Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sagt var: Mestur hluti húsanna hrundu í landskjálfta. Rétt væri: Mestur hluti húsanna hrundi í landskjálfta. Gætum tungunnar Á MEÐAN Vinstri grænir í slagtogi við Sjálfstæðisflokkinn malbika yfir fágætar náttúruperlur Mos- fellsbæjar situr for- ysta Vinstri grænna á rökstólum og leggur á ráðin um hvernig næla megi í atkvæði umhverfissinna í kom- andi alþingiskosn- ingum. Hvernig má þetta vera? spyrja kjós- endur í Mosfellsbæ. Hvað varð um um- hverfisverndarstefn- una sem Vinstri grænir gáfu sig út fyrir að standa fyrir í aðdraganda sveit- arstjórnarkosninga sl. vor? Er samstarf við Sjálfstæðisflokkinn virkilega svo þýðing- armikið að kjörnir fulltrúar Vinstri grænna geti blygð- unarlaust svikið stefnu flokksins um leið og atkvæði hafa verið talin? Í lýðræðisríkjum er sjálfsagt að stjórnmálaflokkar gangi óbundnir til kosninga og fái þá nauðsynlegt svigrúm til samstarfs við þau stjórnmálaöfl sem fýsilegust þykja til að tryggja viðgang stefnunnar. En í hugum fólks sem af einlægni vinnur að endurbótum í umhverfis- og náttúruverndarmálum er með öllu óskiljanlegt að flokkur sem gef- ur sig út fyrir að standa vörð um náttúruvernd skuli við fyrsta hana- gal fórna stefnunni. Í Mosfellsbæ er hafin mikil upp- bygging í landi Helgafells og Leir- vogstungu. Liggja þessi svæði að helstu náttúruperlu Mosfellsbæjar, Varmánni. Hefur áin verið á nátt- úruminjaskrá í tæp 30 ár og nýtur 50–100 m breitt gróðurbelti sitt hvorum megin við bakkana svo- nefndrar hverfisverndar sem tryggja á íbúum aðgengi að ánni og varðveislu náttúru og sögulegra minja á svæðinu. Verndarsvæðið við ána er skilgreint til útivistar og er áin og bakkar hennar sögð hafa mikið vísinda- og fræðigildi. Eru ósar Varmár við Leirvog enn- fremur friðlýstir. Þegar deiliskipulagsáætlanir voru lagðar fram fyrir kosningar sl. vetur kom í ljós að við hönnun skipulagsins hafði ekkert mið verið tekið af menningarsögu og nátt- úruverndargildi svæðisins. Ljóst var að bæjaryfirvöld höfðu lítinn skilning á gildi þess og enn síður hug á að taka tillit til vilja íbúa. Tók áhugafólk um umhverfismál í bæjarfélaginu sig því saman og stofnaði Varmársamtökin sem strax bentu á að framkvæmdagleði bæj- arstjórnar tæki hvorki mið af yf- irlýstum skipulags- og umhverf- isáætlunum Mosfellsbæjar né vilja íbúa. Í greinargerð með aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002–2024 og um- hverfisskipulagi frá 1997 segir að tryggja beri vandaða umhverf- ismótun og náin tengsl byggðar við náttúru við skipulagsgerð. Vilji íbúa er ennfremur skýr. Í niðurstöðum íbúaþings 2005 kemur fram að ná- lægðin við náttúruna og friðsældin sé það sem íbúum Mosfellsbæjar þyki mest um vert. Eftir að Sjálfstæðisflokkinn missti hreinan meirihluta í bæj- arstjórn sl. vor varð það hlutskipti frambjóðanda Vinstri grænna að halda honum við völd. Í aðdraganda kosninga hafði frambjóðandinn talað um breyttar áherslur í skipulags- og umhverfismálum. Þeg- ar íbúar fóru síðan að hvetja hann til góðra verka svaraði hann gal- vaskur að þar sem hann byggi innan skipulagssvæðisins gæti hann ekki skipt sér af lagningu tengi- brauta um vernd- arsvæði Varmár. En á hvaða forsendu tekur fulltrúi umhverf- isverndarflokks sæti í bæjarstjórn ef ekki til að standa vörð um náttúruperlur sveitar- félagsins? Er einfald- lega hægt að leggja niður stefnuna af per- sónulegum ástæðum? Sé rýnt í fundargerðir Mosfellsbæjar og framlag Vinstri grænna til umhverfis- og skipulags- mála á kjörtímabilinu skoðað liggur beinast við að álykta að þeir hafi notað umhverfisverndarstefnuna sem