Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.01.2007, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRESTA ber öllum stóriðjufram- kvæmdum á næstu árum í því skyni að kæla hagkerfið, að mati Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, for- manns Samfylkingarinnar. Lýsti hún þessari skoðun sinni í ræðu sem hún hélt á aðalfundi Samfylkingar- félagsins í Reykjavík um helgina. Auk efnahags- og stóriðjumála ræddi Ingibjörg í ræðu sinni um málefni eldri borgara, málefni Evr- ópusambandsins (ESB) og sérstöðu Samfylkingarinnar auk þess sem hún sagði íslensk stjórnvöld hafa far- ið kæruleysislega með vald sitt. Ekki í þagnarbandalagi Sagði formaðurinn Samfylk- inguna málsvara þeirra sem fylgj- andi væru aðild að ESB. „Umræðan hefur verið á villigötum og verum minnug þess að árið 1992 voru 60% þjóðarinnar þeirrar skoðunar að með EES samningnum myndum við missa yfirráð yfir fiskimiðunum. Hefur það gerst? Auðvitað ekki. Samfylkingin trúir á upplýsta um- ræðu og mun fylgja þeirri stefnu fast eftir. Við tökum ekki þátt í hinu ólýð- ræðislega þagnarbandalagi sjálf- stæðismanna um Evrópumál.“ Sagði Ingibjörg Sólrún að við nú- verandi aðstæður í efnahagsmálum væri forgangsmál að kæla hagkerfið. Það fæli í sér að fresta bæri öllum stóriðjuframkvæmdum á næstu ár- um. „Hins vegar hefur Samfylkingin í Hafnarfirði fært íbúunum í Hafn- arfirði mikilvægt tæki til að hafa áhrif á sitt nærumhverfi. Samfylk- ingin í Hafnarfirði ákvað að virkja lýðræðið til að leysa deiluna og við erum stolt af þeirri ákvörðun.“ Hafa brugðist eftirlitsskyldu Formaðurinn sagði íslensk stjórn- völd hafa farið kæruleysislega með vald sitt. „Stjórnvöld hafa brugðist eftirlitsskyldu sinni með öryggi borgaranna og meðferð opinbers fjár. Þetta hefur að undanförnu birst okkur í Byrgismálinu, barnaníðings- málinu og Baugsmálinu. Baugsmálið er hneyksli og áfellisdómur yfir ákæruvaldinu. Í öðrum löndum væri Baugsmálið, ófarir lögreglunnar og ákæruvaldsins réttarfarslegt hneyksli. Í öðrum löndum væri ein- hver gerður ábyrgur í Byrgismálinu, aðrir en starfsfólk Byrgisins og skjólstæðingar þess,“ sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir. Segir að fresta beri öllum stóriðjuframkvæmdum Ingibjörg Sólrún segir að kæla þurfi hagkerfið Morgunblaðið/Árni Sæberg Fundur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lagði á fundinum áherslu á að Sam- fylkingin væri framsækinn flokkur sem þorði meðan aðrir þegðu. arsvæðisins, fyrir helgi þrjá nýja og vel útbúna lögreglubíla og eitt mót- orhjól. Á síðasta ári og í byrjun þessa árs hafa 29 ökutæki bæst við bílaflota lögreglunnar, flest vegna endurnýjunar. HARALDUR Johannessen ríkislög- reglustjóri afhenti Stefáni Eiríks- syni, lögreglustjóra höfuðborg- Fengu afhenta þrjá nýja lögreglubíla BORGARRÁÐ hefur samþykkt fyr- irheit um úthlutun fjögurra lóða undir iðnaðarstarfsemi við Hádegis- móa uppi við Rauðavatn í Reykjavík þar sem Morgunblaðið og prent- smiðja þess eru fyrir. Um er að ræða lóðir sem samtals eru um 53 þúsund fermetrar að stærð. Fyrirtækin sem fengið hafa fyrirheit eru Léttkaup með stærstu lóðina, um 17–18 þúsund fermetra, Bakarameistarinn með u.þ.b. 12 þús- und fermetra, Sláturfélag Suður- lands með 14–15 þúsund fermetra lóð og Límtré með rúmlega 8 þúsund fermetra lóð. Fyrirheitið um lóðirnar er háð fyr- irvara um að samþykktar verði breytingar á deiliskipulagi Hádegis- móa sem hæfi starfsemi lóðarhafa. Samkvæmt upplýsingum skipu- lagssviðs borgarinnar liggur deili- skipulag ekki fyrir, en unnið er að því að deiliskipuleggja svæðið og er gert ráð fyrir að það liggi fyrir fljót- lega. Fyrirheit um lóðir við Hádegismóa Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is ÞETTA var mikið hitaþing. En það varð ákveðin niðurstaða og maður sættir sig við hana. Hins vegar hefði ég aldrei farið út í þessa baráttu hefði ég verið sátt,“ segir Eygló Harðardóttir um röðun á lista Fram- sóknar í Suðurkjördæmi. Sem kunn- ugt er þáði Hjálmar Árnason alþing- ismaður ekki þriðja sæti listans. Á kjördæmisþingi um helgina var því kosið milli tveggja tillagna um nýja uppröðun. Annars vegar að færa listann upp um eitt sæti, svo Eygló tæki þriðja sæti. Hins vegar um að Helga Sigrún Harðardóttir, skrif- stofustjóri