Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 23 MAGNÚS Þór Hafsteinsson, nýkjörinn vara- formaður Frjálslynda flokksins, kvaðst mjög ánægður með að skýrar línur skuli hafa feng- ist á flokksþinginu. „Ég tel að sá stuðningur sem við í forystunni fengum á þinginu sýni að meirihluti flokksfólks sé ánægður með þá vinnu sem við höfum innt af hendi síðustu ár,“ sagði Magnús. Hann taldi niðurstöðuna einnig sýna að flokksmenn virtust ekkert hafa við það að athuga hvernig þeir Guðjón Arnar Kristjánsson hefðu tjáð sig um við- kvæm þjóðfélagsmál undanfarið. „Þetta voru skýrar niðurstöður. Ég vann í varaformannskjöri með tæpum 60% atkvæða. Við Guðjón fengum skýrt umboð til að leiða flokkinn næstu tvö árin að minnsta kosti. Ég er mjög sáttur við þetta.“ Varðandi hnökra á framkvæmd flokks- þingsins á laugardag sagði Magnús að mikill fjöldi fólks hefði komið á skömmum tíma áð- ur en kosning hófst. Reiknað hefði verið með því að fólk kæmi fyrr að deginum, en flösku- háls og biðraðir hefðu myndast við skráningu nýrra flokksmanna. Hann sagði kosningar hafa gengið áfallalaust og að von væri á end- anlegum og yfirförnum niðurstöðum, en t.d. talning atkvæða vegna kjörs til miðstjórnar væri tímafrek og flókin. En voru gerð helm- ingaskipti milli fólks sem kom úr Nýju afli og flokksmanna Frjálslynda flokksins? „Það er ekki hægt að sjá það af niðurstöðum kosn- inga, hvorki til fjármálaráðs né miðstjórnar,“ sagði Magnús. „Það voru listar í gangi á þinginu þar sem mælt var með ákveðnum kandídötum. Margrét Sverr- isdóttir og hennar stuðn- ingsfólk dreifði t.d. mjög ít- arlegum lista þar sem skýr fyrirmæli voru um hvernig raða ætti fólki í allar trún- aðarstöður. Ég held að listarnir hafi verið þrír alls en ég geri mér enga rellu út af þessu. Það er ekki hægt að banna að verið sé að afla ákveðnum frambjóðendum stuðnings fram á síðustu stundu. Svona tel ég þetta vera í öllum stjórnmálaflokkum,“ sagði Magn- ús. En kannast hann við að greidd hafi verið árgjöld fyrir marga nýja félagsmenn á einu bretti? „Ég kannast ekki við að það hafi verið gert. Það ganga alls konar sögur um að stuðningsmenn okkar hafi gert þetta og eins stuðningsmenn Margrétar. Margrét er með prókúru að reikningum flokksins og ætti að geta séð allar færslur.“ En verður hægt að lægja þær öldur sem risið hafa í flokknum? „Ég spyr bara hvers vegna ekki,“ spurði Magnús. „Sitjandi forysta tók mikla áhættu og sýndi mikinn kjark og hugrekki að hafa þetta svona opið. Við Guð- jón lögðum mikla áherslu á að við yrðum að fá hreinar línur frá flokksfólki. Við yrðum að fá úrskurð og skýrt umboð, því við erum að fara í kosningar. Við fengum það.“ Munuð þið styðja Margréti Sverrisdóttur til setu í efsta sæti framboðslista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður? „Þeir sem ákveða það eru kjördæmisþing og stjórn kjördæmisfélagsins. Ef þau vilja að hún leiði listann get ég ekki séð að við getum lagst gegn því með neinum hætti. Við höfum enga málefnalega ástæðu til að leggjast gegn því,“ sagði Magnús. Hann sagði forystumenn flokksins ekki hafa rætt það að lýsa yfir stuðningi við Margréti til þingframboðs. Þeir hefðu verið á kafi í vinnu í aðdraganda flokksþingsins. Framboðsmál flokksins yrðu tekin fyrir í febrúar og sagðist Magnús vona að þá tækist að ganga frá öllum framboðs- listum. „Ég veit ekki enn hvar ég verð í framboði. Eina sem liggur fyrir er að Guðjón sækist eftir því að fá að leiða listann í Norð- vesturkjördæmi. Þar fyrir utan er þetta allt opið.