Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 37 dægradvöl 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4. d5 b5 5. dxe6 fxe6 6. cxb5 a6 7. bxa6 d5 8. g3 Bd6 9. Bg2 O-O 10. O-O Rc6 11. Rc3 Hxa6 12. Bg5 h6 13. Bxf6 Dxf6 14. e4 d4 15. Rb5 e5 16. Rd2 Kh8 17. Dc1 Ra5 18. b3 Bd7 19. Ra3 Hfa8 20. f4 exf4 21. e5 Bxe5 22. Re4 Dg6 23. gxf4 Bh3 24. Rg3 Bxg2 25. Kxg2 Dc6+ 26. Kh3 Bf6 27. Dd2 Rxb3 28. axb3 Hxa3 29. Hxa3 Hxa3 30. Dc2 De6+ 31. f5 Dd5 32. HC1 Hxb3 33. Dxc5 Df3 34. Hb1 Kh7 35. Dc8 Dh5+ 36. Kg2 Df3+ 37. Kh3 Staðan kom upp á lokuðu, alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Reggio Emilia á Ítalíu. Rússneski stórmeist- arinn Konstantin Landa (2570) hafði svart gegn Denis Rombaldoni (2377) og spurningin sem Rússinn stóð frammi fyrir var hvort hann mætti taka hrókinn á b1. 37 … Hc3! var að sjálfsögðu besti leikurinn þar sem hvítur hefði orðið patt eftir 37 … Hxb1?? 38. Dg8+! Kxg8. 38. Hb3 Df1+ og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Litaríferð. Norður ♠K10 ♥G54 ♦10853 ♣G1042 Vestur Austur ♠G7632 ♠9854 ♥K92 ♥D863 ♦G764 ♦D9 ♣D ♣Á75 Suður ♠ÁD ♥Á107 ♦ÁK2 ♣K9863 Suður spilar 3G og fær út spaða. Það er ljóst eftir útspilið að sagnhafi má ekki hleypa vörninni tvisvar að, svo laufið verður að fríast í fyrsta höggi. Miðað við nægan samgang við blindan væri rétta tæknin að hleypa gosanum, því þannig má ráða við allar stöður þar sem austur á drottninguna (50%). En hér er aðeins ein innkoma (á spaða- kóng) og þá gengur ekki að hleypa gos- anum nema drottningin sé önnur rétt (eða blönk) – eigi austur Dxx eða ÁDx (x) tapast allaf annar slagur á litinn. Þar með er best í þessu tilviki að nota einu innkomu blinds til að spila laufi á kónginn og taka þannig drottningu blanka fyrir aftan inn í myndina. Spilið vinnst þá ef austur á staka drottningu, Áx eða Áxx (33%). BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 smásíld, 4 grískur bókstafur, 7 þekkja, 8 ranglætis, 9 húð, 11 siga, 13 bæti, 14 bera, 15 gamall, 17 vind, 20 líkamshluti, 22 munn- ar, 23 fáum af okkur, 24 rödd, 25 væskillinn. Lóðrétt | 1 mat- reiðslumenn, 2 kind- urnar, 3 skyldmenni, 4 hrossahópur, 5 arga, 6 óhreinkaði, 10 aflið, 12 elska, 13 háttur, 15 útlim- ur, 16 húsdýrs, 18 mergð, 19 innihaldslausan, 20 botnfall, 21 borðar. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 óhandhægt, 5 kuldi, 9 lítur, 10 tól, 11 skara, 13 akrar, 15 fress, 18 básar, 21 kál, 22 kodda, 23 uxann, 24 hrákadall. Lóðrétt: 2 halda, 3 neita, 4 hella, 5 getur, 6 ækis, 7 frár, 12 rás, 14 krá, 15 fáks, 16 eldur, 17 skark, 18 blund, 19 skafl, 20 rann. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 1 Björk mun koma fram á frægritónlistarhátíð í Bretlandi í ár. Hvað kallast hátíðin? 2 Fornfræg rokkhljómsveit munleika á Glastonbury-hátíðinni. Hver er hún? 3 Ragnar Óskarsson þurfti að yf-irgefa íslenska landsliðið í Þýskalandi og snúa heim til Frakk- lands. Hvers vegna? 4 Hvað gefur heimsmeist-arakeppnin nú mörg sæti á Ól- ympíuleikunum næstu? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Verslunarkeðja hér á landi hefur ákveð- ið að verðlauna þá birgja sem ekki hafa hækkað verð með því að halda fram vörum þeirra sérstaklega. Hvaða versl- unarkeðja er þetta? Svar: Bónus. 2. Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur hefur kann- að lagalegar hliðar kvótakerfisins frá 1984–1990. Fyrir hvað er þó Helgi kunn- astur? Svar: Skák. 3. Nokkrir íslenskir við- skipta- og listfrömuðir sækja alþjóðlega ráðstefnu í Sviss. Við hvað er ráðstefnan kennd? Svar: Davos. 4. Þrír ungir mynd- listamenn fengu úthlutað styrkjum í vik- unni. Úr hvaða sjóði? Svar: Listasjóði Dun- gals. Spurt er… ritstjorn@mbl.is    ALLTAF bætist eitthvað í þá flóru jólatónlistar sem fyrir er um hver jól, og lagði Hljómskálakvintett- inn sitt af mörkum fyrir þau síðustu. Kvintettinn hefur nú verið starfræktur í þrjátíu ár og er orðinn vel kunnur, sér gjarn- an um spilamennsku á helgi- og hátíð- arstundum hvers konar. Þá er hann ekki síst þekktur á meðal grunn- og menntaskólanema en hann hefur heimsótt fjölda skóla und- anfarin ár vegna verkefnisins Tónlistar fyrir alla. Kvintettinn er reyndar ekki alls