skiptimynt fyrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Í eyrum þeirra sem hlustað hafa á hástemmdar yfirlýsingar Vinstri grænna um að þeir séu eina trú- verðuga aflið í umhverfismálum á Íslandi hljómaði það eins og öf- ugmælavísa þegar fulltrúar þeirra í Mosfellsbæ þustu fram á ritvöllinn til að gera lítið úr þeirri viðleitni Varmársamtakanna að stemma stigu við eyðileggingu á fágætum náttúruperlum bæjarfélagsins. Kom á daginn að fulltrúar Vinstri grænna vissu ekki að Varmáin er á náttúruminjaskrá. Ósar Varmár eru friðlýstir en það leiddi til þess að fulltrúi Samfylkingarinnar í bæj- arstjórn lagði til að tengibraut úr Leirvogstungulandi, sem leggja á yfir Varmá rétt utan við ósana, yrði sett í mat á umhverfisáhrifum burt- séð frá lagaskyldu. Þessu höfnuðu Vinstri grænir. Sömu sögu er að segja um tillögur um að endurskoða legu tengibrautar um Álafosskvos og áhrif hennar á ferðaþjónustu. Gröfurnar hafa nú með fulltingi Vinstri grænna hafið sín myrkra- verk í túnfæti Álafosskvosar. Ljóst er að fagleg þekking á gildi svæð- isins er víðs fjarri þeim sem stýra eiga verktökunum sem sjá um upp- byggingu svæðisins. Eyðilegging Álafosskvosar er bara upphafið. Skv. núgildandi aðalskipulagi stendur til að leggja tengibraut sem nær úr miðbæ Mosfellsbæjar um Álafosskvos og þaðan fyrir mynni Skammadals niður Bjargs- veg yfir gamla hverasvæðið í Reykjahverfi að Hafravatnsvegi. Með þessum gjörningi hverfa þau tengsl byggðar við náttúru sem íbú- ar meta öðru fremur. Náttúru- upplifun er látin víkja fyrir umferð- arhávaða. Meirihluti Sjálfstæðisflokks hefur alla tíð hunsað vilja íbúa í málinu. En með upplýstri umhverfisstefnu og ein- lægum ásetningi gætu Vinstri grænir enn forðað sér frá því að falla í sömu gryfju. Um trúverðugleika VG – Stefnan sem skiptimynt Eggert B. Ólafsson skrifar um byggingu í landi Helgafells og Leirvogstungu Eggert B. Ólafsson » Gröfurnarhafa nú með fulltingi Vinstri grænna hafið sín myrkraverk í túnfæti Ála- fosskvosar. Höfundur er lögfræðingur og íbúi í Reykjahverfi í Mosfellsbæ. BYRGINU hefur verið lokað og rannsókn á fjármálaóreiðu þess send til ríkissaksóknara. Forstöðumaður hefur fengið á sig tvær ákærur um kynferðislega misnotkun og alþjóð hefur fylgst með málinu í fjöl- miðlum. Það þarf því varla að tíunda þessi mál enn og aftur. Hins vegar má velta fyrir sér hvernig á því standi, að í einu af rík- ustu löndum heims velti yfirvöld ábyrgð og umönnun á þeim, sem hvað aðþrengdastir eru í þjóðfélaginu, yfir á trúfélög og/eða ýmis líknarfélög. Í þessu máli kristallast við- horfin og forgangsröð- unin í þessu þjóðfélagi. Þrátt fyrir öll plássin til meðferðar vegna fíkni- og áfengisvanda hefur ríki og borg skort allan vilja og metnað gagnvart þeim sem eru lengst leiddir og þurfa oft mesta að- stoðina. Það segir sína sögu að 80 manns heimsækja daglega kaffistofu Sam- hjálpar. Að gistiskýlið í Þingholts- stræti sé yfirleitt fullt og í vetr- arhörkunum undanfarið hafi fólk þurft að sofa úti segir sitt. Að fólk sé útskrifað af geðdeildum í Konukot (gistiskýli fyrir konur sem rekið er af Reykjavíkurdeild Rauða krossins) segir svipaða sögu. Það ríkir yfirleitt mikil þögn um þessi mál, þögn sem er rofin af og til og sérstaklega í undanfara kosninga, og helst lítur út fyrir að yfirvöld vilji helst losna við málaflokkinn. Það tók mikinn tíma og vinnu að sannfæra borgaryfirvöld um að láta í té búsetuhúsnæði fyrir karla sem voru á götunni, en það tókst og Samhjálp fengin til að reka það. Rauði krossinn hafði frumkvæði að opnun Konukots og nú stendur til að Samhjálp taki við rekstri gist- iskýlisins við