Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 44
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 29. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Suðlæg átt, víða 10–15 m/s. Súld eða rigning sunnan- og vest- anlands, annars þurrt að mestu. » 8 Heitast Kaldast 10°C 4°C Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is HALLDÓR Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri á Ísafirði, segist gera sér góðar vonir um að á næstu vikum takist samkomulag við ríkisvaldið um að sveitarfélögin fái hlutdeild í fjármagnstekjum og skatttekjum af einkahlutafélögum. Hann segir óumdeilt að sveitar- félög hafi tapað skatttekjum vegna þess að einkahlutafélögum hefur fjölgað, en þau eru núna í kringum 26 þúsund. Ríkissjóður fær skatttekjur af hagnaði einkahlutafélaga en sveit- arfélögin ekki neitt. Halldór sagði að fjöldi einyrkja, sem áður greiddu skatt eins og almennir launþegar, hefði fært starfsemi sína yfir í einkahlutafélög og allt annað skattaumhverfi. Hann sagði að sveitarfélögin hefðu lagt fram skýrar upplýsingar um að útsvars- tekjur sveitarfélaganna hefðu lækkað vegna þessarar þróunar. Það lægi ennfremur fyrir að tekjur sveitarfélaga hefðu ekki þróast með sama hætti og tekjur ríkis- sjóðs. „Almennt séð er afkoma sveitarfélaganna ekki nægilega góð. Í umræðunni er oft horft á stöðu einstakra sveitarfélaga, en hún er ekki lýsandi fyrir stöðuna.“ Samráðsfundur í febrúar Á síðasta þingi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga var samþykkt ályktun um að krefjast þess að sveitarfélögin fengju hlutdeild í tekjuskatti einkahlutafélaga og í fjármagnstekjum, en sá tekjustofn rennur alfarið til ríkissjóðs í dag. Halldór sagðist hafa átt í við- ræðum við fjármálaráðherra og forsætisráðherra um þessi mál að undanförnu og búið væri að boða samráðsfund ríkis og sveitarfélaga í febrúar. „Ég geri mér vonir um að þessar viðræður skili jákvæðri niðurstöðu,“ sagði Halldór. Nánar aðspurður sagði Halldór að hann gerði sér vonir um að stjórnvöld kæmu til móts við þær kröfur sem settar hefðu verið fram á þingi Sambands íslenskra sveit- arfélaga um breytta tekjuskipt- ingu. Um 26 þúsund einkahlutafélög Einyrkjar sem eru með starf- semi sína í einkahlutafélagi verða að reikna sér viss lágmarkslaun. Þeir geta hins vegar tekið hagnað félaganna út sem arð og greiða þá af honum 10% fjármagnstekju- skatt. Einkahlutafélögum hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Halldór sagði ekkert benda til að hægt hefði á þessari þróun. Einkahlutafélög hefðu verið um 20.000 árið 2004 en voru 25.600 í júlí á síðasta ári. Þessi þróun kæmi t.d. illa við sveit- arfélög þar sem mikið væri um smábátaútgerð. Líkur á samkomulagi Fjármálaráðuneytið og sveitarfélögin ræða um skiptingu fjármagnstekna og að hluti af tekjuskatti einkahlutafélaga renni til sveitarfélaganna Í HNOTSKURN »Halldór Halldórsson segiróumdeilt að fjölgun einka- hlutafélaga hafi rýrt tekjur sveitarfé- laga vegna þess að oft sé um að ræða ein- yrkja sem áður greiddu út- svar til sveitarfélaga. Þeir greiða í dag fjármagnstekjur og miklu lægra útsvar. »Árið 2004 fór fjöldi einka-hlutafélaga í fyrsta skipti upp fyrir 20.000, en þau eru núna í kringum 26.000. »Skattar af fjármagni hafavaxið gríðarlega á síðustu árum, en þeir renna allir til ríkisins. STÖÐUGT þarf að huga að dýpkun í höfnum landsins. Þetta dýpk- unarskip hefur unnið við Reykja- víkurhöfn í þessum mánuði og var að sigla út Viðeyjarsund þegar ljós- myndari Morgunblaðsins tók þessa mynd. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á siglingu á Viðeyjarsundi ÍSLENSK tónlist vakti töluverða at- hygli á Midem-kaupstefnunni sem haldin var í síðustu viku. Þetta mun vera fjórða árið sem Íslendingar eru með sérstakan bás á hátíðinni og að sögn Sigfríðar Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Íslensku tón- verkamiðstöðvarinnar, hefur aldrei gengið betur. Listamenn á borð við Lay Low og Reykjavík! vöktu at- hygli erlendra útgefenda og hljóm- sveitin Sign náði samningum við þýskan útgefanda. Þá á Smekk- leysa í viðræðum um dreifingu á öllum plötum fyrirtækisins í gegn- um farsíma. Sigfríður segir miklu máli skipta að kvikmyndin Tár úr steini sem fjallar um Jón Leifs hafi verið gefin út á DVD. | 14 Íslensk tónlist vekur athygli EIÐUR Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður Evrópu- og Spán- armeistara Barcelona, og Eimskipafélag Ís- lands undrrituðu í gær samstarfssamn- ing til þriggja ára á sviði markaðs- og kynningarmála. Samkvæmt samn- ingnum er Eimskipi heimilt að nota nafn og ímynd Eiðs Smára til kynningar á fyrirtækinu. Slagorð Eimskips „Íslensk sókn um allan heim“ tengist með afgerandi hætti Eiði Smára, bæði sem Englandsmeistara og leik- manni Barcelona á Spáni. Eiður Smári er í fremstu röð knattspyrnumanna í heiminum í dag og Eimskip er leiðandi fyrirtæki á sviði hitastýrðra flutninga í N-Evrópu. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Eimskips, undirritaði samninginn ásamt Eiði Smára að loknum leik Barcelona og Celta Vigo í gærkvöldi. Magnús sagði að það væri mikill ávinn- ingur fyrir Eimskip að fara í samstarf við Eið Smára. „Eiður Smári er í sérflokki þegar kemur að Íslendingum sem skarað hafa fram úr á heimsvísu. Hans nafn og góða ímynd mun nýtast á margvíslegan hátt í starfi Eim- skips.“ Magnús sagði að hluti af samstarfi Eiðs Smára og Eimskips yrði á sviði góðgerða- mála og beindist að íslenskum börnum. Eim- skip myndi byrja á því að heita hálfri milljón króna á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, fyrir hvert mark sem Eiður Smári skorar í deildarkeppninni. Sömuleiðis myndi Eimskip heita einni milljón á Umhyggju, fé- lag til styrktar langveikum börnum, fyrir hvert mark sem hann skorar í meistaradeild Evrópu. Eiður Smári sagðist hlakka til samstarfs við Eimskip „Með þessum samstarfssamn- ingi mun skapast tækifæri til ferskari teng- ingar við Ísland á nýjum vettvangi.“ Skorar til stuðnings við veik börn Eiður Smári gerir samning við Eimskip ♦♦♦ ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik mætir Dön- um í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik og verður leikið í Hamborg á morgun en í gærkvöldi var ekki ljóst hvort leikurinn yrði klukkan 16.30 eða 19. Það lið sem sigrar í þessum leik er komið í undanúrslit keppninnar og mætir þar sigurvegurum úr leik Pólverja og Rússa og tap- liðin úr þessum tveimur leikjum mætast þá einnig. „Leikurinn við Dani verður járn í járn þar sem liðin þekkjast nokkuð vel og leika skemmtilegan handbolta. Ég bíð því bara spenntur,“ sagði Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari í gærkvöldi þegar fyrir lá hverjir yrðu mótherjar Íslands. Íslenska liðið tapaði 33:28 fyrir Þjóðverjum í gær- kvöldi í leik sem skipti í raun afskaplega litlu máli. Pólverjar urðu í efsta sæti í milliriðli 1, Þjóðverjar komu í öðru sæti, Íslendingar í því þriðja og Frakk- ar urðu í fjórða sæti og mæta Króötum í átta liða úr- slitunum, en þeir urðu í efsta sæti hins milliriðilsins og töpuðu ekki leik. | Íþróttir Íslendingar mæta Dönum í átta liða úrslitum á HM BETUR gengur að innheimta sekt- argreiðslur vegna ýmiss konar lög- brota eftir að sýslumannsemb- ættum var heimilað að láta menn sitja sektir af sér í allt að sex daga ef þeir greiða þær ekki eins og til er ætlast. Bjarni Stefánsson, sýslu- maður á Blönduósi, segir að þrátt fyrir að margir ætli sér að sleppa við að borga þá séu mun færri sem láti verða af því og langflestir borgi eftir að hafa varið nokkrum klukkustundum í fangaklefa. Þótt lengi hafi tíðkast að mönn- um hafi verið stungið í steininn fyr- ir að greiða ekki sektir þá hefur slíkt reynst torsótt þegar langt er í næsta fangelsi og plássið af skorn- um skammti. Bjarni segir að inn- heimtukostnaður vegna sekta, bæði stórra og smárra, geti reynst afar hár, og þess vegna sé mikilvægt að úrræði sem þetta sé fyrir hendi, enda geti ríkisvaldið ekki afskrifað sektir þrátt fyrir innheimtukostn- aðinn. „Þetta er miklu ódýrara úr- ræði þar sem lögreglan getur hand- tekið menn, farið með þá á lögreglustöð og boðið þeim að sitja af sér refsinguna.“ | 16 Stungið í steininn ef þeir borga ekki Morgunblaðið/Günter Schröder

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.