Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 35 menning HEITI nýjustu ljóðabókar Baldurs Óskarssonar er vel til fundið. Brugð- ið er á leik með orðið endurskin og það stafsett með ypsiloni – og um leið fer allt á flot. Hvað er end- urskyn? Það gæti verið að skynja aftur, að skynja á ný, en einhvern veginn lúrir merking einfalda end- urskinsins þarna líka og lesandanum verður hugsað til þess hvernig heim- urinn verður sýnilegur vegna þess endurskins ljóssins sem hlutirnir varpa frá sér. Þetta er yrkisefni sem skáldið kemur oft að í þessari bráð- skemmtilegu ljóðabók og segja má að bindi hana saman. Ort er um ásýnd heimsins og um skynjun okk- ar á því sem er umhverfis, hér og nú, og einnig á því sem var, þar og þá. Kápumynd bókarinnar, litrík höf- uðfætla sem fimm ára gamall listamaður mál- aði, er ættuð úr æv- intýraheimi bernsk- unnar þar sem ímyndunaraflið ræður ríkjum og ekki er allt sem sýnist. Aðfaraorð bók- arinnar – „René / leit inn / Hann segist vera að fá / þann stóra“ – vísa í súrrealíska myndlistarmanninn René Magritte sem kemur víða við sögu í bókinni. Í ljóðinu Nike tekur skáldið ofan fyrir Magritte með orðunum: „René! / langafi minn / kastala byggir á bjargi / og svífa lætur“. Í ljóðinu A modo de René Magritte tengjast ýmsir helstu þræðir bókarinnar: „Yfir himin og haf / mikla móðir // vatn / loft / jörð / og eldur // í Dúfulíki // átti / meðan er / er / á meðan átti“. Þversögnin í lok ljóðsins er eitt af mörgum dæmum bókarinnar um að fortíð og nútíð renni saman. Baldur á margt skylt við draum- kennda sýn súrrealista á heiminn þar sem tími og rúm ummyndast í sífellu. „Stjákl stjákl – / það stríkkar einsog á tímarúminu“ segir t.d. í ljóði sem fjallar um pöddur sem ganga á vatni (Föstudagur 30. júní). Franski fræðimað- urinn Gaston Bachel- ard skrifaði for- vitnilegar bækur um miðja 20. öld sem fjalla um það sem hann kall- ar „ímyndunarafl efn- isins“. Bachelard segir að ímynd- unarafl okkar leiti oft útrásar eða finni sér farveg í frumefnum heims- ins. Í fyrri ljóðabókum sínum hefur Baldur ort eftirminnilega um efn- isheiminn á líkum nótum og hvernig hugsun okkar verður efniskennd og efnið huglægt, svo að stundum fer að minna á list gullgerðarmanna eða al- kemista fyrr á tíð. Í ljóðinu um Mag- ritte telur hann upp frumefnin og þau renna þar saman í dúfulíki – en dúfan er tákn andans og sem vængj- uð vera er hún líka tákn skáldskap- arins. Talsvert ber á vatni í bókinni en önnur frumefni eru Baldri líka hugstæð. Eldur kviknar í ýmsum ljóðum, ýmist sinueldur eða „annar eldur“ sem fer um landið (Drekkjum öllu). Þessi tvö frumefni tengjast líka eins og í ljóðinu Orð mitt þar sem hið lifandi og logandi orð skáldskaparins brennur upp: „en berið orð mitt burt … // lát ösku þess flæmast / yfir holt og hæðir / ofaní læki“. Ljóðið Tungnaá er örstutt: „Kaffivatn / er betra úr lindinni“. Baldur er oft hnyttinn sem áður og smáljóð hans hitta iðulega í mark og hreyfa við lesandanum í frumlegum einfald- leika sínum. Myndmál Baldurs kallast stund- um á við táknheim García