Þingholtsstræti. Sam- hjálp hefur vissulega staðið sig með prýði í að sinna þessum málaflokki og ég hef ekkert á móti því að þeir haldi því áfram, enda hef ég átt mjög gott samstarf við þá í þau 12 ár sem ég hef unnið með geðfötluðum á Hverfisgötunni. Meðal annars hef ég setið í nefnd um málefni heim- ilislausra með þeim þar sem m.a. var unnið að tillögum í húsnæðismálum og í kjölfarið voru opnuð heimilin á Miklubraut. Með tilkomu þess hús- næðis hafa lífsgæði margra breyst gíf- urlega. En mér finnst það vera mannréttindi fólks, þótt það sé í þeirri stöðu að vera á götunni og vera lang- veikt, að eiga kost á faglegri meðferð og umönnun og geta sjálft valið milli þjónustu trú- félaga eða annarra. Að annast fólk í svo viðkvæmri stöðu, fólk sem setur oft allt sitt í hendur umönnunar- aðila, krefst þess að viðkomandi starfi af heilindum og sé með þann siðferðisstyrk að misnota ekki stöðu sína eða vald. Þessu hefur alls ekki verið fylgt eftir af heilbrigðis- og fé- lagsmálayfirvöldum, það er eins og þau beri enga ábyrgð á málinu, enda engin heildræn stefna til í mála- flokknum. Það sannar mál Byrgisins eitt og sér. Og þegar ráðamenn tala um þetta stórslys nú eru fjármálin það eina sem rætt er um, gæði þjón- ustunnar eða eftirlit með henni hafa ekki verið á dagskrá og þeim sem ræða það er brigslað um fordóma gagnvart trúfélögum. Ég hef starfað í athvarfi fyrir geð- fatlaða í tólf ár, athvarfi sem rekið er af Rauða krossi Íslands. Þann tíma hefur enginn af hálfu hins opinbera gert sér far um að skoða staðinn eða gera einhvers konar úttekt á starf- seminni. Ráðherrum og öðrum ráða- mönnum hefur verið boðið í mat og skák og þeir hafa þegið það, en ekk- ert gæðaeftirlit hefur verið á því hvað fer fram í athvarfinu. Rauði krossinn hafði frumkvæði að því sjálfur að fá óháðan aðila til að meta starfsemi athvarfsins á tíu ára af- mæli þess. Það má ekki skilja það svo að ekk- ert hafi breyst til batnaðar í meðferð og stuðningi við fólk með geðrask- anir á undanförnum árum. Sú hug- myndafræði að færa þjónustuna út af stóru stofnununum og auka val og vald notenda og aðstandenda hefur rutt sér til rúms hér sem og í lönd- unum í kring. Geðheimahjúkrun og aukin göngudeildarþjónusta eru dæmi um það og fjármagn hefur fengist til áframhaldandi úrbóta í húsnæðismálum geðfatlaðra og stuðningi með því að selja Símann. Félagsmálaráðuneytið hefur líka mótað ítarlega stefnu í þjónustu við geðfatlaða og þar er meðal annars markmiðið að jafna hlutskipti, efla faglega þekkingu og gæðastarf, innra eftirlit, bætta starfsendurhæf- ingu og miðlæga ráðgjöf og hand- leiðslu sérfræðinga. Þar er líka gert ráð fyrir að árið 2010 verði 50% allra þeirra sem starfa við þjónustu við geðfatlaða með einhvers konar fag- menntun. Svo mörg voru þau orð og notendur þjónustunnar mega búast við batnandi tíð. Ráðuneytið er þeg- ar farið að vinna eftir stefnunni og hefur gert þjónustusamning við einkaaðila úr einni fagstétt um að gera úttektir á þjónustu við geðfatl- aða og vinna að starfsendurhæfingu. Eitthvað skortir enn á að efla sam- hæfingu og samvinnu milli þeirra sem að málaflokknum koma. Og eitt er víst að úrræði vantar fyrir þá sem verst eru staddir og þeir líða mest fyrir tilviljanakennd og ábyrgð- arlaus vinnubrögð þar sem skortur er á virðingu og fagmennsku. Velferð á villigötum? Guðbjörg Sveinsdóttir fjallar um meðferðarmál »… úrræði vantar fyrir þá sem verst eru staddir og þeir líða mest fyrir tilviljana- kennd og ábyrgðarlaus vinnubrögð þar sem skortur er á virðingu og fagmennsku. Guðbjörg Sveinsdóttir Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Vinjar, athvarfs