Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 41 SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is BLOOD DIAMOND kl. 8 - 10:50 B.i. 16 DIGITAL VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ DIGITAL CHARLOTTE´S WEB m/ensku tali kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ DIGITAL THE PRESTIGE kl. 8 - 10:30 B.i. 12 HAPPY FEET m/ensku tali kl. 5:50 LEYFÐ DIGITAL / KRINGLUNNI ÓSKARSTILNEFNING besta teiknimynd ársins1 eeee H.J. Mbl. ÓSKARSTILNEFNINGAR m.a. sem besta mynd ársins7 / ÁLFABAKKA BLOOD DIAMOND kl. 5:30 - 8 - 10:50 B.i.16 .ára. BLOOD DIAMOND VIP kl. 8 - 10.50 VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 4:10 - 5:50 LEYFÐ FORELDRAR kl. 6 - 8 - 10 THE PRESTIGE kl. 8:30 - 10:50 B.i.12 .ára. BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ BABEL kl. 8 - 10:50 B.i.16 .ára. BABEL VIP kl. 5 STRANGER THAN FICTION kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ HAPPY FEET m/ensku tali kl. 3:30 LEYFÐ SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ ÓSKARSTILNEFNINGAR2 eeee B.B.A. PANAMA.IS eeee V.J.V. TOPP5.IS eeee RÁS 2 eeee B.S. FRÉTTABLAÐIÐ GOLDEN GLOBE TILNEFNING BESTI LEIKARI : WILL FERRELL eeee L.I.B. TOPP5.IS eeee S.V. MBL. ÓSKARSTILNEFNINGAR2SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI BÍÓI ÓSKARSTIL- NEFNINGAR5 MARTIN SCORSESE BESTI LEIKSTJÓRINN eeee LIB - TOPP5.IS eeeee - B.S. FRÉTTABLAÐIÐ eeee - PANAMA.IS eeee - LIB, TOPP5.IS GOLDEN GLOBE BESTA MYND ÁRSINS eeee H.J. MBL. MEÐ CHRISTIAN BALE, HUGH JACKMAN OG ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANUM MICHAEL CAINE. eeee Þ.T. KVIKMYNDIR.IS eeee FRÉTTABLAÐIÐ FRÁ ÞEIM SÖMU OG GERÐU VERÐLAUNA- MYNDINA BÖRN Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Atburðir sem virðast tilviljanakenndir eru það ekki. Þess í stað eru þeir bein afleiðing samkomulags sem þú hefur gert við sjálfan þig eða aðra, meðvitað eða ómeðvitað. Taktu aftur við stjórn- inni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Einhver sem gegnir lykilhlutverki í viðfangsefnum nautsins kemur til skjalanna í vikunni. Þú ert í rétta gírn- um til þess að taka leiðbeiningum og jafnvel forystu viðkomandi. Eyddu deginum í dag með virðingu og þakk- læti í huga. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ef veröldin er leiksvið er tvíburinn snillingur í því að breyta sér í "per- sónuna" sem þarf til þess að breyta nú- verandi atburðarás í yndislega og róm- antíska sögu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Viðteknar venjur eru mismunandi frá fjölskyldu til fjölskyldu, vinnustað til vinnustaðar, manneskju til manneskju. Þú færð að kynnast reglum einhvers annars í dag. Eitthvað fyndið gerist óvænt eftir miðjn dag, Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ekkert samband er fullkomið. Að tak- ast á við galla náins samband af rausn- arskap og ljónslegu hugrekki gæti breytt því sem brotið er í meiriháttar áhrifavald í lífi þínu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan er nú þegar góð í því að gera við hluti og fegra þá. Miðlaðu sköp- unargáfu þinni til annarra í veröldinni. Það þýðir að þú þarft að taka þá áhættu að vera hafnað. Þú ert tilbúin. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hlutirnir sem gera heimili vogarinnar viðkunnalegra, auka líka sjálfstraust hennar. Bættu nokkrum sterkum litum við, til dæmis rauðum eða fjólubláum, með málningu, hillum eða nýjum púð- um. Þú hressist bara með því einu að horfa á þá. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Daður er til í ýmsum myndum. Það sem aðrir myndu kalla átök eru ekkert annað en vingjarnlegt hjal í þínum augum. Félagar sem drekinn velur um helgina passa honum einstaklega vel. Einhleypir: Láttu einhvern hafa fyrir því að fá símanúmerið þitt. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Sérhver hugsun bogmannsins miðast að því að ná árangri. Þó að maður fari rétt að öllu er flókið að láta sig dreyma um tiltekna niðurstöðu. Til þess að öðl- ast það sem maður vill þarf maður að spyrja hvað? í stað hvernig? Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitinni tekst að hvetja þrjóskan einstakling með því að beita gömlu góðu gulrótinni. Gættu þess samt að verðlauna viðkomandi á endanum, ann- að væri hrein illska. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Að vera innan um fólk sem trúir á þig og hvetur hefur áhrif á viðhorf þitt og þar með hæfileika og framleiðni. Reyndu ljón eða bogmann. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hugsast getur að svokallaður "óvinur" sé ómeðvitað viðhorf eða trú sem fisk- urinn er ekki til í að sleppa. Him- intunglin gefa honum óvænta innsýn í það sem aðrir eru að hugsa. Þannig sér hann hlutina í réttu ljósi. stjörnuspá Holiday Mathis Afstöður himintunglanna vita á gott í vina- samböndum, ekki síst þeim af skrýtnari og óvenjulegri gerðinni. Fólk sem hittist í fyrsta sinn lætur eins og aldagamlir vinir. Því afslappaðri sem samskiptin eru því viðkunnalegri verða þau. „ÞAÐ er eins gott að þeir finni ekki olíu, þá fyrst fáum við að finna fyrir því.“ Eitthvað á þessa leið segir Afr- íkubúi þar sem hann stendur, gam- all og hrumur, í rjúkandi þorpsrúst- unum, í miðju blóðbaðinu þar sem uppreisnarmenn hafa gengið á milli bols og höfuðs á íbúunum. Líkin liggja eins og hráviði um allt. Áhorfandinn fær ekki séð hvernig ástandið getur orðið verra, þó svo að olía og aðrar náttúruauðlindir hafi gert frumbyggjum Afríku meiri bölvun en gagn. Viðurstyggð níð- ingsverka miskunnarlausra upp- reisnarmanna á saklausum borg- urum í Síerra Leóne er einmitt sterkasti þáttur Blóðdemants. Þeir minna á óhugnanlegar heimild- armyndir um ástandið í nágranna- ríkinu Líberíu (Liberia: An Uncicil War (’04)) og Týndu börnin (’05), titillinn vísar til mannrána upp- reisnarmanna í Úganda sem góma árlega í þúsundatali unglinga á bilinu 8–14 ára og þjálfa þá upp í að gerast morðingjar og illvirkjar und- ir yfirskini föðurlandsástar og hetjudýrkunar. Börn og óharðnaðir unglingar eru auðsveip og nýtast vel ribböldunum sem kenna þeim að handleika drápsvopn og ota þeim síðan í fremstu víglínu í linnulausum átökunum um alla álfuna. Í lok Blóðdemants kemur fram að í dag eru um 200.000 börn undir vopnum í klóm uppreisnarseggja víðs vegar um álfuna. Titillinn vísar til risastórs dem- ants sem fiskimaðurinn Solomon (Hounsou) finnur og felur eftir að hann er gripinn af uppreisn- armönnum er þeir ráðast inn í þorp- ið hans. Solomon er fluttur í nauð- ungarvinnu í demantanámu en syni hans er rænt af ribböldunum, sem fara eyðandi hendi undir merkjum byltingarmanna, en kona hans og dætur ná naumlega að flýja til skóg- ar. Aðalsögupersónan er Danny Arc- her (Di Caprio), fyrrverandi Róde- síubúi sem barn að aldri horfði á fjölskyldu sína myrta af inn- fæddum, en hefur síðan haft ým- islegt óhreint mjöl í pokahorninu. Gerst málaliði og að undanförnu demantasmyglari sem starfar undir stjórn ofurstans (Vosloo), sem kem- ur eðalsteinunum í verð á heims- markaðnum. Þá kemur við sögu blaðakonan Maddy (Connelly), sem er fulltrúi samvisku umheimsins í þessum spillta og guðsvolaða heims- hluta. Hún er að kanna demant- asmyglið úr stríðshrjáðu landinu, hagnaðurinn af því fer óskiptur í hendur spilltra ráðamanna og til að fjármagna vopnakaup uppreisn- arseggja. Í sameiningu og með miklum fórnarkostnaði tekst þeim Maddy, Solomon og Archer að fletta ofan af ferli þessara svokölluðu „átakagim- steina“, sem uppreisnarmenn nota til að fjármagna stríðsbröltið. Nafn myndarinnar, Blóðdem- antur, minnir óneitanlega á löngu gengnar ævintýramyndir og það er kostur og galli að höfundarnir eru að daðra við slíka kvikmyndagerð en jafnframt er hún þrungin boð- skap og fær bíógesti til að velta fyr- ir sér hroðalegu ástandinu í lönd- unum sunnan til í Afríku, en þessir þættir blandast ekki vel saman. Týndu börnin, Liberia: An Uncivil War, Hotel Rwanda, Shake Hand with the Devil, allt