“ Skýrar línur fengust Magnús Þór Hafsteinsson MARGRÉT Sverrisdóttir, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri þingflokks og frambjóðandi til varaformanns Frjálslynda flokksins, mun halda lokaðan fund með nánasta samstarfs- fólki sínu síðar í dag. Margrét sagði að þar myndi hún vega og meta stöðuna með stuðn- ingsmönnum sínum. Hún sagði að í þeim hópi væru mjög skiptar skoðanir um hvort hún ætti áfram að gefa kost á sér til fram- boðs til Alþingis í Reykjavík suður fyrir Frjálslynda flokkinn. En hefur hún ákveðið eitthvað um framtíð sína í stjórnmálum? „Ég ætla að bíða með það fram yfir þenn- an fund. Það er mjög mikil óvissa um hvað tekur við. Ég leyfi mér að segja að árangur minn í varaformannskjörinu var stórsigur miðað við smölun og áskorun formannsins og endurtekinn yfirlýstan stuðning hans við Magnús Þór Hafsteinsson. Mér finnst það áfall fyrir formanninn að munurinn á okkur skyldi ekki vera meiri.“ Framkvæmd landsþings Frjálslynda flokksins á laugardag einkenndist af algjörri ringulreið, að mati Margrétar. „Ég held ekki að menn hafi ætlað sér að láta það fara þannig, en atgangurinn var þvílíkur að það varð ekki við neitt ráðið,“ sagði Margrét. „Ef ég hefði viljað bjóða mig fram til ritara, þegar búið var að kjósa vara- formann, þá var það orðið of seint. Sama gilti þegar niðurstaða rit- arakjörs lá fyrir að þá gátu frambjóðendur í það emb- ætti ekki gefið kost á sér í miðstjórn. Ég hefði hugs- anlega viljað gefa kost á mér í miðstjórn, en þá var búið að setja alla at- kvæðaseðlana í kjörkassa og fólkið meira og minna farið!“ Margrét segir að smölun fólks á landsþingið hafi verið með ólíkindum. Gamalgrónir flokksfélagar hafi verið í minnihluta. „Ég viðurkenni að það hefur fjölgað mikið í flokknum á undanförnum mánuðum. En ég talaði alltaf fyrir því að fólk þyrfti að skrá sig á landsþingið, en tal- aði fyrir daufum eyrum,“ sagði Margrét. „Ég hef verið framkvæmdastjóri og þá hefur skráning hafist mánuði fyrir landsþing, en ég viðurkenni að grónir flokksmenn hafa fengið að skrá sig fram að þinginu.“ Margrét viðurkenndi að hafa sjálf smalað eitthvað fyrir landsþingið nú, sérstaklega hafi hún hnippt í vini og ættingja og eins hringt í flokksfólk og hvatt það til að kjósa sig. „En þarna er ég að tala um fleiri hundr- uð manns, sem mér fannst aðallega vera smalað af fólki úr Nýju afli.“ En greiddi hún eða hennar stuðnings- fólk árgjöld fyrir nýja félagsmenn? „Nei, við fjölfölduðum miða með reikningsnúm- eri og hvöttum hvern og einn til að greiða fyrirfram árgjaldið til að flýta fyrir af- greiðslu. Ég óttaðist að það yrði flösku- háls. Mér þykir sérstakt að Höskuldur Höskuldsson greiðir 200 þúsund krónur í heilu lagi fyrir 100 manns,“ sagði Mar- grét. Margrét segir að sér finnist eins og gerð hafi verið ákveðin yfirtaka á flokknum. Þótt ekki hafi margir liðsmenn Nýs afls komist í áhrifastöður þá hafi verið helm- ingaskipti milli fulltrúa Nýs afls og flokks- manna Frjálslyndra á lista sem stuðnings- menn Guðjóns Arnars og Magnúsar Þórs útbjuggu fyrir kosningarnar. Sama hafi gilt um forseta og varaforseta flokksþings- ins og stjórnendur umræðuhópa. Margrét sagði að mjög margir hefðu haft samband við sig í aðdraganda flokks- þingsins og eftir það, ávarpað sig á förn- um vegi og lýst stuðningi sínum við hana. „Það virkilega hlýjar mér um hjartarætur að ókunnugt fólk skuli vilja styðja mig. Ég