rúm og náttborð, 3ja ára gömul Ikea rúmgrind með gafli, dýnu, yfirdýnu og náttborð í stíl. 160 cm. Mjög vel farið kostaði 55.000 fæst á 17.000. Arnar 663 0893 Húsnæði í boði Alicante/Gran Alacant - 2 raðhús til leigu. Ný og frábær raðhús til leigu, fullbúin lúxushús, svefnpláss fyrir 8-10 manns Sundlaugargarður fylgir og stutt á ströndina. Uppl. í s. 695 1239 eða www.spanarhus.com Atvinnuhúsnæði Vantar þig ódýrt skrifstofuhús- næði? Glæsilegt 200 fm húsnæði til leigu á Tangarhöfða. Hentugt t.d. fyrir tölvu- og bókhaldsþjónustu, sölu- og markaðsstarfsemi. Uppl. í s. 562 6633 og 693 4161. Málverk Verk óskast. Óska eftir að kaupa verk eftir Eggert Pétursson. Upplýsingar í síma 864 6059. Námskeið Styrkjandi námskeið fyrir verðandi mæður. Fræðsla, slökun (frá streitu til jafnvægis) mæðraleikfimi o.fl. Kynningarfundur 14. febrúar nk. Skráning á fundinn og/eða nám- skeiðin í síma 551 2136/552 3141. Hulda Jensdóttir slökunarfræðingur/ljósmóðir. Upledger höfuðbeina og spjald- hryggjarm. Byrjendanámskeið í Upledger höfuðb. og spjaldhryggjar- meðferð verður haldið í Reykjavík 8.-11. febrúar næstkomandi. Kennsla fer fram á íslensku. Upplýsingar í s. 466 3090 eða á www.upledger.is Hannyrðir Rýmingarsala á prjónagarni, allri metravöru, öllum jólavörum og öllum páskavörum. Árorugarn kr. 30, perlugarn no5 kr. 100, hringprjónar kr. 100. * Til sölu Útsala - Útsala - Útsala Tékkneskar og slóvenskar handslíp- aðar kristalsljósakrónur, veggljós og borðlampar. Slóvak Kristall, Dalvegur 16 b, Kópavogur s. 5444331 Þjónusta Tangarhöfða 9 Sími 893 5400 • lms.is Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., s. 567 1130 og 893 6270. Ýmislegt Alpahúfur kr. 990. Sjöl, margir litir, 1.290 kr. Vettlingar frá 500 kr. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Sætur, sléttur með léttu fóðri í BC skálum á kr. 2.350,- buxur í stíl á kr. 1.250,- Gott snið í BCD skálum á kr. 2.350,- buxur í stíl kr. 1.250,- Mjög góður í CDE skálum á kr. 2.350,- buxur í stíl kr. 1.250,-“ Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf www.misty.is Það er ekkert grín að vera svín. Og maður er ekkert endilega bestur þótt maður vinni eins og hestur. En viltu baun fá betri laun? Skoðaðu þá Viltu.com og mundu að sá liðugi er líka sá sniðugi. Bílar Dodge RAM 1500, árg. 2003, ek. 85 þús.,, næsta skoðun 2007. Skráður 6 manna. HEMI Magnum V8 5.7 ltr, 345 hestöfl. Heilsársdekk á 20” krómfelgum, pallhús og vetrardekk á 17” felgum fylgja. Verð 2.640 þ.kr. Ath. skipti á 38" jeppa. Nánari upplýsingar: Nýja Bílahöllin, s. 567-2277 Iveco 50 C 13 sk. 08. 2004. Ekinn aðeins 37 þ. km. Heildarþyngd 5.2 tonn. Lyfta. Topp ástand og útlit. Kaldasel ehf., Dalvegi 16b, Kópavogur, s. 544 4333 og 820 1070. Merecedes Benz Sprinter 316 CDI dísel. Ekinn 800 km. 5-6 manna, 2x loftræstikerfi. 