Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag mánudagur 29. 1. 2007 fasteignir mbl.is Góðar lausnir, vandaðar vörur FASTEIGNALÁN Í MYNTKÖRFU Nánari upplýsingar hjá lánafulltrúum Frjálsa og á www.frjalsi.is, þar sem einnig er hægt að reikna greiðslubyrði. 3,4% Miðað við myntkörfu 3, Libor vextir 21.09.2006 Lánstímialltað40ár Snjórinn hlífir viðkvæmum plöntum fyrir kulda » 37 fasteignir AF KÖLDUM KERFUM „NÝIR ORKUGJAFAR ÞURFA AÐ MENGA SÁRALÍTIÐ OG VERA SJÁLF- BÆRIR,“ SEGIR M.A. Í GREIN SIGURÐAR GRÉTARS GUÐMUNDSSONAR >> 10 Prologus í Súðarvogi vinnur að hönnun og framleiðslu- húsgagna. Guðmundur Ein- arsson iðnhönnuður og fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins lærði á Ítalíu og í Bandaríkj- unum. „Ég sá að ítölsk fyr- irtæki störfuðu saman en sér- hæfðu sig hvert á sínu sviði. Þetta höfum við reynt að gera og teljum að hafi tekist.“ | 30 Morgunblaðið/G.Rúnar Morgunblaðið/G.Rúnar Prologus hannar hágæðahúsgögn Nýr vefur fyrir fasteignaeigendur og fagmenn er að verða til. Þóra Jóns- dóttir eðlis- og tölvunarfræðingur á hugmyndina að þessum vef og er að búa hann til um þessar mundir. | 2 Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðhaldsbók.is - nýr vefur í bígerð! Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 24/25 Staksteinar 8 Minningar 26/31 Veður 8 Brids 31 Viðskipti 11 Menning 33/35 Úr verinu 12 Leikhús 34 Erlent 13 Myndasögur 36 Menning 14/15 Bíó 38/41 Vesturland 16 Staður og stund 38 Landið 16 Víkverji 40 Daglegt líf 18/21 Velvakandi 40 Forystugrein 22 Ljósvakinn 40 * * * Innlent  Frjálslyndi flokkurinn virðist ætla að gera innflytjendamál að einu kosningamála sinna. Í fréttaskýr- ingu kemur fram að svo virðist sem flokkurinn gæti fetað sömu braut og danski Þjóðarflokkurinn og norski Framfaraflokkurinn, sem báðir byrjuðu sem frjálslyndir hægri- flokkar en einkennast nú af harðri afstöðu gegn innflytjendum. Danski þjóðarflokkurinn varð til þegar Framfaraflokkurinn klofnaði árið 1995 en þá vildi formaður flokksins enn herða á stefnu gegn innflutningi fólks. » Forsíða  Sveitarfélögin og fjármálaráðu- neytið ræða nú skiptingu fjármagns- tekna. Sveitarfélögin fá í framtíðinni hugsanlega hluta af tekjuskatti einkahlutafélaga. Þau hafa á liðnum árum tapað skatttekjum vegna mik- illar fjölgunar einkahlutafélaga. Þau eru nú um 26.000. Halldór Hall- dórsson, bæjarstjóri á Ísafirði og formaður Sambands sveitarfélaga, segist gera sér góðar vonir um að samningar takist. » Baksíða  Hinn forni fjandi landsmanna, hafísinn, lokaði Dýrafirði í gær og lónaði úti fyrir Þingeyrarþorpi. Fjörðurinn var nánast ófær og muna elstu menn varla svo mikinn ís á firð- inum. Í ískönnunarflugi í gær sást að ísdreifar voru líka á nærliggjandi fjörðum. » Forsíða  Íslendingar og Danir mætast í átta liða úrslitum á HM í handbolta á morgun. Leikið verður í Hamborg. Sigurliðið er komið í undanúrslit og mætir því liði sem sigrar í leik Pól- verja og Rússa. „Leikurinn við Dani verður járn í járn,“ sagði Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari í gær. Ís- lenska liðið tapaði leik við Þýskaland sem hafði