ókunnur jólaplötugerð, en hann kom fram á plötunni Jól í Hallgrímskirkju (1997) ásamt Mót- ettukór Hallgrímskirkju, Douglas A. Brotchie organista, Daða Kolbeinssyni óbóleikara og Herði Ákelssyni organista og stjórnanda en plata sú fangar vel þá helgistund sem ríkir á hinum vinsælu jólatónleikum Mótettukórsins. Hér stígur Hljómskálakvintettinn hins veg- ar einn og óstuddur fram. Efnistökin eru fjöl- breytt, bæði háheilög, löngu sígild lög eins og „Hátíð fer að höndum ein“, „Friður, friður frelsarans“ eftir Mendelssohn og „Nóttin var sú ágæt ein“ eftir Sigvalda Kaldalóns en einn- ig léttmeti á borð við „Rúdolf með rauða nef- ið“ og „Meiri snjó“ auk þess sem hér er jóla- tréssyrpa fyrir þau allra yngstu. Þá eru hér einnig aldagömul þjóðlög og lagafjöldi er hinn veglegasti, alls tuttugu og þrjú lög. Það er óþarfi að taka það fram að spila- mennska öll er að sjálfsögðu tipptopp og hljómur er einnig þýður og góður. Ásgeir H. Steingrímsson umritar nokkur laganna og út- setur og bregður stundum skemmtilega á leik á því sviðinu. Jólin alls staðar er vel til fundin viðbót í ís- lenskt jólaplötusafn, yfir henni er ósvikinn há- tíðarblær og vegur hún því ágætlega upp á móti þeim popp- og rokkjólaplötum sem fyrir eru. Hátíðarblær TÓNLIST Geisladiskur Hljómskálakvintettinn flytur jólalög af ýmsu tagi. Kvintettinn er skipaður þeim Ásgeiri H. Steingrímssyni, Sveini Þ. Birgissyni, Þorkatli Jóelssyni, Oddi Björnssyni og Bjarna Guð- mundssyni. Upptökur fóru fram í Kristskirkju, Landakoti og voru í höndum Vigfúsar Ingvars- sonar og Joseph Ognibene. Hljómskálakvintett- inn gefur sjálfur út en 12 tónar dreifa. Hljómskálakvintettinn – Jólin alls staðar  Arnar Eggert Thoroddsen GUNNAR Reynir Sveinsson var um árabil einn af okkar fremstu djassistum og lék á víbrafón með frægum listamönnum víða um lönd. Hann er afkastamikið tónskáld og hefur samið ótal verk fyrir alls kyns ólíka hljóð- færahópa í fjölmörgum stílbrigðum frá fram- úrstefnu og raftónlist til hefðbundinna tón- verka, brætt djass og dægurlagatónlist saman við klassísku hefðina, samið kvikmynda- og leikhústónlist sem og tækifæristónlist hvers- konar. Það er sannkallað gleði- efni að Kammerkór Suður- lands, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, skuli hafa ákveðið að heiðra Gunnar Reyni Sveinsson með útgáfu geisladisks með trúarlegri tónlist eftir hann, en það gerir kór- inn í tilefni af sjötugsafmæli tónskáldsins 2003. Diskurinn er samansettur af annars vegar a cappella-kórverkum, hins vegar einsöngslögum við orgelundirleik. Þótt trúarleg viðfangsefni afmarki val verkanna á þessum hljómdiski má samt sem áður heyra mikla breidd í tónsmíðum Gunnars Reynis. Hann stendur föstum fótum í hefðinni en virðist geta teygt anga sína í allar áttir og vakið forvitni hlustandans með ólíkum hætti. Kammerkór Suðurlands á frábæran söng á plötunni, afslappaðan og dýnamískan í senn. Að öðrum einsöngvurum á plötunni ólöstuðum þótti mér framlag Hallveigar Rúnarsdóttur, sem opnar plötuna með söng sínum, hvað eft- irminnilegast, en hún hefur einstaklega fallega rödd, tæra en þroskaða, sem nær inn að dýpstu hjartarótum. Ég get án tvímæla mælt með þessari plötu, hún er hlýleg og sterk og vel leikin og sungin og býður upp á hvort tveggja hlustun með fullri athygli eða að hljóma í bakgrunni, um- vefjandi og hjartastyrkjandi. Til Máríu fær mína bestu einkunn. Ólöf Helga Einarsdóttir Hlýleg og sterk návist TÓNLIST Geisladiskur Kammerkór Suðurlands – Til Máríu, trúarleg tónlist eftir Gunnar Reyni Sveinsson Kammerkór Suðurlands flytur trúarleg verk eftir Gunn- ar Reyni Sveinsson. Stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson. Einsöngvarar: Anna Sigríður Helgadóttir mezzosópran, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Hrólfur Sæmundsson barítón og Sverrir Guðjónsson kontratenór. Org- elleikur: Kári Þormar og Hilmar Örn Agnarsson. Einleik- ari á orgel: Kári Þormar. Hljóðritun: Sveinn Kjartansson og Halldór Víkingsson. Eftirvinnsla: Sveinn Kjart- ansson, Stafræna hljóðupptökufélagið. Upptökustjórn og listræn umsjón: Sverrir Guðjónsson. Smekkleysa gefur út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.