Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 40
40 MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is NIGHT AT THE MUSEUM kl. 8 LEYFÐ FORELDRAR kl. 10 B.i. 12 TENACIOUS D IN: THE PICK OF D... kl. 8 B.i. 12 KÖLD SLÓÐ kl. 10:15 B.i. 12 / KEFLAVÍK BLOOD DIAMOND kl. 8 B.i. 16 ára VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ BABEL kl. 8 B.i. 16 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ / AKUREYRI ÓSKARSTILNEFNINGAR m.a. fyrir aðalhlutverk karla/ Leonardo dicaprio5 FRÁ LEIKSTJÓRA “THE LAST SAMURAI” ÆVINTÝRALEG SPENNA OG HASAR. STYÐST VIÐ RAUNVERULEGA ATBURÐI SÝND Í HÁSKÓLAB BLOOD DIAMOND kl. 6 - 9 B.i. 16 ára FORELDRAR kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ BABEL kl. 6 - 9 B.i. 16 ára CHILDREN OF MEN kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára FLAGS OF OUR FATHERS kl. 5:30 B.i. 16 ára THE HOLIDAY kl. 6 B.i. 7 ára THE DEPARTED kl. 8:30 B.i. 16 ára FRÁBÆR BARNA-OG FJÖLSKYLDU- MYND FRÁ HÖFUNDI STÚART LITLA. ATH! BÓKIN SEM MYNDIN ER BYGGÐ Á HEFUR VERIÐ ENDURÚTGEFIN SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI eeee H.J. MBL. eeee B.S. FRÉTTABLAÐIÐ ÓSKARSTILNEFNINGAR m.a. fyrir besta handrit ársins3 SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI HJÁLPIN BERST AÐ OFAN SÝND BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI eeee L.I.B. - TOPP5.IS árnað heilla ritstjorn@mbl.is Strákarnir og stelpurnar okkar Mánudagurinn 22. janúar 2007 er dagurinn, sem strákarnir okkar lögðu Evrópumeistara Frakka á sannfærandi hátt. Ég var búinn að fyrirgefa þeim leikinn við Úkraínu og hugsa mér alls konar huggunar- orð og setningar. Það er ekki hægt að ætlast til að þeir eigi alltaf góðan dag. Ef menn ætla að verða heims- meistarar munar þá ekki um að klára Frakkana strax. Leikurinn við Úkraínu skiptir ekki máli, ef meiningin er að slátra Frökkum. Ef til vill verður tap gegn Úkraínu til þess að þeir bíti í skjald- arrendurnar og geri út af við Frakk- ana. Þótt ég vonaði, þá óraði mig ekki fyrir því, að þeir myndu ganga frá Frökkunum, enda mun ég fyr- irgefa þeim hvað sem er eftir þetta. Ísleska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu sem er, eftir því sem ég best veit, hærra skrifað í alþjóðlegum stöðlum en karlalandsliðið, mun eft- irleiðis fá sömu dagpeninga og karl- arnir í keppnisferðum erlendis. Við þetta hækka dagpeningarnir hjá stúlkunum, þótt undarlegt megi virðast. Landslið Íslands í badminton, skipað strákum og stelpum, var að gera það gott í gær. Hver veit nema það hafi verið strákunum okkar í handboltanum vítamínssprauta. Þórhallur Hróðmarsson. „Frjálslyndi“ flokkurinn ÉG hef fylgst með þessari umræðu, ef umræðu skyldi kalla, um Frjáls- lynda flokkinn. Það sem stendur upp úr að mínu áliti er tvennt. Í fyrra lagi pólitískt klúður for- mannsins að lýsa yfir stuðningi við annan af frambjóðendum til varafor- manns. Svona gera „alvöru“ for- menn ekki. Í seinna lagi er að það er alveg greinilegt að það er ekki mark tak- andi á núverandi varaformanni. Hann segir eitt í dag og annað á morgun. Hann er eini aðilinn í þess- ari „deilu“ sem er ákaflega orðljótur um það fólk sem hann lítur á sem andstæðinga sína. Svo mörg voru þau orð. Páll. Frábær þjónusta ÉG fór rétt fyrir síðustu jól á hár- snyrtistofu á Nýbýlavegi sem heitir Gott útlit. Þar var mér sýnd fram- úrskarandi þjónusta og gott viðmót og var ég mjög ánægður með þessa góðu stofu og mun ég örugglega halda áfram að þiggja þjónustu þar í framtíðinni. Hafliði Helgason. Fá úrræði Út af nauðgunum og líkamsáraásum í miðbænum og Laugaveginum hafa verið fá úrræði til þessa nema að auka gæslu, herða löggæslu og setja upp eftirlitsmyndavélar. Nú vill svo óheppilega til að flestir pöbbar og skemmtistaðir þjappast saman á litlu svæði og til að laga þetta mæli ég með því að það verði bannað að selja neitt sterkara en sherry á veit- ingahúsum á Laugaveginum og í hjarta borginnar. Þessi aðferð hefur verið notuð erlendis með mjög góð- um árangri. Þá mundu staðirnir lík- lega dreifa sér víðar. En eins og er er þetta óviðunandi ástand og mikið álag á lögreglu. Jón Guðmundsson, Skarphéðinsgötu 16 . velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 90ára af-mæli. Í dag, 29. janúar, verður níræður Ingólfur Rögn- valdsson, fyrr- verandi verk- stjóri í Hamri, Kambsvegi 16, áður á Bakk- astíg 5 í Reykja- vík. Hann og kona hans, Hólmfríður Jónasdóttir, verða að heiman. 