Jólabókin - 24.12.1909, Blaðsíða 25

Jólabókin - 24.12.1909, Blaðsíða 25
25 Búðarþjónar voru þar hundrað eða fleiri. Peir beygðu sig og brostu og lofuðu varninginn, hlupu upp stiga og niður aftur, tólcu fram úr skápum og lögðu til hliðar, til þess að þóknast skiftavinunum. En inn í búðina þyrptist múgur- inn af strætunum, mest konur, og fæstar liöfðu erindi, en horfðu girndar-augum á alla dýrðina. Og það, sem þær gátu ekki hugsað til aðkaupa, urðu þær þó að snerta. Og þegar þær gerðu það, nötruðu á þeim hendurnar og augun leiftruðu. En inst í salnum stóð kaupmaðurinn sjálfur og handlék dýrindis kniplinga. Svo dýrir voru þeir, að verð einnar alinnar mundi nægja fyrir fæði manns árlangt. Og ríkustu konurnar þyrpt- ust að horðinu, þar sem þeir vorn, og gerðu kaup. Par bar að manninn ókunna. Svo önnum kafnir voru allir, að enginn varð hans var. Þá bar svo til, aö hútur af dýrustu knipling- unum hvarf. Konurnar þyrptust að borðinu og höríúðu frá aftur, meðan verið var að leita. Kaupmaður- inn varð reiður og sagði, að einhver þeirra hefði tekið liann. Bær litu hver á aðra tortrygnis- augum. Svo sneri kaupmaðurinnn sér að konu þeirri, sem hann hafði verið að sýna kniplinga-bútinn rétt áður en liann hvarf, og hún, sem var hefðar- kona, bliknaði fyrir augnaráði hans og rak upp hljóð.

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.