156 hest., sjálfskipt- ur, rafmagnsspeglar og rúður, sam- læsingar með fjarstýringu, ESP, hraðastillir, litað gler, vsk-bíll. Kaldasel ehf., Dalvegi 16b, Kópavogur, s. 544 4333 og 820 1070. Nissan árg. '97, ek. 166 þús. km. Vel með farinn rauð þriggja dyra bif- reið. Eyðir litlu og er ódýr í rekstri. Uppl. í síma 662 5116. Stórútsölur bílaframleiðenda! Allt að 500.000 kr. afsláttur á nýjum bílum. Bílinn heim í flugi með Ice- landair. Nokkur dæmi á 2006-2007 bílum: Jeep Grand Cherokee frá 2.450, Ford Explorer frá 2.690, Pors- che Cayenne frá 5.990, Toyota Ta- coma frá 1.990, Ford F150 frá 1.990, Toyota Fjcruiser torfærujeppi frá 3.390. Nýr 2007 Benz ML320 dísel! Þú finnur hvergi lægra verð. Lækkun dollars og heildsöluverð island- us.com orsakar verðhrun og þú gerir reyfarakaup! Nýir og nýlegir bílar frá USA og Evrópu allt að 30% undir markaðsverði. Sömu bílar bara miklu lægra verð. 30 ára traust innflutn- ingsfyrirtæki. Íslensk ábyrgð. Bílalán. Fáðu betra tilboð í síma 552 2000 eða á www.islandus.com. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza 2006, 4 wd. Góður í vetrarakstur. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042. Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla - akstursmat. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '06, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Kristófer Kristófersson BMW 861 3790 Sigurður Jónasson Toyota Rav4 ‘06 822 4166. Snorri Bjarnason BMW 116i, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '06 892 4449/557 2940. Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is Fréttir á SMS FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfar- andi yfirlýsing vegna fyrirhugaðrar at- kvæðagreiðslu um deiliskipulag í Hafnar- firði, en skipulagið ræður því hvort álver Alcan verður stækkað. „Samtökin Sól í Straumi telja sig knúin til þess að leiðrétta rangfærslur Lúðvíks Geirs- sonar bæjarstjóra Hafnarfjarðar á blaða- mannafundi vegna tillagna um nýtt deili- skipulag í Hafnarfirði. Í fyrsta lagi er það hneykslanlegt að bæj- arstjórinn taki, gegn betri vitund, undir stað- hæfulausa og ósmekklega hótun Alcan um að loka og senda sitt fólk út á guð og gaddinn fái það ekki að stækka álbræðslu sína í Hafn- arfirði. Bæjarstjóri veit að 70% af öllum ál- verum Alcan eru 200.000 tonn eða minni og að sú stærð er og verður hagkvæm á Íslandi a.m.k. næsta áratuginn. Á fundinum hélt bæjarstjóri því fram að með þessum nýju tillögum væri verið að draga stórlega úr mengun frá álbræðslunni við stækkun og í dag hafa fjölmiðlar vitnað í þau orð hans að mengunin verði óbreytt við stækkun. Þetta er auðvitað ekki rétt, bæj- arstjóri hefur ekkert í hendi um minni meng- un frá álbræðslunni eftir stækkun. Sam- komulag Alcan við bæinn felur ekkert í sér nema markmið um brennisteinsmengun sem reyna á „eftir megni“ að draga úr. Það er ábyrgðarleysi af bæjarstjóra að bera ósann- indi sem þessi á borð fyrir bæjarbúa. Hér er samanburður á mengun frá ál- bræðslunni í Straumsvík fyrir og eftir stækkun:  Sjónmengun eykst til muna, bæði af verksmiðjunni og línumannvirkjum.  