litla þýðingu. » Baksíða Erlent  Leiðtogar stríðandi fylkinga í Palestínu tóku í gær vel í boð Abd- ullah, konungs Saudi-Arabíu, um að binda enda á deiluna og koma til Mekka til viðræðna um lausn mála. Deilan hefur kostað 26 manns lífið og 60 manns til viðbótar hafa særst síðan á fimmtudagskvöld. » 13  Fjölmennir mótmælafundir gegn Íraksstríðinu voru í Bandaríkjunum á laugardag og kröfðust fundarmenn þess að bandaríska þingið klippti á útgjöld vegna stríðsins og kæmi í veg fyrir fjölgun bandarískra her- manna í Írak. » 13 LISTI yfir 100 sjálfbærustu fyr- irtæki heims var kynntur á heims- viðskiptaráðstefnunni í Davos í Sviss í vikunni. Meðal fyrirtækja á listanum eru Alcoa og Alcan, sem bæði reka álver hér á landi. Umræddur listi byggist á úttekt- um á 1.800 stærstu fyrirtækjum heims. Þar komast þau fyrirtæki að sem talin eru sýna framúrskar- andi árangur, ábyrga umhverfis- og samfélagsstefnu og hafa víðtæk efnahagsleg áhrif. Norðurlöndin eiga 11 fyrirtæki á listanum. Ekkert íslenskt fyrirtæki er á honum enn sem komið er, en þarna eru fyrirtæki á borð við Nokia, Scania, Storebrand og Nova Nordisk. Frá Bretlandi eru á list- anum fyrirtæki eins og Marks & Spencer, sem Baugur átti eitt sinn hlut í, Sainsbury, British Airways, Unilever og Cable & Wirelss, sem Björgólfur Thor Björgólfsson sýndi á sínum tíma áhuga á að fjár- festa í. Vodafone dettur út Af heimsþekktum risum á listan- um má nefna Coca Cola, Nike, Walt Disney, Air France – KLM, Toyota, Eastman Kodak, Goldman Sachs, Mitsubishi, General Electr- ic, Google, Hewlett-Packard og JP Morgan. Meðal þeirra sem duttu af listanum að þessu sinni voru Bank of America, Canon, Ericsson, Deutsche Telekom, Glaxosmith- kline, Skanska, UPS, Cadbury Schweppes og Vodafone. Alcoa og Alcan meðal 100 sjálfbærustu fyrirtækjanna Morgunblaðið/Kristinn Árangur Á listanum eru fyrirtæki sem talin eru sýna framúrskarandi árangur, ábyrga umhverfisstefnu og hafa víðtæk efnahagsleg áhrif. HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hefur dæmt karlmann í tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir hús- brot og kynferðisbrot. Hann var sakfelldur fyrir að hafa í maí á síðasta ári brotist inn á heimili konu þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu við hlið eiginmanns síns og reynt að hafa þar við hana samfarir. Segir í dómnum: „Með þessari hátt- semi sinni braut ákærði gróflega gegn friðhelgi heimilis brotaþola og fjölskyldu hennar, sem öll var í fasta- svefni þegar ákærði fór óboðinn inn í húsið, svo og gegn kynfrelsi brota- þola … Ekki þykja efni til að skil- orðsbinda refsinguna.“ Málsatvik voru þau að lögreglu barst kl. 6.59 að morgni 21. maí 2006 tilkynning um að kona á Fáskrúðs- firði óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna ókunnugs manns sem væri á heimili hennar og hefði leitað á hana þar sem hún lá sofandi. Vitna- skýrslum konunnar og ákærða bar ekki saman um hvernig það hefði at- vikast að hann endaði í rúmi hennar. Hélt ákærði því m.a. fram að konan hefði kysst hann „blautum kossum“ um nóttina en ákærði, konan og eig- inmaður hennar