Jólabókin - 24.12.1909, Blaðsíða 7

Jólabókin - 24.12.1909, Blaðsíða 7
7 hvaö það, er snart djúpa og hulda löngun og hrennandi þorsta sálar hans. Pví að keisaralík- neskið táknaði þó augu, sem sáu, eyru, sem heyrðu og hendur, sem út mátti rétta til liandabands. Og það sem mest var um vert: — hjarta sem bærðist. En hvað fólst bak við hin önnur líkneski musterisins, livort sem var Nebós líkneskið, Bels eða Nisrochs? Eða jafnvel Bar-Sfhammins, sjálfs höfuð-guðsins ? — Óendanlegur nístandi tómleiki— svimandi fjarlægð — dauði — órjúfanleg þögn! Allar hugar-raunir, sem upp til þeirra var beint til úrlausnar, allar þarfir, óskir og kröfur, sem til þeirra var skotið — alt kom það framan í mann aftur, eins og steinar, sem fleygt er upp í loftið! Abgar konungur þráði þann guð, er að mætti livísla, heyra lijarta hans slá — i samræmi við sitt eigið hjarta. Guð, í hvers liöndum fela mætti höfuð sitt, og í faðmi hans opna lijaiia sitt — í al- gleymis fórn...... Og peim guði var þó Agústus keisari líkari en hinir aðrir. Og þó um leið svo ólikur, að sjálf likindin ollu sársauka og urðu liáðung vonlausari þrá Abgars. Því að Ágústus keisari var enginn guð. Hann var holdlegur, dauðlegur, — með ráðvana, lijálp- þrota myrkur inst í hjarta sínu. Gat þanið ríki silt út um allan heim — en ekki þokað dauðanum hárshreidd frá sínu egin hjarta!

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.