fyrir geðfatlaða. ÞANN 1. mars nk. lækkar virð- isaukaskattur á gistingu- og veit- ingaþjónustu á Íslandi í 7% og hefur það vakið mikla athygli víða um Evrópu. Þann 19. jan- úar sl. héldu HOT- REC, samtök hótel- og veitingasamtaka innan Evrópusambandsríkj- anna, ráðstefnu í Búdapest um virð- isaukaskatt. Þar var ítrekað kallað eftir til- slökun af hálfu Evr- ópusambandsins um að aðildarlöndin fengju tækifæri til þess að hafa gistingu og veit- ingaþjónustu í lægra þrepi skattsins en sú barátta hefur nú staðið í 15 ár án ár- angurs. Mörg þeirra hafa gist- inguna þar nú þegar en vilja færa veitingaþjónustu og fleiri ferðaþjón- ustugreinar þangað líka. Ákveðið hefur verið að þessi ráðstefna marki upphaf á nýrri og öflugri baráttu. Fulltrúar sjö þjóða voru fengnir til að segja frá ástandinu heima fyrir í þessum málum og er víða óánægja, sérstaklega með samkeppnisstöðu veitingastaða gagnvart verslunum og öðrum fyrirtækjum sem selja tilbúinn mat út úr húsi. Undirrit- aðri, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, var boðið til ráð- stefnunnar til að segja frá þeim breytingum sem verða á virð- isaukaskattinum á Íslandi 1. mars en hún var eini fyrirlesarinn frá landi utan ESB. Vöktu þessar breytingar á Íslandi mjög mikla at- hygli en ráðstefnuhaldarar gáfu ís- lenska fyrirlestrinum nafnið „The Excellent Scenario“. Fram- kvæmdastjórn ESB mun í lok júní nk. gefa út skýrslu um áhrif lækkaðs virð- isaukaskatts á ýmsa þjónustu m.a. veit- ingaþjónustu og bíða margar aðildarþjóðir með eftirvæntingu eft- ir þeirri niðurstöðu. Evrópusambands- löndin hafa mjög mis- munandi virð- isaukaskatt á gistingu og veitingaþjónustu eða frá 3% og upp í 25%. Það vekur athygli að þau skuli þurfa leyfi til að lækka skatta sína en í skattamálum þarf samhljóða niðurstöðu í Evrópuráðinu til þess að aðildarlöndin geti gert það. Samtök ferðaþjónustunnar hafa lengi barist fyrir því að veit- ingaþjónusta fari í lægra þrep virð- isaukaskatts en gistingin hefur ver- ið þar frá upphafi. Ástæða þeirrar baráttu hefur ekki aðeins verið sú að bæta samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu gagnvart öðrum lönd- um heldur er brýn nauðsyn að jafna stöðu þeirra fjölmörgu fyrirtækja í landinu sem selja tilbúinn mat, veit- ingastaða, verslana, sjoppna o.fl. Síðast en ekki síst er svo mikil lækkun skattsins öflug leið til að stórfækka undanskotum frá skatt- greiðslum. Það má því búast við öfl- ugri og árangursríkari innheimtu skatta en verið hefur og er það ekk- ert nýtt í sögunni þegar skattar eru lækkaðir. Það eru að sjálfsögðu þessi sömu rök sem aðrar þjóðir benda á þegar þær kalla eftir lægri sköttum. Þegar þetta er skrifað er enn beðið eftir frumvarpi um skattalega meðferð áfengis inni á veitingastöðunum en nauðsynlegt er að virðisaukaskatturinn verði sá sami og á matvöru þótt áfeng- isskatturinn hækki á móti, á því hvílir hvort árangur á að nást í bar- áttunni við undanskotin. Það var at- hyglisvert á fyrrnefndri ráðstefnu að fundarmenn ræddu með miklum þunga hvernig þeir gætu barist gegn ESB-veldinu í þessu máli og voru sammála um að sérhver þjóð yrði að hafa rétt til þess að tryggja samkeppnishæfni sína og sögðu Ís- land fyrirmynd í þessum efnum. Virðisaukaskattur á hótel- og veit- ingastaði – ófrelsi ESB-ríkjanna Erna Hauksdóttir segir frá ráðstefnu um virðisaukaskatt sem samtök hótel- og veitinga- samtaka innan Evrópusam- bandsríkjanna héldu í Búdapest » ...að fundarmennræddu með miklum þunga hvernig þeir gætu barist gegn ESB veldinu í þessu máli ... Erna Hauksdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.