70ára af-mæli. Í dag, 29. janúar, er sjötug Erla Jóhannsdóttir, Eyvindará 2, Egilsstöðum. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudags- blað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgð- armanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100 eða sent á netfangið ritstjorn- @mbl.is. Hægt er að senda tilkynningar í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birt- ist valkosturinn Árnað heilla ásamt frekari upplýsingum. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. Ekki er sjálfgefið aðvera í fremstu röð og það gerist ekki sjálfkrafa. Að baki liggur þrotlaus vinna og þegar áfanganum er náð gengur ekki að slaka á, ætli menn sér að halda sér á meðal þeirra bestu eða kom- ast alla leið á toppinn. Mikilvægt er að hafa þetta í huga þegar rætt er um gengi ís- lenska karlalandsliðs- ins í handbolta, en það hefur enn einu sinni kætt þjóðarsálina, nú með frábærri frammi- stöðu í heimsmeistarakeppninni í handbolta. Í þessu sambandi er vert að minn- ast þess að til að komast í úr- slitakeppni þeirra bestu urðu Ís- lendingar að hafa betur í tveimur leikjum á móti Svíum, sem hafa ver- ið í hópi þeirra allra bestu und- anfarna tvo áratugi og hafa alltaf verið með á HM þar til nú. Það er líka hollt að hafa í huga að á efsta stigi handboltans eru hlut- irnir fljótir að breytast og ekkert er öruggt fyrr en leikurinn er búinn. Leikur Íslendinga á móti Slóvenum um helgina er nærtækt dæmi, en „strákarnir okkar“ urðu að sigra til þess að tryggja sæti í átta liða úrslit- um. Þeir höfðu und- irtökin lengst af, náðu mest fimm marka for- ystu, þegar 10 mínútur voru til leiksloka, en misstu forystuna niður í eitt mark áður en yfir lauk. En þeir gerðu það sem þeir þurftu til að komast lengra og það er aðalatriðið. „Strák- arnir okkar“ eru í hópi átta bestu liða heims og í sjálfu sér er það stór- kostlegur árangur. Allt íþróttastarf byggist á samvinnu allra sem hlut eiga að máli. Undirstöðurnar, það er starf íþróttafélaganna, verða að vera sterkar með árangur lands- liða í huga. Sérsambandanna er síð- an að fylgja á eftir með verkefnum fyrir landsliðin. Það getur reynst þrautin þyngri og til dæmis eru ekki mörg ár síðan Handknattleiks- sambandið stóð frammi fyrir því að þurfa hugsanlega að hætta við ferð landsliðsins til útlanda vegna fjár- skorts. Stundum hefur gengið vel hjá landsliðinu og stundum ekki eins vel, en menn þar á bæ reyna alltaf að gera sitt besta. Stuðningur við HSÍ og landsliðið í blíðu og stríðu skiptir miklu máli, ef menn vilja liðið áfram í fremstu röð. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is      dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er mánudagur 29. janúar, 29. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Jesús horfði á þá og sagði: „Fyrir mönnum eru engin ráð til þessa, en fyrir Guði. Guð megnar allt.“ (Mk. 10, 27.) Það tókst engum að slá EivørPálsdóttur söngkonu við á Planet Awards tónlistarverð- launahátíðinni sem haldin var í Þórs- höfn í Færeyjum í gærkvöldi og hlaut hún titilinn besta söngkona ársins annað árið í röð. Færeyska veftímaritið Sosialurin skýrði frá því að 2006 hefði verið besta tónleikaár Eivarar til þessa. Hún hélt tónleika víða og hlaut verð- laun í Danmörku. Eivør gat ekki tekið á móti verð- laununum þar sem hún var stödd er- lendis, hún hélt nýlega tónleika í Skotlandi og mun halda til Írlands í upptökuver. Jón Tyril sem lék með Eivöru á clickhaze tók á móti verðlaununum fyrir hennar hönd og bar við- stöddum kveðju hennar.    Söngvarinn, lagasmiðurinn ogleikarinn Tom Waits gekk að dómssátt í máli sem hann hafði höfð- að gegn þýska bílaframleiðendanum Adam Opel AG og auglýsingastof- unni sem gerði auglýsingu 2005 þar sem hermt var eftir söngstíl hans og rödd. Opel segir að tónlistin hafi ekki verið hugsuð sem eftirlíking af verk- um Tom Waits. Waits sagði að hann hefði hafnað mörgum óskum Opels um að fá að nota tónlist hans í þessari auglýsingu. Opel sagði að þessi tónlist væri eftir Brahms. Samkvæmt fréttavef BBC hefur ekki verið gefið upp hversu háa upp- hæð Waits þáði í dómssáttinni en lögmaður hans sagði að þeirri upp- Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.