þingflokks Framsóknar, kæmi ný inn. Helga tók ekki þátt í nýafstöðnu prófkjöri. Auk þess vakti nokkrar deilur að hún á lögheimili í Reykjavík. Tillaga um Helgu hlaut 59 atkvæði en hin tillagan 49. „Ég verð auðvitað að láta sama gilda um mig og ég fer fram á við aðra; að virða lýðræðislega niður- stöðu,“ segir Eygló sem er frá Vest- mannaeyjum. Tillagan um að Helga Sigrún tæki sætið kom frá kjörstjórn, sem ekki var einróma. „Meirihluti kjörstjórn- ar var einhuga,“ segir Skúli Skúla- son sem var formaður kjörstjórnar. „Niðurstaða kjörstjórnar var að reyna að finna mann sem tengdist Suðurnesjum. Fyrst og fremst hefur listinn nú breiðari skírskotun og er sigurstranglegri að okkar viti.“ Eygló segir það hins vegar úrelt sjónarmið. „Verð að láta sama gilda um mig og aðra“ Eygló Harðardóttir Í HNOTSKURN » Á lista framsóknarmannaí Suðurkjördæmi í ár eru þrettán konur og sjö karlar. » Hjálmar Árnason tapaðislagnum um fyrsta sæti og ákvað í kjölfarið að hætta í pólitík, en skipar heiðurssæti á listanum í staðinn. » Flokkurinn fékk tvo menninn í kjördæminu árið 2003. Helga Sigrún Harðardóttir UM helgina undirritaði Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, frí- verslunarsamning milli EFTA- ríkjanna og Egyptalands í Davos í Sviss. Samkvæmt samningnum fella Egyptar niður tolla á vörur aðr- ar en landbúnað- arvörur í áföng- um. Þá felur samningurinn í sér tollkvóta fyrir flestar mikilvægustu sjávarafurðir Íslands. Kvótarnir stækka eftir ákveðnu fyrirkomulagi á sex ára tímabili sem að lokum leiðir til fullr- ar fríverslunar. Tollar á tilteknum landbúnaðar- vörum eru lækkaðir eða felldir niður með tvíhliða samningum milli Egyptalands og hvers EFTA-ríkis fyrir sig. Á móti fær Ísland markaðsaðgang fyrir lifandi hross til Egyptalands og 2000 tonna tollkvóta fyrir lambakjöt. Ísland veitir tollfrjálsan aðgang fyrir nokkrar mikilvægar útflutningsvör- ur Egypta á sviði landbúnaðar og má þar m.a. nefna ýmiss konar ávexti, grænmeti, plöntur og unnar land- búnaðarvörur. Samið um fríverslun við Egypta Valgerður Sverrisdóttir Full fríverslun með sjávarafurðir MARTA Guð- jónsdóttir var kjörin formaður Varðar, fulltrúa- ráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík á aðal- fundi félagsins á laugardag. Marta er fyrsta konan til þess að gegna formennsku í Verði. Hún var kjörin sama dag og Kvenréttindafélag Íslands fagnaði 100 ára afmæli sínu. Aðrir sem kjörnir voru í stjórn fé- lagsins voru Kristín Edwald, Ingunn Guðlaug Guðmundsdóttir, Andri Óttarsson, Garðar Ingvarsson, Hall- dór Guðmundsson, Júlíus S. Ólafs- son og Inga Dóra Sigfúsdóttir. Kosin formað- ur Varðar Marta Guðjónsdóttir ♦♦♦ FRAMBOÐSLISTI Framsókn- arflokksins í Suðurkjördæmi var samþykktur á kjördæmisþingi um helgina. Þetta fólk er í framboði til Alþingis í vor: 1. Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra, 57 ára, Sf. Árborg 2. Bjarni Harðarson bóksali, 45 ára, Sf. Árborg 3. Helga Sigrún Harðardóttir skrif- stofustjóri, 37 ára, Reykjanesbæ 4. Eygló Harðardóttir fram- kvæmdastjóri, 34 ára, Vest- mannaeyjum 5. Elsa Ingjaldsdóttir fram- kvæmdastjóri, 40 ára, Sf. Árborg 6. Lilja Hrund Harðardóttir bú- fræðingur, 34 ára, Sf. Hornafirði 7. Brynja Lind Sævarsdóttir flug- öryggismaður, 31 árs, Reykja- nesbæ 8. Kjartan Lárusson, sauðfjárbóndi og nemi, 51 árs, Bláskógabyggð 9. Gissur Jónsson grunnskólakenn- ari, 30 ára, Sf. Árborg 10. Bryndís Gunnlaugsdóttir laga- nemi, 26 ára, Grindavík 11. Ólafur Elvar Júlíusson bygginga- tæknifræðingur, 48 ára, Rang- árþingi ytra 12. Agnes Ásta Woodhead þjónustu- fulltrúi, 32 ára, Sf. Garði 13. Guðni Sighvatsson, nemi í íþrótta- fræðum, 26 ára, Rangárþingi ytra 14. Agnes Lára Magnúsdóttir sölu- ráðgjafi, 40 ára, Reykjanesbæ 15. Lára Skæringsdóttir hár- greiðslumeistari, 37 ára, Vest- mannaeyjum 16. Ásta Berghildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri, 43 ára, Ása- hreppi 17. Anna Björg Níelsdóttir skrif- stofumaður, 38 ára, Sf. Ölfusi 18. Auður Jóna Sigurðardóttir bóndi, 48 ára, Rangárþingi eystra 19. Elín Einarsdóttir kennari/ sveitarstjórnarmaður, 40 ára, Mýrdalshreppi 20. Hjálmar Árnason alþingismaður, 56 ára, Reykjanesbæ Listi Framsóknarflokks- ins í Suðurkjördæmi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.