Jólabókin - 24.12.1909, Blaðsíða 39

Jólabókin - 24.12.1909, Blaðsíða 39
39 pabbi, — og börn fóru aö hoppa og lilægja inni fyrir. En þegar dyrunum var lokiö upp, fóru börn- in að gráta, af pví að fyrír utan var ekki sá, sem þau biðu eftir. En móðir þeirra, sem var ung kona, föl í andliti, þnggaði niður í þeim, bauð ókunna manninum inn, og sagði að preslurinn kæmi bráðlega. Ókunni maðurinn gekk inn og tók sér sæti í stofu prestsins. I*ar var af innanstokksmunum að eins skrif- borð úr furu, fornfálegur legubekkur og tveir stólar. Fyrir glugganum var tjald úr þunnum, rauðum dúk. Á veggjunum héngu stórar biblíu- myndir af Maríu Magðalenu, Kristi á krossinum og uppvakning Lazarusar. Dyrnar stóðu opnar, svo að sjá málti inn í næstu stofu. Par sat prestskonan og börnin um- hveíis dúkað borð. — Pabbi er hjá fátæklingunum, sagði hún, — það er eg búin að segja ykkur. Pess vegna verð- ið þið að bíða róleg. — Pað er guðs vilji. Hún sneri sér að ókunna manninum frammi i stofunni og mæiti: — Þau eru orðin svo óþolinmóð, af því þau langar svo mikið til að fá jólatréð sitt. Þau eru svo ung og skilja þelta ekki. Enn leið góð stund, og ókunni maðurinn sat kyrr á slólnum. Börnin voru sofnuð, með vang-

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.