höfðu verið að skemmta sér. Hún hefði orðrétt sagt „komdu upp í“, þegar hann kom inn í svefnherbergið um morguninn, eftir að samkvæmi í bílskúr þeirra hafði lokið. Konan skýrði töluvert öðruvísi frá málsatvikum og var framburður hennar metinn trúverðugur, m.a. með hliðsjón af öðrum vitnum. Nokkuð leið þar til konan undir- gekkst læknisrannsókn. Sagði hún lækni sem hún leitaði til 24. maí að hún hefði tilkynnt lögreglu um atvik- ið, en lögreglan hefði lítið aðhafst. Í vottorði læknisins segir að vegna gruns um nauðgun hefði verið skyn- samlegra að senda konuna á neyð- armóttöku. Dóminn kváðu upp Ragnheiður Bragadóttir, Allan Vagn Magnússon og Sandra Baldvinsdóttir. Dæmdur fyrir að brjóta gegn friðhelgi heimilisins Í HNOTSKURN » Ákært var m.a. fyrir til-raun til brots gegn 196. gr. almennra hegningarlaga. Greinin leggur bann við mis- neytingu, þ.e. að misnota sér ástand þess sem getur ekki spornað við verknaðinum. Há- marksrefsing er sex ár. » Frumvarp til breytinga ákynferðisbrotakafla al- mennra hegningarlaga, skv. tillögum prófessors Ragnheið- ar Bragadóttur, liggur nú fyr- ir Alþingi. ÞÓ AÐ hlýrri vindar blási nú um landið er rétt að klæða sig vel, eins og þessi kona sem gekk meðfram kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík í gær. Það væsir ekki um barnið í vagninum sem pakkaður er inn í vatns- og vindhelda hlíf, svona til að fullvíst sé að vatn og vindar komist ekki að hvítvoðungnum. Í dag er gert ráð fyrir suðlægum áttum, en súld og rigningu sunnan- og vestanlands. Hlýjast verður á Norðurlandi þar sem hitinn getur hæst farið í tíu stig, en það verður að teljast talsvert miðað við árstíma. Morgunblaðið/G.Rúnar Vel varin við kirkjugarð „ÞAÐ er slangur af loðnu hérna norðurfrá eða hefur verið það,“ sagði Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðing- ur og leiðangursstjóri á rannsókna- skipinu Árna Friðrikssyni, við Morg- unblaðið í gærkvöldi. Síðasta loðnuvertíð var sú slak- asta í mörg ár, heildaraflinn um 230.000 tonn, og þar sem kvótinn er ekki mikill bíða loðnusjómenn eftir góðu fréttunum, en loðnuleit stóð yf- ir í haust og hófst svo aftur eftir ára- mót með misjöfnum árangri. Örlítil bið Árni Friðriksson lét úr höfn á Reyðarfirði á föstudag og er nú suð- austur af Langanesi í ljómandi góðu veðri. Hjálmar Vilhjálmsson segir að leiðangursmenn séu búnir að vinna sig norður eftir og séu á leið aftur til baka, en of snemmt sé að segja til um loðnumagnið. Flotinn verði því að bíða enn um sinn, „ekki mjög lengi en aðeins“, segir Hjálmar. Slangur af loðnu mánudagur 29. 1. 2007 íþróttir mbl.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA íþróttir Hamar/Selfoss og ÍR í bikarúrslitum í körfu>> 11 STERKT SUNDMÓT METUNUM RIGNDI Á ALÞJÓÐLEGU SUNDMÓTI SEM SUNDFÉLAGIÐ ÆGIR HÉLT Í LAUGARDALNUM GUÐJÓN Valur Sigurðsson og Al- exander Petersson hafa spilað lang- mest af íslensku leikmönnunum í þeim sjö leikjum sem liðið hefur leikið til þessa á HM í Þýskalandi. Af 420 leikmínútum Íslands hefur Guðjón Valur leikið í 404 mínútur og Alexander í 388 mínútur. Þeir voru líka þeir einu af hinum hefð- bundnu