Jólabókin - 24.12.1909, Blaðsíða 36

Jólabókin - 24.12.1909, Blaðsíða 36
36 barnanna okkar og ánægjan ómaöi í hverjum kima á heimilinu. . . . Og seinna meir . . . einmilt þeg- ar við vorum livaö efnuðust og ánægðust, — þeg- ar konungurinn sæmdi þig heiðurs-viðurkenningu, og söfnuðurinn hlýddi á þig með auðmýkt. Já, það hefir sviðið í huga mér, Jóhannes . . . nætur og daga . . . og þegar þú slóðst fyrir altarinu . . . Hún lét dæluna ganga, meðan liún hjálpaði honum í yfirhöfnina: — Ó, að eg gæti farið með þér, Jóhannes. En guð hefir hirt mig, — vesælu fæturnir mínir geta varla borið mig niður þrepin. Ó, að það hefði borið fyrir okkur meðan við vorum ung .... En lofaður sje guð, að það kom þó áður en við skild- um við þenna heim! Iiún hnepti að honum yfirhöfnina með skjálf- andi hendi og fylgdi honum út á dyraþrepið. — Hvorugt þeirra gáði að því, að biskupinn liafði að eins hvirfilhúfuna á höfðinu. Um þetta skeið nætur stóð ókunni maðurínn á breiðu brúnni, sem liggur yfir fljólið. En biskup- inn æddi um strætin. Hann stóð á miðri brúnni, þar sem yfirbygg- ingin er hæst og fimm-álmaður ljósahjálmur liangir niður úr henni. Hann liorfði niður í fljótið, sem rann áfram með þunguin nið. Við og við bar ljósglampa á bárukollana, sem teygðu sig upp í

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.