Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 33
|mánudagur|29. 1. 2007| mbl.is staðurstund Kvikmyndin Blóðdemantur fær fjórar stjörnur af fimm mögu- legum hjá Sæbirni Valdimars- syni gagnrýnanda. » 41 kvikmyndir Miklar kempur komust áfram úr öðrum riðli í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2007 á laug- ardaginn. » 39 sjónvarp Þótt jólin séu búin fær geisla- diskur Hljómskálakvintettsins, Jólin alls staðar, fjórar stjörnur af fimm mögulegum. » 37 dómur Endurskin, nýjasta ljóðabók Baldurs Óskarssonar, fær spriklandi góða dóma hjá Sveini Yngva Egilssyni. » 35 bækur Jóni B.K. Ransu þykir raun- veruleikagjörningur Kolbeins Huga Höskuldssonar í Ný- listasafninu trúverðugur. » 34 gagnrýni Árlegt Sólarkaffi Ísfirðingafélagsinsvar haldið á Broadway á föstudags-kvöldið og þekktist Fluga auðvitaðboð þess. Þar voru Ísfirðingar og velunnarar þeirra í sparifötum og gleðiskapi blótandi sólinni í þreifandi janúarmyrkri við undirleik Milljónamæringanna. Þar fór fremstur í flokki sprellipinninn Páll Óskar Hjálmtýsson í klikkuðum hárauðum jakka (sem var endurhannaður á söngvarann í þætt- inum Ísland í bítið fyrr í vikunni) og söng náttúrlega lagið Flottur jakki. Með líflegri framkomu og góðum söng bjargaði Palli því sem bjargað varð en Millarnir mættu nú al- veg að ósekju fara að skjóta nýrri lögum inn í prógrammið. Gera sér grein fyrir að þeir eru jú í bullandi samkeppni við skemmtikrafta eins og Elton John um að skemmta hinum millunum. Einn af fáum sem dönsuðu ekki var formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón Arn- ar Kristjánsson, sem sat í vinahópi við dúk- klætt borð og kertaljós. Landsþing flokks hans hafði verið haldið sama dag og varafor- mannskjör farið fram í töluverðri ringulreið sem kom vel í ljós er lokatölur voru tilkynntar í tvígang. DJ-búðin Vínill var opnuð á dögunum í „grúví“ kjallara við Smiðjustíg, nánar tiltekið undir Bar 11. Eigandinn, DJ Eyvi, mun hafa keypt lager Þrumunnar og bætt ansi vel við safnið. Eftir því sem Flugan kemst næst er þetta eina verslun sinnar tegundar í höf- uðstaðnum og hún hefur meðal annars á prjónunum að stuðla að innflutningi eft- irsóttra snúða í bransanum. Á laugardagskvöldið kíkti Fluga einmitt við á Bar 11 en það var ótrúleg stuðstemning á þessari litlu og þröngu rokkbúllu. Hljóm- sveitin Slugs með söngvarann Þór Eldon í fararbroddi sá til þess að gestir svitnuðu hraustlega í trylltum dansi en bandið fyllti léttilega efri hæð staðarins. Svo mikið gekk á í dansinum að sumir voru farnir hoppa hæð sína og fækka fötum. Fyrr um kvöldið höfðu tveir skuggalegir náungar stöðvað Flugu og félaga þar sem þær tipluðu upp Laugaveginn og spurt með afgerandi íslenskum hreim: „Where are you from? We want to show you something …“ Forvitnin varð skynseminni sterkari, við ljóstruðum ekki upp þjóðerni okkar og létum bara taka okkur sem túrista. Við vorum lóðs- aðar í gegnum dimmt húsasund og dregnar inn í dúndrandi partí sem var í fullum gangi á Nýlistasafninu þar sem Hljómsveitin I adapt ærði lýðinn. Þrátt fyrir góða mætingu í skemmtanalífinu hugar Fluga nú að heilsu sinni í takt við aðra landsmenn en ætlar þó ekki að kaupa sér aðgang að nýjasta æðinu: „detox delux“-stólpípumeðferð í fituútrýming- arbúðum í austantjaldslandi. Borðum bara minna og dönsum meira! Storm Large og Sigvaldi Kaldalóns. Sigríður Hrönn Guðmundsdóttir og Kalli Lú. Brynja Valdís Gísladóttir, Þórhallur Sigurðsson og Þórhallur Þórhallsson. Sigursveinn Þór Árnason og Regína Ósk Óskarsdóttir. Morgunblaðið/Eggert Elís Pétursson, Bjarni Lárus Hall og Viktoría Hermannsdóttir. Morgunblaðið/Eggert Kristinn H. Gunnarsson og Elsa B. Friðfinnsdóttir. Rannveig Guðmundsdóttir og Árni Sigurðsson. Guðjón A. Kristjánsson og Maríanna Barbara Kristjánsson. Edda Magnúsdóttir, Fjóla Ólafsdóttir og Þorsteinn Eggertsson. Logi Ólafsson og Brynhildur Auðbjargardóttir. Sigurður Hlöðversson og Þorbjörg Sigurðardóttir. … Detox delux og fituútrýmingarbúðir … » Sólarkaffi Ísfirðinga- félagsins var haldið á Broadway. » FrumsýningPabbans, gamanleiks um föðurhlutverkið, var í Iðnó. »Hlust-endaverð- laun FM957 voru afhent í Borgarleik- húsinu. Morgunblaðið/Eggert Hringur Hafsteinsson, Katrín Ingvadóttir, Kor- mákur Geirharðsson og Páll Baldvin Baldvinsson. Mariko Margrét Ragnarsdóttir og Árni Þór Vigfússon. flugan Sólarblót í myrkri og millasamkeppni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.