byrjunarliðsmönnum sem hófu leikinn í gær, og Guðjón lék allar 60 mínúturnar og Alexander í 45 mínútur. Næstur á eftir þeim var Ólafur Stefánsson sem spilaði í 39 mínútur. Í heildina er Ólafur þriðji í liðinu en hann hefur spilað alls í 319 mín- útur. Logi Geirsson hefur leikið í 263 mínútur, Birkir Ívar Guð- mundsson í 244, Snorri Steinn Guðjónsson í 225, Sigfús Sig- urðsson í 194, Róbert Gunn- arsson í 155, Ás- geir Örn Hall- grímsson í 152, Sverre Jakobsson í 149, Róland Valur Eradze í 125, Vignir Svav- arsson í 85, Arnór Atlason í 85, Markús Máni Michaelsson í 65, Hreiðar Guðmundsson í 53 og Ragnar Óskarsson hefur spilað minnst, eða í 26 mínútur samtals. Guðjón Valur hefur spilað mest Eftir Ívar Benediktsson í Dortmund iben@mbl.is Danir unnu Tékka í gærkvöldi, 33:29, og náðu þar með öðru sæti í milliriðli 2 og mæta þar af leiðandi Íslandi sem hafnaði í þriðja sæti í milliriðli 1. Í öðrum leikjum 8-liða úrslita mætast Evrópumeistarar Frakka og silfurlið síðasta heimsmeistaramóts, Króatar, einnig í Hamburg á morgun. Í Köln leiða saman hesta sína Þýskaland og heimsmeistarar Spánverja annars- vegar og Pólland og Rússland hins- vegar. Ljóst er að sigurliðið úr viðureign Íslands og Danmerkur mætir sigur- liðinu úr viðureign Pólverja og Rússa í leik í Hamburg á fimmtudag. Taplið- in úr fyrrgreindum viðureignum mætast á sama stað fyrr þann sama dag. „Leikurinn við Dani verður járn í járn þar sem liðin þekkjast nokkuð vel og leika skemmtilegan handbolta. Ég bíð því bara spenntur,“ sagði Al- freð. Spurður hvort möguleiki á sæti í undanúrslitum væri góður sagði Al- freð einungis að um jafna möguleika væri að ræða. Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana, sagði í samtali við TV2 í Dan- mörku í gær hann teldi sig einnig eiga helmings möguleika á því að komast í úrslit. „Eigum góða möguleika“ „Danir eru með lið sem við eigum bara góðan möguleika á að vinna, þannig að sú staðreynd að við mætum Dönum er eins góð og hún getur orð- ið,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Það er fyrst og fremst tilhlökkun í mér að fara í þennan leik á þriðjudag- inn,“ sagði Guðjón ennfremur. Hann fékk þungt högg á lærið aftur í leikn- um við Þjóðverja í gær en sagði að það myndi ekki aftra sér frá því að taka þátt í viðureigninni við Dani. „Ég verð klár í slaginn.“ Íslendingar hefja keppni í 8-liða úrslitum HM í handknattleik í Hamborg annað kvöld Orrusta við Dani Morgunblaðið/Günter Schröder Ábúðarfullur Alfreð Gíslason mun nú leggjast yfir leiki Dana á heimsmeistarmótinu en íslenska liðið mætir þeim í næsta leik. „ÞAÐ er alveg frábært að fá Dani í hreinum úrslitaleik um sæti í und- anúrslitum og ég er viss um að þetta verður tvísýnn og jafn leikur þar sem við eigum jafna möguleika og þeir á sigri,“ sagði Alfreð Gísla- son, landsliðsþjálfari í gærkvöldi þegar ljóst var að íslenska lands- liðið í handknattleik mætir Dönum í 8-liða úrslitum í Hamborg. Ekki var ljóst í gærkvöld hvort leikurinn verður kl. 16.30 eða 19 en síðari tímasetningin þótti líklegri. Guðjón Valur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.