Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 11 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Samtök atvinnulífsins og Alcan á Íslandi efna til stefnumóts fyrirtækja í Hafnarfirði föstudaginn 2. febrúar frá kl. 7:45-10:00. Þar verður rætt um stækkun álversins í Straumsvík og fyrirhugaða kosningu Hafnfirðinga um nýtt deiliskipulag við álverið. Leitað verður svara við áleitnum spurningum. 7:45-8:30 Stefnumót byrjar - skráning, kaffispjall og morgunverðarhlaðborð 8:30 Formleg dagskrá hefst Ný tillaga að deiliskipulagi við Straumsvík Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Hvers vegna að stækka álverið í Straumsvík? Hvað felst í stækkun? Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi Áhrif Alcan á atvinnulíf í Hafnarfirði Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA Þýðing viðskipta Alcan við fyrirtæki í Hafnarfirði Kolbrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri JRJ. Fyrirspurnir og umræður Fundarstjóri: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. 10:00 Stefnumóti lýkur        HAGSÆLD Í HAFNARFIRÐI Stefnumót atvinnulífsins – föstudaginn 2. febrúar í Hafnarborg Til hvers að stækka álverið og hvað felst í stækkun? Hvaða áhrif hefur stækkunin á önnur fyrirtæki í Hafnarfirði? Hvaða áhrif getur kosningin haft á fyrirtæki í Hafnarfirði? Hvað er í húfi fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga? Fundurinn er opinn fulltrúum fyrirtækja í Hafnarfirði – nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA - www.sa.is - eða í síma 591 0000. MERRILL Lynch fjárfestinga- bankinn sendi á föstudag frá sér nýja greinargerð um Landsbank- ann en þar er mælt með því við fjárfesta að þeir kaupi skuldabréf bankans. Ánægju er lýst með upp- gjörið en sem kunnugt er skilaði bankinn ríflega 40 milljarða króna hagnaði á síðasta ári. Halldór J. Kristjánsson sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta mat Merrill Lynch hefði ekki komið sér á óvart. Enda hefði vaxtaálag á skuldabréfin á erlendum mörkuðum lækkað strax um nærri þrjá punkta og væri nú komið undir það sem það var í byrjun síðasta árs, áður en fyrstu bankaskýrslurnar fóru að koma út. Skuldaálag á bréfum Glitnis og Kaupþings lækkaði einn- ig. Í Hálffimmfréttum Kaupþings á föstudag var því velt upp hvort Landsbankinn hefði ekki átt að senda frá sér jákvæða afkomuvið- vörun vegna miklum mun betri af- komu en markaðurinn hafði reiknað með. Þannig var hagnaður fjórða ársfjórðungs upp á rúma 14 millj- arða tvöfalt meiri en greiningar- deildir höfðu yfirleitt reiknað með. Um þetta sagði Halldór að bank- anum hefði ekki þótt ástæða til að gefa út viðvörun, enda hefði bank- inn ekki gefið út neina afkomuspá í tölum. Afkoman væri vel innan þeirra marka sem bankinn hefði kynnt í sínum horfum. Njóta lækkandi vaxtakjara Spurður hvaða áhrif þessi góða afkoma myndi hafa á viðskiptavini og hluthafa bankans sagði Halldór að þau yrðu vafalaust nokkur. Reikna mætti með hækkun á gengi hlutabréfanna og þá hefði banka- stjórnin ákveðið að leggja til við að- alfund að greiddur yrði út 40% arð- ur af nafnvirði hlutafjár, þ.e. upp á 4,4 milljarða króna. „Viðskiptavinir okkar á Íslandi hafa og munu njóta áfram stærð- arhagkvæmninnar af vexti Lands- bankans. Nú erum við í fyrsta sinn komnir með meira en 50% af tekjum utan Íslands og viðskipta- vinir okkar munu auðvitað njóta þess. Vaxtamunur bankanna hefur verið að lækka í kjölfar aukinnar samkeppni og aukins styrks. Í kjöl- far þess að vaxtakjör bankans fara lækkandi aftur þá njóta viðskipta- vinir okkar allstaðar þess,“ sagði Halldór. Skuldaálagið lækkaði strax við uppgjörið Kynning Sigurjón Þ. Árnason ávarpar kynningarfund Landsbankans. Bankastjórn Landsbankans taldi ekki þörf á afkomuviðvörun Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is VERÐ á húsnæði í Færeyjum hefur hækkað gríðarlega á síðasta ári. Nemur hækkunin allt að 67% og er mest í höfuðstaðnum Þórshöfn. Meðalverð á einbýlishúsi í Þórs- höfn var á síðasta fjórðungi síðasta árs komið í 2,5 milljónir færeyskra króna, eða 30 milljónir íslenzkra króna. Á fjórða ársfjórðungi 2005 var verðið að meðaltali 18 milljónir íslenzkra króna. Það hækkaði á hverjum ársfjórðungi síðasta ár og mest á þeim síðasta eða um 4,8 millj- ónir króna. Það er Föroya Banki sem hefur reiknað þetta út og kynnir á heima- síðu sinni. Þar er þó ekki reynt að skýra frá mögulegum ástæðum þess- arar miklu hækkunar. Verðhækkun á húsnæði í stærri bæjum utan Þórshafnar, eins og Klakksvík, Tvöroyri, Vági, Fugla- firði og Runavík var um 50% á sama tímabili. Í lok síðasta árs var verðið að meðaltali 1,2 milljónir færeyskar eða 14,4 milljónir íslenzkar en í lok ársins 2005 var verðið 0,8 milljónir færeyskra eða 9,6 milljónir. Það er sem sagt tvöfalt dýrara að koma þaki yfir höfuðið í Þórshöfn en í þessum fyrrnefndu bæjum. Ódýrara úti á landi Ódýrast er að kaupa húsnæði í smærri byggðum eyjanna eins og í Sandavági, Leirvík, Hósvík, Skála og á Sandi. Þar kostaði íbúðarhús að meðaltali 0,7 milljónir færeyskra króna eða 8,4 milljónir íslenzkra króna í lok síðasta árs. Ári áður var meðalverðið 7,2 milljónir króna og nemur hækkunin um 17%. Það borgar sig greinilega að búa utan höfuðstaðarins og keyra í vinnunna. Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason Húsnæði Verð á íbúðarhúsnæði í Færeyjum hækkaði gífurlega á síðasta ári. Það er þó mun ódýrara að koma þaki yfir höfuðið í strjálbýli. Mikil hækkun á verði húsnæðis í Færeyjum Meðalverð á einbýlishúsum í Þórshöfn hækkaði um 67% á síðasta ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.