Lorca og gaman er að lesa ljóð hans um kjúk- ling sem búinn er í ofninn, en sú hauslausa skepna sem við kaupum í stórmörkuðum nútímans kveikir minningar ljóðmælanda um hana: „Blóðrauð króna eða kambur, gogg- ur / og dálitlar blöðkur / blóðrauðar þar fyrir neðan“ (Um helgina). Skyndilega lifnar haninn á síðum bókarinnar og Baldur yrkir á öðrum stað um lorcalegan hest: „Sól- eyjanna meðal / þeir sáu hestinn dauðan / sorgmædda hestinn – halur minn átti“ (Ástin og brauðið). Goð- sagnir lifa góðu lífi í skáldskap Bald- urs Óskarssonar. Gyðjur grísk- rómverskrar goðafræði heiðra með nærveru sinni „dándimanninn Pét- ur“ sem prikar í ruslatunnum í Vest- urbænum, enda er stefið í ljóðinu: „Stundum er á botninum betra“. Ort er um syni Satúrnusar í samnefndu ljóði og fornklassísk minni sett í hversdagslegt samhengi sem fær lesandann til að endurskynja um- hverfi sitt og veru. Baldur Óskarsson hefur löngum haft næmt auga fyrir óvæntum hlið- um tilverunnar og nær ósjaldan að fanga þær með markvissu myndmáli sínu. Spriklandi fjörug og hug- myndarík ljóð hans skora rökhugs- unina á hólm og betra er ekki hægt að hugsa sér í einni ljóðabók. Ímyndunarafl efnisins BÆKUR Ljóð Eftir Baldur Óskarsson, Ormstunga Reykjavík 2006. Endurskyn Baldur Óskarsson Sveinn Yngvi Egilsson TÓNLISTARHÓPURINN Aton er skipaður ungu tónlistarfólki og sér- hæfir sig í nýrri framsækinni ís- lenskri tónlist eftir ýmsa höfunda, en verkin á dagskránni hafa öll verið samin sérstaklega fyrir hópinn. Tón- leikarnir hófust á frumflutningi á verki Hlyns Aðils Vilmarssonar, nix- im og maxam, sem Borgar Magna- son, bassaleikari hópsins, stjórnaði. Í fyrri hlutanum, nixim, skiptust bassaklarinett og flauta á að halda úti takti með því að síendurtaka sömu nótuna, meðan hin hljóðfærin duttu inn og út úr fasa með síend- urteknum nótum eða stuttum frös- um. Útkoman var nokkuð áhugaverð og hrífandi í grófleika sínum. Seinni hlutinn, maxan, var að hluta til byggður á prógrammeraðri tónlist úr tölvu sem hljómaði loftkennd og svífandi, minnti á hæga mynd af dropum að falla ofan í vatn, en hljóð- færaleikararnir spiluðu með að sumu leyti svipaðan tónefnivið og úr fyrri hlutanum, með aukinni takt- festu sem varð að haldreipi fyrir hlustandann til að fylgja atburða- rásinni eftir, sem varð æsilegri eftir því sem leið á áður en datt aftur á dúnalogn. Eftir sat skemmtileg óróatilfinning sem ég kunni vel að meta. Næst á dagskrá var frumflutn- ingur á nýju verki Úlfars Inga Har- aldssonar, Accross the gravel, sem er í fimm þáttum. Úlfar, sem stjórn- aði verkinu sjálfur, útskýrði í upp- hafi að þrír kaflanna hefðu að öllu eða einhverju leyti verið samdir með því að láta tölvu endurskrifa, eftir ákveðinni forskrift, uppáhaldstónlist hans frá 20. öldinni, útkomuna hefði hann endurbætt og látið svo tölvuna endurskrifa hana og svo koll af kolli þangað til lokaútkomunni var náð. Þetta er áhugaverð aðferð og fannst mér útkoman vera bara mjög góð. Mér finnst það mjög hrífandi við tónlist Úlfars, hvernig hún er í senn kerfisbundin og frjáls og kemur