Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING MIÐASALA á Blúshátíð í Reykjavík, sem verður haldin 3. til 6. apríl næstkomandi, hefst föstudaginn 9. febrúar á vefsvæðinu www.midi.is. Meðal gesta á Blúshátíð verður Ronnie Baker Brooks, ein skærasta ungstjarnan í amerískum blús. Þá snýr Zora Young aftur til landsins. Norska blúsdúóið Jolly Jum- per & Big Moe kemur í fyrsta sinn og íslenskir gestir verða fjölmargir, t.d. Andrea Gylfadóttir og Lay Low. Tónleikar verða á Nordica hóteli og Fríkirkj- unni og klúbbur Blúshátíðar verður á Domo. Tónlist Miðasala á Blús- hátíð í Reykjavík Andrea Gylfadóttir FYRSTA sérfræðileiðsögn Þjóðminjasafnsins á árinu verður á morgun, þriðjudag, klukkan 12:10. Þá mun dr. Anna Lísa Rún- arsdóttir mannfræðingur segja frá sýningunni, Á tímum torf- bæja: híbýlahættir og efnis- menning í íslenska torfbænum frá 1850, sem nú stendur yfir í Forsalnum á 2. hæð Þjóð- minjasafnsins. Á sýningunni eru kynntar niðurstöður viðamik- illar rannsóknar sem Anna Lísa vann á lífi í torf- bæjunum á tímabilinu 1850 til búsetuloka fram yf- ir 1950. Leiðsögn Lífið í íslenskum torfbæjum frá 1850 Íslenskur torfbær MYRKIR músíkdagar halda áfram og í kvöld, mánudags- kvöld, kl. 20 flytja Hljómeyki og Frank Aarnink slagverks- leikari tónlist eftir Úlfar Inga Haraldsson í Seltjarnar- neskirkju. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson. Annað kvöld, þriðjudags- kvöld, eru svo Michael Clarke barítón og Þórarinn Stef- ánsson píanóleikari með tón- leika í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit og hefjast þeir einnig kl. 20. Þar flytja þeir m.a verk úr Söngbók Garðars Hólm eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Tónleikar Verk úr Söngbók Garðars Hólm Seltjarnar- neskirkja Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is STÆRSTA kaupstefna tónlist- argeirans, Midem, var haldin í Cannes í síðustu viku. Íslendingar voru með sérstakan bás fjórða árið í röð og voru 17 fyrirtæki og samtök skráð á básinn, en alls sóttu yfir 40 Íslendingar hátíðina og er það fjöl- mennasti hópurinn hingað til. „Það hefur aldrei gengið betur. Þetta var fjórða árið okkar þarna og við erum farin að taka eftir því að fólk er farið að koma sérstaklega til okkar til að biðja um okkar tónlist,“ segir Sig- fríður Björnsdóttir, framkvæmda- stjóri Íslensku tónverkamiðstöðv- arinnar. Hún segir ekki mikið um að skrifað sé undir sölu- eða dreifing- arsamninga á hátíðinni sjálfri, en góð sambönd myndist hins vegar sem oft leiði eitthvað af sér. Mikill áhugi Sigfríður segir að Íslendingar hafi klárlega verið með flottasta básinn á hátíðinni. „Lay Low spilaði á básn- um í flottu boði sem Reykjavík- urborg hélt fyrir íslenska tónlistar- útflytjendur og gesti þeirra. Þetta vakti mikla athygli, við vorum með þurrís og það gaus upp úr glösum auk þess sem við vorum með kok- teila og fínar gjafir. Þetta var mjög gaman og Lay Low vakti mikla at- hygli,“ segir Sigfríður, en Reykja- vík! og Fabúla spiluðu einnig í boð- inu. Samkvæmt upplýsingum frá Cod Music eru viðræður um svokall- aðan framsalssamning hafnar við erlend fyrirtæki vegna bæði Lay Low og Reykjavík! í kjölfar Midem. Fleiri íslenskir listamenn vöktu athygli á hátiðinni og sem dæmi má nefna að Gísli Þór Guðmundsson, umboðsmaður hljómsveitarinnar Sign skrifaði undir útgáfusamning við