er líka sannfærð um að ég átti stuðning gamla flokkskjarnans, það fann ég á flokksþinginu, og það þótti mér vænt um,“ sagði Margrét. Mikil óvissa um hvað tekur við Margrét Sverrisdóttir MAGNÚS Reynir Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, segir að tímarammi landsþingsins hafi farið úr skorð- um á laugardag vegna meiri aðsóknar en reiknað hafði verið með. Á svæðinu hafi verið um þúsund manns þegar mest var, þar af um 900 virkir þátttakendur. Afhent hafi verið 881 sett af atkvæðaseðlum gegn framvísun löglegra skilríkja til formlegra félaga í flokknum sem staðið höfðu skil á árgjaldi eða voru gjaldfrjálsir líkt og öryrkjar og ellilíf- eyrisþegar eru. „Það hefur verið geysimikil skráning í flokkinn undanfarna daga og ekki síst á laug- ardag,“ sagði Magnús. „Í samþykktum flokks- ins eru engar reglur sem banna fólki að skrá sig alveg fram á kjördag. Þess vegna kom fjöldi fólks til að skrá sig í flokkinn milli klukkan tvö og þrjú á laugardag. Það mynd- uðust það miklar biðraðir að ekki var hægt að ná því fólki öllu inn svo það hefði kosn- ingarétt.“ Magnús sagði að þeir sem voru þegar skráðir flokksmenn hefðu verið látnir ganga fyrir við afgreiðslu kjörgagna á laugardag. Hann sagði að 10–12 manns hefðu unnið í af- greiðslu á landsþinginu, en það hefðu þurft að vera miklu fleiri. Magnús taldi að a.m.k. 50–100 manns hefðu orðið frá að hverfa eftir að lokað var fyrir skráningu. Magnús sagði að skýrar reglur hefðu verið settar um framkvæmd kosninga á lands- þinginu. Landsþingsfulltrúar fengu sérmerkt- an atkvæðaseðil vegna kjörs formanns, annan vegna varaformannskjörs, þann þriðja vegna ritarakjörs og fjórða vegna kosningar í fjármálaráð þar sem for- maður var kosinn sér- staklega. Fimmti seðillinn var skiptiseðill vegna kosn- ingar til miðstjórnar. Fram- boðsfrestur til miðstjórnar var til kl. 13.30 og eftir það var atkvæðaseðill með nöfnum frambjóðenda til miðstjórnar útbúinn. Hann var því ekki tilbúinn þegar önnur kjörgögn voru gerð. En hvers vegna voru ekki greidd atkvæði skrif- lega um formanninn? „Það var bara einn í framboði,“ sagði Magnús. Hann sagði að rætt hefði verið um það fyrir fundinn að ekki yrði viðhöfð skrif- leg atkvæðagreiðsla ef aðeins eitt framboð yrði til formanns, nema um það bærust óskir úr sal. Það hefur vakið athygli að úrslit í varafor- mannskjöri voru tilkynnt áður en öll atkvæði höfðu verið talin. Hvað olli því? „Kjörstjórn, sem taldi atkvæðin í kjallara hússins, tilkynnti það eftir að úrslit í varafor- mannskjöri voru kynnt að komið hefði í ljós atkvæðakassi sem ekki hefði verið talið úr. Þá breyttust tölurnar. Það er afar leiðinlegt að það skyldi gerast. Þarna urðu mistök sem voru síðan leiðrétt.“ En gátu fundarmenn verið með umboð fyr- ir fjarstadda? „Nei, þeir gátu það ekki. Það var tekið fram að menn gætu ekki tekið við umboðum heldur yrðu þeir að skila sínum eigin kjör- seðli. Ég veit að vegna þess hvað fund- arstörfin drógust þá fór fólk áður en farið var að skila atkvæðaseðlum í kjörkassa. Það var m.a. eldra fólk sem treysti sér ekki til að bíða svona lengi. Þarna var heitt og mikill troðningur. Ég held að nokkrir hafi horfið á braut með sína seðla,“ sagði Magnús. Hann sagðist draga þá ályktun af því að af 881 setti af kjörseðlum skiluðu sér 815 atkvæði í vara- formannskjörinu. En voru dæmi þess að félagsmenn sem gengu í flokkinn hefðu ekki greitt sjálfir fé- lagsgjöld, heldur aðrir greitt fyrir þá? „Já, ef við