Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn HÆ LÍSA! ÆI, EKKERT ERTU NOKKUÐ TIL Í AÐ GERA EKKERT MEÐ HANDKLÆÐI UTAN UM ÞIG VILTU AFGANGINN AF ÞESSARI SAMLOKU, SNOOPY? ÉG ER BÚINN AÐ BORÐA HELMINGINN... ER ÞÉR EKKI SAMA? GJÖRÐU SVO VEL... ÞAÐ SEM ÉG LÆT EKKI BJÓÐA MÉR VINDURINN ER AÐ FEYKJA MÉR LANGT Í BURTU! ÞARNA ER ÁIN. ÉG ER AÐ SVÍFA YFIR BÆINN NÚNA ÞIÐ ÞARNA NIÐRI! EF ÞIÐ HEYRIÐ Í MÉR ERUÐ ÞIÐ TIL Í AÐ SEGJA TÍGRIDÝRINU MÍNU AÐ ÉG SÉ AÐ SVÍFA Í BURTU MEÐ BLÖÐRU... OG SEGIÐ HOBBES LÍKA AÐ HANN MEGI EKKI LESA MYNDASÖGURNAR MÍNAR ÞÓ SVO AÐ ÉG SÉ SVÍFANDI Í BURTU MEÐ BLÖÐRU! ÞIÐ ÆTTUÐ KANNSKI LÍKA AÐ SEGJA FORELDRUM MÍNUM HVAR ÉG ER ÞEGAR ÞÚ ERT AÐ BERJAST VIÐ MANN Í EINVÍGI ÞÁ VERÐUR ÞÚ AÐ HORFA Í AUGUN Á HONUM SVO ÞÚ VITIR HVAÐ ÞAÐ ER SEM HANN ÆTLAR AÐ GERA NÆST ALLT Í LAGI! Æ, NEI! HÉRNA GRÍMUR! KOMDU KALLINN! GRÍMUR, ÞAÐ ER KOMINN MATUR! GRÍMUR! ÞÚ ERT ÞVÍ MIÐUR EKKI LENGUR Á LISTANUM YFIR ÞAÐ FÓLK SEM ÉG TALA VIÐ ÉG VISSI AÐ ÉG HEFÐI EKKI ÁTT AÐ BÚA TIL ÞENNAN LISTA ÞESSI SKÓLI ER FRÁBÆR, EN ÉG HELD AÐ VIÐ HÖFUM EKKI EFNI Á ÞESSU LALLI VIÐ HÖFUM ÞAÐ EF OKKUR LANGAR VIRKILEGA TIL ÞESS AF HVERJU LANGAR ÞIG SVONA ROSALEGA TIL ÞESS AÐ SENDA BÖRNIN OKKAR Í DÝRAN EINKASKÓLA? VEGNA ÞESS AÐ ÉG VIL AÐ ÞAU FÁI ÞAÐ FORSKOT Í LÍFINU SEM ÉG FÉKK ALDREI EINS OG AÐ FÁ AÐ SPILA PÓLÓ? NEI, EINS OG AÐ ÞEKKJA FÓLK SEM SPILAR PÓLÓ ÉG HRINGI Í M.J. Á HVERJUM DEGI EN ÞEGAR ÉG HRINGI ÞÁ HEYRI ÉG ALDREI Í NEINU... HÆ ...NEMA ÞESSUM LEIÐINLEGA SÍMSVARA HENNAR ROSALEGA ER GOTT AÐ HEYRA Í ÞÉR RÖDDINA, PETER ELSKAN, ERT ÞETTA Í ALVÖRUNNI ÞÚ? Næstkomandi miðviku-dag, 31. janúar, efnaVerkfræðistofa Sig-urðar Thoroddsen og Rannsóknarþjónustan Sýni til námsstefnu á Hótel Nordica undir yfirskriftinni Öryggi og heilbrigði á vinnustað –hagur allra. Valgerður Ásta Guðmundsdóttir er einn af skipuleggjendum náms- stefnunnar: „Mikil vakning hefur orðið um öryggismál á Íslandi á síðustu misserum, en öryggi og heilbrigði á vinnustað er góð fjár- festing,“ segir Ásta. „Úrbætur, ráðgjöf, vinnuframlag og fræðsla starfsmanna getur verið kostn- aðarsöm, en að sama skapi getur líka verið dýrt að vanrækja þennan þátt rekstrarins. Ef hægt er að fyr- irbyggja slys eða draga úr fjarveru starfsmanna vegna veikinda skilar það fjárhagslegum ávinningi.“ Hins vegar er ávinningurinn af forvörnum oft ekki auðmæl- anlegur, að sögn Ástu: „Kostnaður- inn af slysum og fjarveru deilist á milli fyrirtækja, fjölskyldna og samfélagsins alls. Rannsóknir hafa sýnt að auk þess að draga úr vinnu- slysum, atvinnusjúkdómum og framleiðslutruflunum geti góð ör- yggis- og heilbrigðisstjórnun aukið ánægju og afköst starfsfólks og skapað fyrirtækinu betra orðspor.