Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÓFAGRA VERÖLD Lau 3/2 kl. 20 Fös 9/2 kl. 20 Sun 18/2 kl. 20 Fim 22/2 kl. 20 VILTU FINNA MILLJÓN? Fös 2/2 kl. 20 UPPS. Lau 10/2 kl. 20 Fös 16/2 kl. 20 Fös 2/3 kl. 20 SAN FRANCISCO BALLETTINN Samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Borgarleikhússins. Mið 16/5 kl. 20 UPPSELT Fim 17/5 kl. 20 UPPSELT Fös 18/5 kl. 20 Lau 19/5 kl. 14 Lau 19/5 kl. 20 UPPSELT Sun 20/5 kl. 14 Sun 20/5 kl. 20 MEIN KAMPF Fim 15/2 kl. 20 AUKASÝNING Lau 24/2 kl. 20 AUKASÝNING Síðustu sýningar EILÍF HAMINGJA Í samstarfi við Hið lifandi leikhús Fim 1/2 kl. 20 Sun 4/2 kl. 20 Fös 9/2 kl. 20 Sun 11/2 kl. 20 Fös 16/2 kl. 20 Sun 18/2 kl. 20 LADDI 6-TUGUR Lau 17/2 kl. 20 Lau 24/2 kl. 20 Lau 3/3 kl. 20 Fim 8/3 kl. 20 Miðasala hafin Miðaverð 3.400 DAGUR VONAR Lau 3/2 kl. 20 UPPSELT Sun 4/2 kl. 20 UPPSELT Fös 9/2 kl 20 UPPSELT Sun 11/2 kl. 20 Lau 17/2 kl. 20 UPPSELT Sun 18/2 kl. 20 Fös 23/2 kl. 20 Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning er hafin. RONJA RÆNINGJADÓTTIR Sun 4/2 kl. 14 Sun 11/2 kl. 14 Sun 18/2 kl. 14 Sun 25/2 kl. 14 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fim 8/2 kl. 20 Fös 16/2 kl. 20 Síðustu sýningar KARÍUS OG BAKTUS Sun 4/2 kl. 13 UPPS. Sun 4/2 kl. 14 UPPS. Sun 4/2 kl. 15 UPPS. Sun 11/2 kl. 13 UPPS. Sun 11/2 kl. 14 UPPS. Sun 11/2 kl. 15 UPPS. Sun 18/2 kl. 13 UPPS. Sun 18/2 kl. 14 UPPS. Sun 18/2 kl. 15 UPPS. Sun 25/2 kl. 13 UPPS. Sun 25/2 kl. 14 UPPS. Sun 25/2 kl. 15 UPPS. Sun 4/3 kl. 13 UPPS. Sun 4/3 kl. 14 UPPS. Sun 4/3 kl. 15 UPPS. Sun 11/3 kl.13 UPPS. Sun 11/3 kl. 14 UPPS. Sun 11/3 kl. 15 UPPS. Sun 18/3 kl. 13 UPPS. Sun 18/3 kl. 14 UPPS. Sun 18/3 kl. 15 UPPS. Sun 25/3 kl. 13 Sun 25/3 kl. 14 Sun 25/3 kl. 15 Gestaleikur frá Leikfélagi Akureyrar „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. FLAGARI Í FRAMSÓKN - The Rake’s Progress e. STRAVINSKY Frumsýning fös. 9. feb. kl. 20 - örfá sæti laus 2. sýn. sun 11. feb. kl. 20 – 3. sýn. fös. 16. feb. kl. 20 – 4. sýn. sun. 18. feb. kl. 20 IGOR STRAVINSKY www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 ÞÚFINNUREKKIBETIRSKEMMTUN - TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX 25 ÁRA OG YNGRI FÁ 50% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI Í SAL ! Kynning fyrir sýningu í boði VÍÓ Kl. 19.15 (ekki á frumsýningu) Ingibjörg Eyþórsdóttir, tónlistarfræðingur hefur umsjón með kynningunni ÞJÓÐARÓPERA ÍSLENDINGA Í 25 ÁR MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 MIÐASALA LA ER OPIN FRÁ KL. 13-17 W.LEIKFELWW AG.IS ALA@LEIKFELAGMIDAS .IS Svartur köttur Sun. 28. jan. kl. 20 Aukasýn. UPPSELT Fim. 1. feb. kl. 20 Aukasýn. Örfá sæti - Umræður eftir sýn. Fös. 2. feb. kl. 20 6. kortasýn. UPPSELT Lau. 3. feb. kl. 20 7. kortasýn. UPPSELT Næstu sýn: 4., 9., 10., 16., 17. febrúar. Skoppa og Skrítla - forsala hafin! Sýnt í Rýminu Lau. 10. feb. kl. 11 og 12.15 Örfá sæti Sun. 11. feb. kl. 11 Sala hafin! Karíus og Baktus - Sýningar í Reykjavík! Sun 4. feb kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Sun 11.feb kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Sun 18. feb kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Sun 25. feb kl. 14 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Sun 4.mars kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Sun 11. mars kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT Næstu sýn: 18. og 25. mars. Selt í Borgarleikhúsinu. Nánari upplýsingar á: pabbinn.is Leikstjóri: SIGURÐUR SIGURJÓNSSON Miðasalan í Iðnó er opin 11.00 til 16:00 virka daga. Í GLÆNÝRRI GAMANSÝNINGU BJARNI HAUKUR (HELLISBÚINN) 3. sýning – föstudaginn 2. febrúar kl. 20.00 4. sýning – laugardaginn 3. febrúar kl. 20.00 5. sýning – föstudaginn 9. febrúar kl. 20.00 6. sýning – laugardaginn 10. febrúar kl. 20.00 7. sýning – fimmtudaginn 15. febrúar kl. 20.00 8. sýning – laugardaginn 17. febrúar kl. 20.00 TILHNEIGING myndlistarmanna að vilja samræma myndlist við hvers- dagleikann hefur verið til umræðu um nokkurt skeið og margir á því að slíkt hafi ekkert með list að gera, allavega í listsögulegum skilningi. Ekki síst þegar við erum hætt að greina listina og hversdagsleikann í sundur. Ýmis skopleg dæmi eru til um misskilning sökum þessa og þau þekktustu eru þegar, á sjöunda ára- tug síðustu aldar, kanadískur toll- vörður neitaði að hleypa Brilló- kössum Andy Warhols gegn um toll- inn á þeim forsendum að þeir væru listaverk þar eð hann áleit kassana vera auglýsingavörur og þegar sorp- hirðir fjarlægði hluta af sýningu Damiens Hirst í Mayfair Gallery árið 1996 þar sem hann taldi að þetta væru leifar sem gestir hefðu skilið eftir sig á opnuninni. Hérlendis er Þorvaldur Þor- steinsson væntanlega fremstur í flokki myndlistarmanna sem hafa leitað eftir slíkri samþættingu. En Þorvaldur hefur gert innsetningar síðan á níunda áratug síðustu aldar þar sem listrými er breytt í hvers- dagsleg rými eins og t.d. biðstofu eða fatahengi. Hjá yngstu kynslóð mynd- listarmanna. þ.e. þeim sem hafa kom- ið fram á þessum fyrsta áratug 21. aldar, hefur raunveruleikagjörning- urinn verið nokkuð áberandi. Í Nýlistasafninu stendur nú yfir sýning sem smellpassar inn í þennan flokk listar. En það er fyrsta einka- sýning Kolbeins Huga Höskulds- sonar og ber hún titilinn „Still drink- ing about you“. Hefur Kolbeinn breytt Nýlistasafninu í nokkurskon- ar sukkbæli. Hann hefur smíðað hús inni í safninu þar sem hann dvelur ásamt tveimur kunningjum um helg- ar og sukkar. Sennilega er best að byrja á því að lýsa aðstæðum eins og ég upplifði þær þegar ég sótti sýninguna á sunnudaginn var. Þá hafði verið tveggja sólarhringa veisluhald og höfðu síðustu veislugestir víst yf- irgefið svæðið skömmu fyrir opn- unartímann. Þegar ég steig á moldargólfið inni í safninu og sá þar gamla bíldruslu og graffití á veggjum var mér strax ljóst að ég væri staddur í vanhirtu porti. Það var nístandi áfengisfnykur í loft- inu, glerbrot og tómar dósir lágu víð og dreifð um svæðið. Framhlið húss- ins var einnig úðuð graffití og ein rúðan var brotin. Er ég gekk inn í húsið varð áfengisfnykurinn enn sterkari. Það var rökkur og ég klof- aði yfir rusl á gólfinu. Ég sá borð, sófa og ísskáp og sennilega voru ein- hverjar græjur þarna inni. Í baksal safnsins var ástandið annað. Þar lá gifsfígúra sem á palli. Á veggjum myndaðist litríkt mynstur með hjálp skjávarpa nema hvað skuggi af ímyndaðri sprautu varpaðist á vegg- ina og þrýstist inn og út í takt við andardrátt sem ómaði í rýminu. Ef- laust hefur þetta bakrými verið notað fyrir uppákomur og virkaði líka sem ágætis dansgólf með „psychedelic“ sviðsmynd í horninu. Er ég gekk til baka, klofaði yfir ruslið, tók ég eftir því að listamaðurinn lá sofandi á bak við