Morgunblaðið - 01.04.2008, Page 40

Morgunblaðið - 01.04.2008, Page 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ / ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI HORTON m/ísl tali kl. 6 LEYFÐ NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 10:30 B.i.16 ára STEP UP 2 kl. 5:50 - 8 LEYFÐ UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 6 LEYFÐ STÓRA PLANIÐ kl. 6D - 8D - 8:30D - 10D - 10:30D B.i. 10 ára DIGITAL HANNA MONTANA kl. 6 3D LEYFÐ 3D DIGITAL JUNO kl. 8 - 10 B.i. 7 ára UNDRAHUNDURINN ísl tal kl. 6 LEYFÐ / KRINGLUNNI STÓRA PLANIÐ kl. 6D - 8D - 10:10D B.i. 7 ára DIGITAL LARS AND THE REAL GIRL kl. 8 - 10:10 LEYFÐ 10,000 BC kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára 10,000 BC kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára LÚXUS VIP THE BUCKET LIST kl. 8 - 10:10 B.i. 7 ára VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG - Sigurjón M. Egilsson Mannlíf eeee ,,Myndin er sannarlega þess virði að fólk flykkist á hana.“ - Páll Baldvin Baldvinnsson Fréttablaðið eee ,,Pétur Jóhann í toppformi í aðalhlutverkinu í bland við bráðskemmtilega toppleikara og furðufugla..." - Snæbjörn Valdimarsson Morgunblaðið eee ,,Góð framleiðsla með topp leikurum í öllum hlutverkum, sem óhætt er að skella gæðastimplinum á." - Stefán Birgir Stefánsson sbs.is Í ÁR eru þrjátíu ár liðin frá svip- legu fráfalli hins ástkæra söngv- ara Vilhjálms Vilhjálmssonar. Rás 2 heiðraði minningu Vil- hjálms með því að leika lög með söngvaranum frá morgni til kvölds á föstudaginn og á laug- ardeginum voru haldnir tónleikar í Salnum í Kópavogi þar sem nokkrir af fremstu dægurlaga- söngvurum landsins komu saman ásamt hljómsveit skipaðri val- inkunnum tónlistarmönnum. Aðdáendur Vilhjálms hugsa sér svo gott til glóðarinnar því ný- lega kom í leitirnar óútgefið lag eftir Magnús Kjartansson sem Vilhjálmur söng inn á upptöku skömmu áður en hann lést. Von er á að lagið komi fyrir eyru al- mennings áður en langt um líður. Vilhjálms Vilhjálmssonar minnst Honum til heiðurs Andi Vilhjálms sveif yfir vötnum á tónleikunum. Guð- rún Gunnarsdóttir, Stefán Hilmarsson, Pálmi Gunnarsson og Friðrik Ómar fluttu dægurperlur þær er Vilhjálmur gerði frægar. Morgunblaðið/Eggert Þrjár raddir Söngkonur úr Gospelkór Reykjavíkur sungu bakraddir. Morgunblaðið/Eggert Europar Friðrik Ómar var einn þeirra sem skipulögðu tónleikana á laugardaginn. Hér er hann ásamt Regínu Ósk en saman halda þau til Belgrad í lok næsta mánaðar til að keppa fyrir Íslands hönd í Evróvisjón. „AUSTURSTRÆTI, ys og læti,“ kvað Laddi í árdaga og víst er að eitthvað verður um það í dag en þá ætlar Bob Dylan að stíga þar á pall ásamt götuspilaranum geðþekka JoJo. Ætla þeir að renna í samein- ingu í gegnum nokkrar perlur Dyl- ans framan við Eymundsson- bókabúðina, þar sem JoJo heldur gjarnan til. Dylan, sem er að sögn innvígðra í óvenjulega miklum gal- gopafíling um þessar mundir, er staddur á Íslandi þessa vikuna, öðrum þræði til að pústa eilítið en svo er hann einnig að kanna að- stæður fyrir væntanlega tónleika hér á landi í maí. Að sögn blaða- fulltrúa Dylans frétti hann af JoJo í gegnum vin sinn Bruce Springs- teen, en bláflibbarokkarinn tók lagið með JoJo á sínum tíma á Strikinu eins og frægt er orðið. Ekki er þá ólíklegt að Jakob Dyl- an, sonur meistarans og leiðtogi hljómsveitarinnar The Wallflow- ers, slái og á strengi, en hann fylgdi föður sínum til landsins og ætla þeir að kasta flugu út í eitt- hvert fljótið saman, en Jakob er mikill áhugamaður um slíkt sport. Dylanfeðgar og JoJo ætla að munda slaggígjurnar upp úr 15.00 og aldrei að vita nema vindgola, uppfull af svörum, blási hressilega um strætið og veitir sosum ekki af á þessum síðustu og verstu. Ætli Bubbi viti af þessu? Bob Dylan í Austurstræti  Skoðar aðstæður og rennir fyrir sil- ung  Frétti af JoJo hjá Springsteen Morgunblaðið/G. Rúnar Jo Jo Án efa þekktasti götulistamaður þjóðarinnar og ef til vill heims, innan skamms. Mættur Bob Dylan er mikið ólíkindatól eins og hann hefur margoft sannað á löngum ferli sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.