“ Á námsstefnunni verða öryggis- mál skoðuð í víðu samhengi: „Með- al annars verður rætt um tengsl ör- yggismála og starfsánægju við gæði framleiðslu og þjónustu, fjallað um stoðkerfisvandamál og samspil vinnuumhverfis og starfs- manns,“ segir Ásta. „Samskipti á fjölmenningarlegum vinnustöðum verða einnig til umfjöllunar, en á slíkum vinnustöðum þarf að huga sérstaklega að samskiptum.“ Eftir morgunhressingu verður fjallað um leiðir að forvörnum gegn kvíða í samskiptum og starfi, rætt um hvernig gera má gott vinnuum- hverfi enn betra, og hvernig hrein- læti og skipulag á vinnustað getur bætt heilbrigði og öryggi: „Þó ör- yggismál séu viðunandi má oft fá mikinn ávinning af því að bæta vinnuumhverfi. Rannsóknir hafa sýnt að jafneinföld úrbót og að tryggja góða loftræstingu getur aukið afkastagetu jafnt skrif- stofufólks og starfsmanna sem vinna erfiðisvinnu,“ segir Ásta. „Við ræðum líka um mataræði, og hvaða leiðir fyrirtæki geta farið til að bæta matar- og hreyfimenn- ingu.“ Eftir hádegisverð verður fjallað um hlutverk stjórnandans, og hald- in kynning á samantekt Samtaka atvinnulífsins á veikindafjarvistum og starfsmannaveltu hjá íslenskum fyrirtækjum. „Við ljúkum náms- stefnunni með reynslusögum frá fulltrúum þriggja fyrirtækja sem segja frá ávinningi sem hlotist hef- ur af vinnuverndarstarfi.“ Að fyrirlestrum loknum verða umræður og fyrirspurnir með þátt- töku fyrirlesara og fulltrúa Vinnu- eftirlits. Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu eru á www.vst.is og www.syni.is. Stjórnun | Námsstefna á miðvikudag um öryggis- og heilbrigðismál á vinnustöðum Ávinningur af öryggi  Valgerður Ásta Guðmunds- dóttir fæddist í Reykjavík 1959. Hún lauk stúd- entsprófi frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti 1979, námi í efnagreining- artækni í Noregi 1982 og B.S. prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands 1988. Valgerður starfaði hjá Rann- sóknarþjónustunni 1988-1993, var gæðastjóri og ráðgjafi hjá Rann- sóknarþjónustunni Sýni ehf, 1993– 2006 og frá 2006 ráðgjafi hjá Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen við áhættumat, öryggis- og gæða- stjórnun. Valgerður er gift Jan Inge Lekve bifreiðarstjóra og eiga þau þrjú börn. MEÐ skrifstofubyggingu forsætisráðuneytis Malasíu í bakgrunni dansa dansarar í hefðbundnum kjólum meðan á Blómaskrúðgöngu stendur í Put- rajaya fyrir utan Kuala Lumpur. Skrúðgangan var haldin á laugardaginn í sambandi við ferðaátakið Visit Malaysia 2007 sem stendur nú yfir en reynt er að auka straum ferðamanna til landsins. Reuters Dansað fyrir ferðamenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.