sí- fellt á óvart með skyndilegum óm- þýðum hljómum og laglínum innan um þyngri hljóð- og tónmyndir. Eins fannst mér eftirtektarvert hvernig Úlfar skrifaði fyrir rafmagnsbass- ann, þar sem yfirtónar voru áber- andi, ýmist með eða án styrkpedals sem gáfu sumum köflum draum- kenndan blæ, en Borgar Magnason bassaleikari skilaði sínu vandasama hlutverki af kostgæfni. Fyrsta verk eftir hlé var skemmti- legt verk um skopparabolta, Skar- styrni, eftir Guðmund Stein Gunn- arsson sem notaði tölvuforrit til að stjórna spilurunum. Verkið fór smátt og smátt úr nótu og nótu á stangli yfir í þéttan vef af tveggja tóna mótívum á hvert hljóðfæri og endaði í dróni með miklum und- irliggjandi látum. Næst kom verkið Aton eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur, sem er margslungið verk og rytm- ískt þar sem mæddi töluvert á píanó- leikaranum, Tinnu Þorsteinsdóttur, sem hélt öllum herlegheitunum gangandi af styrk og listfengi. Hin hljóðfærin tínast hvert af öðru inn á eftir píanóinu með stutt eða löng stef og tók ég þar sérstaklega eftir Helga Hrafni Jónssyni sem lék ein- staklega vel á básúnuna. Undir lokin er flautan með sóló og átti Berglind María Tómasdóttir flautuleikari þar eftirminnilegt framlag í þá góðu heildarupplifun sem tónleikarnir voru að mínu mati. Lokaverkið var hið aggressíva verk Hlyns Aðils Vilmarssonar, roto con moto, sem hann skrifaði fyrir hópinn 1999, þeg- ar hann hét Atonal Future. Gott var að geyma það verk þar til síðast, enda er það alveg hreint brjáluð keyrsla fyrir alla spilarana. Í mínum eyrum hljómaði þetta mjög kraft- mikið og kjarkmikið verk og þótti mér skemmtilegt hversu mikla ásláttarhljóðfærastemningu var hægt að skapa, án nokkurs slag- verksleikara, en þess ber að geta að í öllum öðrum verkum dagskrárinnar var hlutverk slagverksleikarans mjög mikilvægt og þótti mér Frank Aarnink standa sig með stakri prýði. Ljóst er að hið unga og fram- sækna Aton er frábær tónlist- arhópur sem á framtíðina fyrir sér og er það ósk mín að hópurinn fái svigrúm til að halda áfram því mik- ilvæga starfi sem hann hefur innt af hendi hingað til. Ungt fólk og framsækið Morgunblaðið/Kristinn Frumleg „Ljóst er að hið unga og framsækna Aton er frábær tónlist- arhópur sem á framtíðina fyrir sér [...] .“ TÓNLIST Tónleikar Tónlistarhópurinn Aton flutti verk eftir Hlyn Aðils Vilmarsson, Úlfar Inga Har- aldsson, Guðmund Stein Gunnarsson og Önnu S. Þorvaldsdóttur. Flytjendur: Berg- lind María Tómasdóttir flauta, Tobias Hemler óbó, Rúnar Óskarsson klarinett, Snorri Heimisson fagott, Jóhann Stef- ánsson trompet, Stefán Jón Bernharðs- son horn, Helgi Hrafn Jónsson básúna, Borgar Magnason bassi, Tinna Þor- steinsdóttir píanó og Frank Aarnink slag- verk. Myrkir músíkdagar Aton – verk eftir ung íslensk nútíma- tónskáld Ólöf Helga Einarsdóttir HARMONIKAN var lengi í sér- flokki hljóðfæra og um leið tónlistin sem á hana var leikin. Til að mynda var löngum sérstakur þáttur fyrir hana og tónlist hennar í Rík- isútvarpinu. Dragspil Hofs-Láka sem áður dreif áfram dansfólkið um laug- ardagskvöldið