Jólabókin - 24.12.1909, Blaðsíða 9

Jólabókin - 24.12.1909, Blaðsíða 9
9 Af hcnni lagði bjarmann. Konungurinn stóð lengi og horfði á þessa undarlegu stjörnu, sem stafaði miðnætur-himininn hvitum morgunbjarma. Enda þótt það væru að eins líkamleg augu hans, sem teiguðu ljósveigarnar, þá var þó eins og skærleiki stjörnunnar liði inst inn í sálu hans. Og það var honum mikil endurnæring. Það var á þrítugasta og þriðja stjórnarári Abgars konungs. Tíberíus keisari hafði sakað hann um leyni- legar upphlaups-æsingar við Persa. Og þvi hafði Abgar sent þrjá vildustu trúnaðarmenn sína, An- ariias, Marihab, og Schamschagram, til rómverska landstjórans í Palestínu, sem hét Júlíus Marínus, til þess að sér bera af sér sökina. Dagarnir voru orðnir að vikum, vikurnar að mánuðum, og enn voru sendimennirnir ókomnir. Abgar sat órór og áhyggjufullur inst inni í höll sinni, og dagarnir gerðust langir, sem i fang- elsi væri. Nú var hann nefndur Úkama: hinn svarti, þvi að ásjónan, sem áður var svo skinandi fögur og guðum lík, var nú orðin blökk, sem í mold sæi. Óbætanlegur sjúkleiki eyddi lífsþrótti hans — sjúk- leiki, sem menn kinnokuðu sér við að nefna réttu nafni.

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.