Loftmengun eykst líka mjög mikið við stækkun (2,5-földun), öll mengunargildi verða eftir stækkun 250% af gildunum fyr- ir stækkun:  Svifryk frá bræðslunni fer úr 470 kg í 1.175 kg á sólarhring  Flúoríð frá bræðslunni fer úr 270 kg í 675 kg á sólarhring  Brennisteinsdíðxíð fer úr 7,2 tonnum í 19 tonn á sólarhring  CO2 (gróðurhúsalofttegund) fer úr 880 tonnum í 2.200 tonn á sólarhring  magn kerbrota fer úr 8,4 tonnum í 21 tonn á sólarhring. Þetta eru losunarheimildir samkvæmt starfsleyfi. Yfirlýsingar um að „stefna beri að eftir megni“ að minnka brennisteins- mengun frá álbræðslunni gefur engin tilefni til þeirra stóru yfirlýsinga sem bæði Lúðvík og Rannveig Rist létu falla í fjölmiðlum í gær. Það ber líka að hafa í huga að mengunar- svæðið sem er í dag 10 ferkílómetrar verður ónýtt sem svæði undir framtíðarbyggð Hafn- arfjarðar svo lengi sem álbræðslan er í rekstri. Nýir útreikningar á stærð svæðisins breyta engu þar um.“ Segja tekið undir ósmekklega hótun Alcan FRÆÐSLUFUNDUR um skjalaflokkunarkerfi verð- ur haldinn á vegum Borg- arskjalasafns Reykjavíkur, Félags um skjalastjórn, Lykils og Þjóðskjalasafns Íslands þriðjudaginn 30. janúar kl. 09:00–12:00 í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Flutt verða erindi í tengslum við gerð skjala- lykla og velt upp spurn- ingum sem brenna á flest- um þeirra sem vinna að skjalamálum hér á landi, hvort heldur sem er hjá hinu opinbera eða einka- fyrirtækjum, segir í frétta- tilkynningu. Að loknum framsögum fara fram um- ræður. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir en nauð- synlegt er að skrá þátt- töku hjá Borgarskjalasafni Reykjavíkur á netfangið: magnus.lyngdal.magn- usson@reykjavik.is. Skráningu lýkur 29. jan- úar. Fræðslu- fundur um skjalaflokk- unarkerfi VEFSÍÐAN www.jonpall.is sem nýlega var opnuð er tileinkuð og heiðruð minningu Jón Páls Sigmarssonar kraftlyftinga- og afl- raunamanns. Á vefsíðunni getur almenningur nálgast upplýsingar um sögu Jóns Páls heitins, myndir, tengla, gestabók og margt fleira. Vefsíðan fór í loftið í byrjun nóvember 2006 og hafa viðbrögð og heimsóknir verið mjög góðar, segir í fréttatilkynningu. Einnig hef- ur verið stofnaður minningarsjóður og er hann fyrst og fremst ætl- aður til að safna fyrir veglegum minnisvarða um Jón Pál Sigmars- son. Þeim sem vilja styrkja þetta málefni er bent á að allar upplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðunni jonpall.is Vefsíða í minningu Jóns Páls FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Sparisjóðanna rekur heildstæða fræðslu- starfsemi fyrir starfsmenn sparisjóðanna og dótturfyrirtækja þeirra. Hlutverk hennar er að miðla þekkingu og mæta fræðsluþörf sparisjóða að öllu leyti. Nýlega útskrifaði Fræðslumiðstöð sparisjóðanna nemendur úr SPARNÁMI en það er eins árs nám á háskólastigi fyrir starfsmenn sparisjóðanna. Námið er unnið í samstarfi við Símennt Háskólans í Reykjavík og er það fjölbreytt og yfirgripsmikið og snýr bæði að fjár- málum og þjónustustjórnun. Þetta er í sjötta sinn sem Fræðslumiðstöð sparisjóðanna útskrifar nemendur úr SPARNÁMI og hafa þeir komið frá öllum sparisjóðum landsins. Útskrifaðir úr Sparnámi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.