þýska fyrirtækið Freibank. Ásmundur Jónsson hjá Smekk- leysu segir að mikill áhugi sé fyrir hljómsveitinni Diktu í Bandaríkj- unum og fyrir Jagúar í Japan. Ás- mundur var einnig ánægður með samning sem hann gerði við Indie Mobile um dreifingu á öllum plötum Smekkleysu í farsíma, auk þess sem fyrirtækið er að ganga frá samn- ingum um að koma um 100 mynd- böndum sem gerð hafa verið í gegn- um tíðina í heimsdreifingu í gegnum iTunes og nýtt kanadískt fyrirtæki. Þá náði Gunnlaugur Briem samn- ingum í Þýskalandi og Skandinavíu þar sem unnið verður að 30 ára af- mælisútgáfu Mezzoforte. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson frá Dimmu á í viðræðum við aðila í Bretlandi, Kanada, Þýskalandi og Japan og loks gerði Óttar Felix Hauksson hjá Zonet samning í Kína og Benelux löndunum um útgáfu á Robertino. Jón Leifs á DVD Sigfríður segir að sígild íslensk tónlist hafi einnig vakið töluverða athygli á hátíðinni. „Þessi samtíma- tónlistarbransi er hins vegar rosa- lega erfiður þannig að við vorum ekki að kynna einstök verk eða ein- stakar útgáfur, heldur vorum við fyrst og fremst að kynna bækling- inn okkar,“ segir hún. „Tónabíó gaf aftur á móti nýlega út á DVD bíó- myndina Tár úr steini um Jón Leifs. Það skiptir okkur rosalegu máli því stór verk eftir Jón Leifs eru spiluð erlendis á hverju einasta ári, þó að fólk hér fái því miður alltof lítið að heyra af því. En við vorum með brot úr myndinni á skjám á básnum og svo sýndum við líka brot frá frum- flutningi á Eddu sem vakti tölu- verða athygli,“ segir Sigfríður að lokum. Íslensk tónlist vakti mikla athygli á Midem-kaupstefnunni í Cannes Aldrei gengið betur HOLLYWOOD stjörnur sem leika á sviði í London eru að eyðileggja breskt leikhús sagði hið þekkta leikritaskáld Sir Alan Ayckbourn á föstudaginn í viðtali við Times. Bandarískar stjörnur sem eru lokkaðar í West End leik- húshverfið til að selja miða eru óhæfar í sviðsleik, bæla niður nýja hæfileika og skilja leikhúsgesti eft- ir með vonbrigðin ein, sagði Ayckbourn. „Það sem er að gerast er að leik- húsin eru að fyllast af aðdáendum stjarnanna og það sem þeir upplifa í leikhúsinu er léleg frammistaða, þeir ganga út fullir af vonbrigðum og það er annað áfall fyrir leik- húsin, því fullt af fólki mun ekki fara aftur.“ Hann sagði að í staðinn fyrir að kenna stjörnunum sínum um fari aðdáendur heim með þá hugmynd að þeir hafi einfaldlega ekki gam- an af leikhúsi, að þeir njóti ekki lif- andi sviðsleiks. Ayckbourn er á því að West End framleiðendur séu ekki tilbúnir til að taka áhættu og nota nýja hæfi- leikaríka leikara og byggja upp sína eigin leikara við húsin. „Í staðinn sjáum við sjónvarps- stjörnur,“ sagði hann. Fyrir utan Kevin Spacey, sem hann segir einn af fáum bandarísk- um kvikmyndaleikurum sem geti leikið á sviðið, hæðist hann að þeim verstu fyrir að hafa ekki hug- mynd um hvað þeir eigi að gera við handleggina á sér. „Bretland er fullt af hæfi- leikaríku fólki. Ungir leikarar hafa aldrei verið betri, en þeir eru hundleiðir á að sjá starfinu sínu sópað í burtu af fólki sem hefur eingöngu fengið tækifæri fyrir framan sjónvarpstökuvélar.