getum rætt um fylkingar þá komu upplýsingar frá báðum aðilum um að greiðslur hefðu verið inntar af hendi inn á reikninga flokksins. Við stofnuðum sérstakan reikning til að taka við greiðslum í samræmi við ný lög um fjárreiður stjórnmálaflokka. Það komu slíkar staðfestingar til okkar um að búið væri að greiða upphæðir inn á reikn- inga flokksins. Það var til að flýta vinnslunni. Það voru árgjöld fyrir ákveðna hópa, ég held að það hafi verið frá báðum fylkingum. Við vorum búnir að láta það boð út ganga og Margrét búin að ræða það við mig að slíkt yrði til að flýta málum. Við tókum því mjög fagnandi,“ sagði Magnús. Fólk varð frá að hverfa án þess að komast í flokkinn Magnús Reynir Guðmundsson var að keppa um ákveðnar stöð- ur,“ sagði Guðjón. „Ég vænti þess að þegar fólk er búið að keppa og það er búið að kjósa þá sé komin niðurstaða sem fólk ætlar að sætta sig við. Margrét er enginn tapari. Hún er með mjög góðan stuðning, þótt hún nái ekki að vinna.“ Guðjón kvaðst horfa vongóður fram á við. „Þetta er lang- fjölmennasta þing sem við höfum haldið. Það var að vísu fjölmennt síðast þegar Gunnar Örlygsson var að bjóða sig fram til varafor- manns móti Magnúsi Þór. Þá var fólk að tínast inn á fundinn fram á síðustu stundu, eins og gerðist núna. Nú var sett á það regla að það þyrfti að loka húsinu í síðasta lagi um klukkan þrjú. Ég held að það hafi verið lokað á inngang fljótlega eftir þrjú. Ég vænti þess að þegar fólk er búið að ganga í gegnum þessa baráttu og þessa vinnu með mjög fjölmennu og glæsilegu þingi, þá sjái menn bara sólina í því að taka saman höndum og vinna úr þeirri miklu fylgis- aukningu sem við erum greinilega búin að ávinna okkur í þjóðfélag- inu.“ dóttur til di við ar? að ég ún myndi - r auðvit- arf að kksins d í þeirri Hann sfélags nefnd boðslista ma- kkja. Síð- ns end- ðslistans. tuðningi verr- ær]. Það sagt það kjast eft- ð yrði vegar hef þessu n. En raganda að fólk Margréti Frjálslynda flokksins. Þá var sagt að 687 manns hefðu greitt atkvæði og 683 atkvæði verið gild. Af þeim fékk Magnús Þór 369 atkvæði (54%) og Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri, fékk 314 at- kvæði (46%). Sagði Magnús Þór eftir kjörið að þetta hefði verið hörð og spennandi barátta og vitað hefði verið fyrirfram að hún yrði tvísýn. Hann sagði að nú vonaði hann að menn gætu horft fram á veginn og stefnt að því að vinna góðan sigur í kosningunum í vor. Sagði hann Frjálslynda flokkinn reiðubúinn að takast á við framtíð- ina, að því er kom fram á mbl.is. Margrét Sverrisdóttir sagði, að hún teldi sig geta gengið af fund- inum stolt og keik, því engu hefði munað í kjörinu. Hún sagðist þó viðurkenna að niðurstaðan ylli sér vonbrigðum og eins að þurfa hugs- anlega að sjá á bak sínum góða flokki. Boðaði hún síðan stuðnings- fólk sitt til fundar á mánudaginn klukkan 18. Eftir að tölur um niðurstöður kosninga höfðu verið birtar kom í ljós að láðst hafði að telja upp úr einum kjörkassa. Lokatölur í vara- formannskjörinu urðu þær að alls höfðu 815 greitt atkvæði og reynd- ust 811 þeirra gild. Magnús Þór Hafsteinsson fékk 460 atkvæði (56,7%) og Margrét Sverrisdóttir fékk 351 atkvæði (43,3%). sþing ksins Morgunblaðið/Árni Sæberg r Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndra. ynda dust 811 60 at- eða atkvæði Guðrún 1 at- ir, on. Karlsson, irna Jó- Þórð- dóttir, tillögu ort Hall- gaheim- þing- ber rann- a-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.