á Gili er fyrir löngu búið að öðlast þegnrétt í hljóðfæ- rahirðinni, Hrólfur Vagnsson mætti tvíefldur í bókstaflegri merkingu til leiks í Laugarborg, því betri helm- ingur hans, Iris Kramer tromp- etleikari, lék með honum tónlist, sem var mjög fjölbreytt bæði út frá hnatt- og stílrænu sjónarmiði. Mér fannst þessi efnisskrá mynda prýð- isgóða brú yfir þá manngerðu gjá sem oft er milli dægurtónlistar og sígildrar tónlistar, því þarna sátu Arne Nordheim og Chick Corea við sama borð og máttu bæði þeir og áheyrendur vel við una. Inngangur lagsins La Fiesta eftir Corea og um leið upphaf tón- leikanna leið fram í ljúfum og næm- um leik Hrólfs og maður varð strax gripinn af einkar músíkalskri og styrkri beitingu loftstreymisins á nikkunni. Iris Kramer kom svo inn í hraða þættinum með trompet sinn og notaði síðar kassann sem hún sat á sem handtrommu. Mér fannst í þessu lagi og fleiri lögum hrynurinn vera bæði grípandi og hárnákvæm- ur. Næsta verk var Risaeðlan eftir Norðmanninn Arne Nordheim frá árinu 1977, og lék Hrólfur með leik mótradda af segulbandi, sem flutt var af Dananum snjalla, Mogens Ellegård. Ótrúlega fjölbreytt hljóðasmíði og áhrifamikil fantasía um hljóðheim risaeðlnanna. Þetta verk var órafjarri harm- onikusmellinum Indifference eftir Murena, andstæður sem bæði mæta breytilegum óskum áheyrenda og gefa tónleikunum kröftug litbrigði. Einnig var stökkið sannkallað risa- eðluhopp frá Nordheim í næsta lag, þegar Hrólfur lék snjalla rússneska útsetningu Figaro Rossinis úr óp- erunni Rakaranum frá Sevilla. Mér fannst spunaverk þeirra hjóna mjög skemmtilegt með þátttöku nokk- urra áheyrenda sem völdu uppá- haldslit og mynd sem áhrif átti að hafa á spunann. Síðan léku Hrólfur og Íris stefja- brot, sem jafnóðum var tekið upp og síðan leikið með þegar ný stef komu og svo koll af kolli. Í beinu fram- haldi fluttu þau síðan ljúfan tangó eftir Írisi. Ánægjulegt var að hlusta á þrjá tangóa eftir Piazzolla sem út- settir voru fyrir harmoniku, flyg- ilhorn og trompet, og virtist sú út- færsla gera lögunum góð skil. Íris lék á fernskonar málmblást- urshljóðfæri og það forvitnilegasta fyrir mig var alpahornið, sem hún blés á í ákalli við nikkuna yfir enda- langan salinn áður en úlfaldalest (Caravan) eftir Gillespie fór af stað. Mér fannst reyndar galli að Íris skyldi ekki taka alpahornið upp á svið og sýna áheyrendum þetta sjaldgæfa hljóðfæri. Íris er góður djassblásari, sér- staklega virðist flygilhornið njóta sín í höndum hennar. Tónleikunum var fagnað verð- skuldað í lokin af vel skipuðum áheyrendasal. Morgunblaðið/Sverrir Kröftug Iris Kramer og Hrólfur Vagnsson með hljóðfærin. Nordheim og Corea við sama borð í Laugarborg TÓNLEIKAR Tónlistarhúsinu Laugarborg Iris Kramer á trompet, flygilhorn, althorn og alpahorn. Hrólfur Vagnsson á harm- oniku og rafhljóðgjafa. Á efnisskrá: Lög eftir Chick Corea, Arne Nordheim, Rossini, Iris Kramer, Dizzy Gillespie, Astor Piazzolla og Tony Mu- rena. Sunnudaginn 14. janúar. Jón Hlöðver Áskelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.