Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is ÞETTA var bara alveg meirihátt- ar og húsfyllir allan tímann,“ segir Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formað- ur Kvenréttindafélags Íslands, en félagið fagnaði 100 ára afmæli með fjölsóttri ráðstefnu á laug- ardag. Hún segir hafa verið mjög áberandi og komið ánægjulega á óvart „að þrátt fyrir að þetta væri sett upp sem hátíðarsamkoma var andinn fyrst og fremst bar- áttuandi“. Þorbjörg segir margt athygl- isvert hafa komið fram í erindum á ráðstefnunni. „Við fengum þrjá fyrrverandi formenn til að lýsa sinni formannstíð og tíðarand- anum í jafnréttismálum. Þær gerðu það mjög skemmtilega, bæði Sólveig Ólafsdóttir, Lára V. Júlíusdóttir og Sigríður Lillý Baldursdóttir. Allar voru líka með tillögur og áherslur um hvar við þyrftum helst að beita okkur.“ Ein tillagan var að jöfnuð yrðu kynja- hlutföll í stjórnum lífeyrissjóða, þar sem þeir væru í almannaeigu og hægari heimatökin en í stjórn- um annarra fjármálastofnana. „Svo lagði Sigríður Lillý til að Kvenréttindafélagið og önnur jafn- réttisfélög beittu sér fyrir að farið yrði í kvennaframboð í öllum kjör- dæmum þar sem fyrirsjáanlegt er að engin kona nái kjöri miðað við þá lista sem fram eru komnir.“ Aðspurð um grundvöll fyrir því segist hún hafa heyrt þessar hug- myndir ræddar mjög mikið í kvennahreyfingunni og mikill vilji sé fyrir hendi. „Meirihlutinn vildi leggja Kvennalistann niður og að konur færu á þing gegnum hina flokkana. En nú upplifum við að það er ekki að gerast og nýjasta dæmið að Margréti Sverrisdóttur var beinlínis bolað frá völdum í Frjálslynda flokknum. Hugsanlega þarf aftur að grípa til þessara neyðarúrræða sem kvenna- framboðin eru.“ Kvenréttindafélagið hefur kynnt tillögur fyrir nefnd um endur- skoðun jafnréttislaga. Tillögurnar eru nokkuð róttækar en Þorbjörg segir félagskonur standa heilshug- ar að baki þeim. Hugmyndir um kvennaframboð Kvenréttindafélag Íslands fagnaði 100 ára afmæli Morgunblaðið/Árni Sæberg Baráttuandi Kvenréttindafélagið er þverpólitískt félag. Formaðurinn seg- ir að í vor verði „sárgrætilega lágt hlutfall kvenna í pólitík“ sett á oddinn. FJÖLDI fólks var á skíðum í Oddskarði um helgina. Fólk skemmti sér vel í blíðskaparveðri. Meðal þeirra sem nutu sín þarna var Jensína Martha. Farsíminn er allsstaðar ómissandi tæki, en bannað er tala á ferð, svo vissara er stoppa meðan svarað er í símann. Fólk á höf- uðborgarsvæðinu hefur ekki átt kost á að njóta sín á skíðum í Bláfjöllum. Þar hefur snjórinn bráðnað hratt undanfarna daga enda er búið að rigna mikið. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Frábærar aðstæður í Oddskarði VINNUMÁLASTOFNUN áætlar að rúmlega 17 þúsund erlendir rík- isborgarar hafi starfað á íslenskum vinnumarkaði árið 2006. Stofnunin áætlar að um 11 þúsund útlendingar hafi komið til landsins á síðasta ári til að leita sér að vinnu um skemmri eða lengri tíma. Fólk frá löndum Evrópusam- bandsins þarf ekki sérstök atvinnu- leyfi til að starfa hér enda er Ísland hluti af vinnumarkaði Evrópska efnahagssvæðisins. Fólk þarf hins vegar að skrá sig hjá Vinnumála- stofnun. Stofnunin áætlar að um 1.800 ríkisborgarar frá nýjum ESB- ríkjum hafi komið til landsins án þess að hafa verið skráðir hjá Vinnu- málastofnun. Vinnumálastofnun gaf út 5.486 at- vinnuleyfi á síðasta ári. Þetta er nokkru minna en árið áður þegar gefin voru út 6.367 leyfi. Vinnuafl streymir til landsins 17.000 útlendingar eru á vinnumarkaði Náttúrugripa- safnið á Hlemmi hefur verið opn- að að nýju en safnið hafði verið lokað frá 12. des- ember þegar mikill vatnsskaði varð í sýning- arsal á 4. hæð. Í stað geirfuglsins sem keyptur var til landsins 1971 verður þar nú til sýnis forvitnilegt líkan af geirfugli sem Kristján Geirmundsson ham- skeri frá Akureyri gerði úr álku- hömum á árinu 1938. Geirfuglinn sjálfur hefur verið settur í geymslu í Þjóðminjasafn- inu, en geymslur NÍ eru ekki taldar nægilega öruggar. Búið að opna Náttúrugripa- safnið að nýju Geirfuglinn var settur í geymslu. JEPPLINGUR fót útaf veginum á Seyðisfirði í gærmorgun. Fjórir voru í bílnum og sluppu lítið meidd- ir. Nokkur