eru þettar nýleg- ar og firnaöflugar myndir um óþol- andi ástand sem íbúar Afríku verða að horfast í augu við á hverjum degi og þessi verk hafa engu breytt, því miður. Við fyllumst skelfingu um stund, síðan tekur lífsbaráttan við eins og ekkert hafi í skorist. Von- andi, einn góðan veðurdag, hafa myndir á borð við Blóðdemant ein- hver varanleg áhrif á hugsunarhátt Vesturlandabúa. Blóðdemantur dregur sannarlega upp dökka mynd og trúverðuga af djöfulskapnum, landið er sann- arlega á valdi illra afla sem einskis svífast til að blóðmjólka auðlind- irnar á meðan alþýðan býr við kröpp kjör, miskunnarlaust stríð og líf hennar er einskis virði í barátt- unni um völdin yfir auðnum. Sem afþreying og ævintýramynd virkar Blóðdemantur jafnvel enn betur, hröð og æsispennandi, nánast aldrei dauður punktur í allri fram- vindunni, þótt löng sé. Við fáum líka að kynnast vanda íbúanna innan frá, fjölskyldusaga Solomons er grimmdarleg lýsing á atburðum sem sífellt eru að endurtaka sig. Dugleysi „alþjóðasamfélagsins“ er undirstrikað líkt og aðgerðaleysi stórvelda sem halda að sér höndum að öðru leyti en að selja „sínum mönnum“ vopn til að halda hild- arleiknum gangandi. Vitandi að þau fá greitt í blóðpeningum. Di Caprio er réttur maður á rétt- um stað sem harðjaxlinn Archer, sem reynist vera með hjartað á rétt- um stað þegar í nauðirnar rekur. Di Caprio leikur hlutverkið trúverð- uglega, er bæði slægur refur og stormandi hetja: Minnir á kappa á borð við Errol Flynn og hans máta á öldinni sem leið. Maður sér engan af hans kynslóð, nema ef vera skyldi Johnny Depp, ná að lita persónuna jafnsterkum litum, annan en þetta hæfileikaríka glæsimenni. Hounsou hreif kvikmynda- húsgesti upp úr skónum í In Am- erica, hann gefur Di Caprio ekkert eftir, þessir herramenn og stórleik- arar eiga, ásamt umhverfinu, ríkan þátt í að gera Blóðdemant mik- ilfenglega fyrir augu og eyru. Con- nelly stendur þeim nokkuð að baki en leikarar í minni hlutverkum eru yfirhöfuð framúrskarandi. Sama verður sagt um klippingu, hljóð og töku og mögnuð tónlist James Hor- ners sveipar mynd hins mistæka Zwicks epískum glæsibrag. Hún er stórkostleg afþreying sem vekur áhorfandann til umhugsunar, þótt þessir þættir fléttist ekki alltaf sam- viskusamlega saman. Demantar „Di Caprio er réttur maður á réttum stað sem harðjaxlinn Arc- her, sem reynist vera með hjartað á réttum stað þegar í nauðirnar rekur,“ segir m.a í dómnum. Demantar eyðast aldrei KVIKMYNDIR Sambíóin, Háskólabíó Blóðdemantur/Blood Diamond  Leikstjóri: Edward Zwick. Aðalleikendur: Leonardo DiCaprio, Jennifer Connelly, Dji- mon Hounsou, Michael Sheen, Arnold Vosloo, David Harewood, Basil Wallace, Ntare Mwine. 135 mín. Bandaríkin 2006. Sæbjörn Valdimarsson hæð yrði varið til góðgerðarmála. „Ég er feginn að vera ekki lengur í bílasölubransanum,“ sagði Waits. Í fyrra höfðaði hann svipað mál gegn bílaframleiðendum Wolkswa- gen-Audi í Barcelona á Spáni, en bílaframleiðandinn notaði eft- irhermu til að líkja eftir söngrödd hans í auglýsingu fyrirtækisins. Eftirherman söng lagið „Innocent When You Dream“ en Tom Waits hefur aldrei gefið leyfi fyrir því að nokkurt lag hans væri notað í aug- lýsingum.    Fegurðardrottning Bandaríkj-anna, Tara Connel, segist vera allt önnur manneskja síðan hún gekk í gegnum meðferð, segir á vef- síðu People. „Ég er allt önnur mann- eskja eftir meðferðina. Fyrir með- ferð vissi ég varla hver ég var, mér leið eins og ég væri í lausu lofti og ég þurfti eitthvað til að ná mér niður á jörðina,“ sagði hún. Connel er fædd í Kentucky og er nýorðin 21 árs. Hún skráði sig í með- ferð í desember eftir mikil partý- höld, lauslæti og óáreiðanleika. Hún var 31 dag í meðferð, þar á meðal yf- ir jól og áramót. „Ég hélt að ég þyrfti ekki að fara í meðferð en eftir á sé ég að ég þjáist af alkóhólisma.“ Conner tapaði nærri því titili sín- um sem fegursta kona Bandaríkjana vegna hegðunar sinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.