ísskápinn. Gjörninginn má vissulega túlka með ýmsum hætti. Á einn veginn sýnir hann ímynd sem hefur fylgt listamönnum síðan í tíð módernism- ans, þ.e. drykkfelldan snilling sem höndlar ekki áleitnar listagyðjur og leggst þar af leiðandi í drykkju og dóp sökum þunglyndis og sjálfs- vorkunnar. Á annan veginn sýnir hann hráa mynd af utangarðs- mönnum sem búa við slíkar aðstæður og er þá viss þjóðfélagsmynd. Kolbeinn leggur mikinn metnað í að gera sukkbælið sannfærandi og sviðsmyndin gengur mjög vel upp. Ég mundi líka segja að Kolbeinn gengi nokkuð langt með gjörninginn, þótt hann sé svosem ekki á eins rót- tækum landamærum og margir kynnu að halda. En þeir eru ansi margir listamennirnir sem hafa farið áþekka leið. S.s. að loka sig inni í búri í ár, vera heimilislaus í ár, ganga í starf gleðikvenna, flytjast á afmark- að svæði í neðanjarðarlestastöð og gera þarfir sínar fyrir allra augum og svo má lengi telja. Það er því ekki róttæk framúrstefna sem gerir raun- veruleikagjörning Kolbeins eins trú- verðugan og raun ber vitni, heldur gengur listamaðurinn eins langt og hann kemst í safninu og fyrir vikið verður upplifunin trúverðug. Þessir drykkfelldu listamenn Jón B.K. Ransu Morgunblaðið/G.RúnarNýló „Kolbeinn leggur mikinn metnað í að gera sukkbælið sannfærandi og sviðsmyndin gengur mjög vel upp.“ MYNDLIST Nýlistasafnið Opið 13-17 virka daga og til miðnættis föstudag til sunnudags. Sýningunni lýkur 31. janúar. Aðgangur ókeypis. Kolbeinn Hugi Höskuldsson Frakkar heiðruðu nýlega Bol-lywood stjörnuna frægu Ami- tabh Bachchan með því að sæma hann Legion d’Honneur orðunni. Orðan var af- hent leikaranum á samkomu í franska sendi- ráðinu í Delhi á Indlandi. Sendi- herrann, Dom- inique Girard, sagði að orðan væri viðurkenn- ing á afrekum hans. Ferill Bachchan nær yfir 40 ár, hann hefur leikið í yfir 140 kvikmyndum og nýt- ur fádæma vinsælda í heimalandi sínu sem víðar. „Þessi verðlaun fylla mig miklu stolti,“ sagði Bachchan við afhend- inguna. „Þetta eru ekki bara verð- laun fyrir mig heldur er þetta við- urkenning á afrekum indverskrar kvikmyndagerðar.“ Árið 2000 varð Bachchan fyrsta Bollywood stjarnan til að fá vax- mynd af sér á Madame Tussaud safnið í London. Aðrir þekktir Indverjar sem hafa hlotið orðuna eru kvikmyndaleik- stjórinn Satyajt Ray og sítar meist- arinn Ravi Shankar. Það var Napoleon Bonaparte sem kom Legion d́Honneur verðlaun- unum á árið 1802. Fólk folk@mbl.is Það verður sannkallaður stór-dansleikur í Kaupmannahöfn seinasta vetrardag, 18. apríl. Þá munu hljómsveitirnar Sálin hans Jóns míns og Stuðmenn spila saman á balli. Skemmtunin fer fram í Cirkus- bygningen í miðborg Kaup- mannahafnar og er þetta í fyrsta sinn sem sveitirnar koma saman með þessum hætti. Hljómsveitirnar leika til skiptis undir borðhaldi frá kl. 19:30–22:00 og síðan fyrir dansleik á sama stað frá kl. 23:00–02:00. Það er www.kaupmannahofn.dk sem stendur að tónleikunum í sam- starfi við Icelandair sem er söluaðili á Íslandi. Umgjörð verður afar vönduð enda ekki á hverjum degi sem þessar stórsveitir koma saman, segir í tilkynningu um tónleikana. Uppselt var á tónleika Sálarinnar í Kaupmannahöfn 5. nóv. 2005 og sömuleiðis á tónleika Stuðmanna í Tívolí í september 2003 þannig að ljóst er að þessir reynsluboltar njóta vinsælda þar í borg. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.