hálka var á veginum þegar slysið varð og þykir ljóst að hún var orsök þess að ökumaður jepplingsins missti stjórn á honum með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Var bíllinn að koma úr beygju þegar slysið varð. Er hann talinn ónýtur en þeir sem í bílnum voru sluppu að mestu við alvarleg meiðsli og gátu farið eftir lækn- isskoðun. Bíll valt í hálku á Seyðisfirði EINAR K. Guð- finnsson sjáv- arútvegs- ráðherra er byrjaður að blogga á vef Morgunblaðsins mbl.is. Einar hef- ur verið ötull bloggari um all- langan tíma. Í nýjasta pistli hans fjallar hann m.a. um efnahags- mál og upptöku evrunnar. Blogg Einars er að finna á http://ekg.blog.is/blog/ekg/ Einar farinn að blogga á mbl.is Einar K. Guðfinnsson ÞRIÐJA kæran á hendur Guð- mundi Jónssoni, fyrrverandi for- stöðumanni Byrgisins, vegna kyn- ferðislegs ofbeldis hefur borist sýslumannsembættinu á Selfossi. Að sögn Ólafs Helga Kjart- anssonar, sýslumanns á Selfossi, lagði kona, sem verið hafði vist- maður á Byrginu, fram kæruna í lok síðustu viku. Guðmundur hefur verið boðaður til skýrslutöku vegna málanna í næstu viku en kæra sem hann hef- ur sjálfur sagst munu leggja fram gegn einni konunni hefur ekki borist sýslumannsembættinu. Þriðja kæran lögð fram ÖKUMAÐUR og tveir farþegar sluppu lítið meiddir eftir bílveltu á Hvanneyri í gærmorgun. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni í Borgarnesi mun ökumaður bílsins hafa sofnað undir stýri og keyrt útaf veginum við gatnamót og valt bíllinn nokkra metra niður. Bíllinn er gjörónýtur en ökumað- urinn og farþegarnir tveir sluppu með skrekkinn, þrátt fyrir að hafa fundið til nokkurra eymsla í hálsi og baki. Bílvelta á HvanneyriÞYRLA Landhelgisgæslunnar fór í ískönnunarflug í gær úti fyrir Vest- fjörðum og um grunnslóð suður með og inn á firðina. Í fluginu var könnuð djúpslóð frá Víkurál norðaustur að Horni. Syðst var ekki hægt að dæma um þéttleika íssins vegna lágþoku og frostregns. Ís og ísdreifar lágu um svæðið eins og sést á meðfylgjandi korti. Þétt- leiki íssins var víðast um 4–6/10 og miklar ísdreifar út frá ísröndinni. Hún var næst landi um 12 sjómílur frá Kögri. Auk íss inni á fjörðum lá ísspöng til norðvesturs frá Barða. Ísdreifar út frá röndinni                     Ljósmynd/Hilmar Pálsson Lokað Mynni Dýrafjarðar var í gær lokað af ís. Hér er horft út Dýrafjörð að Hafnarnesi. Áfram verður fylgst með hafísnum við Vestfirði. SEÐLABANKI Íslands er skuld- bundinn til að nota staðla Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins við útreikninga á viðskiptajöfnuði, sem eru sömu staðlar og flestar aðrar þjóðir nota við slíka útreikninga. Þetta segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabanka Íslands. Auk þess segir hann að nokkur atriði mæli gegn því að verðbréfafjárfest- ing íslenskra fjárfesta erlendis sé tekin inn útreikninga á viðskipta- jöfnuði. „Það verður einnig að hafa í huga að ekki er horft framhjá þessum fjárfestingum, heldur kem- ur erlend hlutabréfaeign Íslend- inga fram þegar hrein staða þjóð- arbúsins er metin.“ Arnór vekur einnig máls á vandamálum fylgjandi því að taka gengissveiflur á erlendum verð- bréfum til greina við útreikninga á viðskiptajöfnuði. „Sveiflurnar sem verða á gengi hlutabréfa erlendis í eigu Íslendinga valda ekki neinu streymi fjármagns inn eða út úr landinu og er því umdeilanlegt hvort þær eigi heima í ársfjórð- ungslegum út- reikningum um viðskiptajöfnuð.“ Endurskoðuð áhætta Gunnlaugur Briem, viðskipta- fræðingur hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna, fjallaði í grein, sem birtist í Morgunblaðinu á laug- ardag, um erlenda verðbréfaeign Íslendinga og sagði hana vanmetna þegar lagt væri mat á viðskipta- halla. Sagði Gunnlaugur, að van- mat á afrakstri erlendu verðbréfa- eignarinnar í heild teldist líklega í tugum milljarða króna og ef tekið væri tillit til þessa myndi áætlaður 22,4% viðskiptahalli á síðasta ári minnka um mörg prósent, svo mörg að einhverjir kynnu að end- urskoða mat sitt á áhættu íslenska hagkerfisins. Vandasamir útreikningar Arnór Sighvatsson Er viðskiptahallinn ofmetinn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.