“ The Times taldi svo upp nokkrar góðar og slæmar stjörnur sem hafa komið fram á sviði á West End. Kevin Spacey, Woody Harrelson, Nicole Kidman og Gwyneth Palt- row var hrósað fyrir frammistöðu sína en Glenn Close, Matt Damon, Jerry Hall, Madonna, Matthew Perry og David Schwimmer þóttu hræðileg. AFP greinir frá. Lélegar stjörnur á leiksviði Fræga fólkið að eyði- leggja breskt leikhús Kevin Spacey SJÓNVARPIÐ hefur bráðlega sýn- ingar á átján stundarfjórðungs- löngum sjónvarpsþáttum um ís- lenskt tónlistarlíf undir heitinu Tónlist er lífið. „Við sýnum tvo kortersþætti sam- an í hvert skipti. Hver þáttur er byggður upp þannig að u.þ.b. helm- ingurinn er tónlist og hitt talað orð. Þá er rætt við viðkomandi listamenn um tónlist, en það er ekki verið að fjalla mikið um feril þeirra eða per- sónulegt líf heldur hvað þeir eru að fara með sinni list,“ segir Ari Trausti Guðmundsson, rithöfundur og nátt- úrufræðingur, en hann er umsjón- armaður þáttanna. „Þættirnir taka á nokkuð breiðu tónlistarsviði, frá þjóðlagaskotinni tónlist til djass og klassíkur. Við slepptum rokki og poppi því við urð- um að afmarka okkur. Í klassíkinni fjöllum við t.d. um kórastarf, kirkjutónlist, einleikara og óperu. Við fylgjum einleikara eftir frá því að hann byrjar að æfa tón- verk og þangað til hann flytur það á tónleikum til að sýna hvernig þetta ferli er. Við fylgjum líka eftir upp- setningu á Öskubusku í Íslensku óp- erunni.“ Ari segir þættina eiga að sýna þá grósku og breidd sem einkennir tón- listarlífið í landinu. Efni þáttanna var tekið upp víða um land, t.d. á Dalvík, Flúðum og í Keflavík, en einnig á Englandi, í Ungverjalandi, Þýskalandi, Færeyjum og á Spáni. „Þetta verða þættir fyrir alla og tilgangurinn er að vekja áhuga fólks á allri þessari tónlist.“ Frumkvæði að sjónvarpsþátt- unum, Tónlist er lífið, höfðu Vigdís Esradóttir, forstöðumaður Salarins, og Jónas Ingimundarson píanóleik- ari, en kvikmyndafyrirtækið Lífs- mynd ehf. tók að sér framleiðslu þáttanna undir stjórn Valdimars Leifssonar kvikmyndagerðarmanns. „Ég og Valdimar vorum með vís- indaþætti í Sjónvarpinu sem voru byggðir upp á svipaðan hátt og Tón- list er lífið og Jónasi og Vígdísi leist það vel á formið á þeim að þau leit- uðu til okkar. Við erum báðir miklir áhugamenn um tónlist svo okkur þótti þetta skemmtilegt verkefni sem við höfum nú unnið að í tvö ár,“ segir Ari. Stýrihópur til mótunar Settur var á fót stýrihópur til að móta þættina skipaður þeim dr. Ágústi Einarssyni, rektor Háskólans á Bifröst, Guðrúnu J. Bachmann, kynningarstjóra Háskóla Íslands, Guðna Franzsyni tónlistarmanni, Jónasi og Vigdísi ásamt Ara Trausta. Verkefnið hlaut styrk frá Alþingi og menntamálaráðuneytinu, en að auki studdu Salurinn, Icelandair og fjöldi annarra aðila gerð þáttanna með ýmsu móti. Fyrsti þátturinn verður sýndur 11. febrúar og þar koma fram Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari á Dalvík og framúrstefnutónlist- armaðurinn Hilmar Jensson. Ari Trausti Guðmundsson er umsjónarmaður nýrrar sjónvarpsþáttaraðar um íslenska tónlist Tilgangur þátt- anna að vekja áhuga á tónlist Morgunblaðið/Eggert Tónlist Ari Trausti Guðmundsson er umsjónarmaður sjónvarpsþáttarað- arinnar Tónlist er lífið sem sýnd verður í Sjónvarpinu í febrúar. TÓNLISTARKONAN Lay Low spilaði á stærstu kaupstefnu tónlistargeir- ans, Midem, sem var haldin í Cannes í síðustu viku. Íslendingar voru með sérstakan bás fjórða árið í röð og voru 17 fyrirtæki og samtök skráð þar. Lay Low á Midem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.