Jólabókin - 24.12.1909, Blaðsíða 15

Jólabókin - 24.12.1909, Blaðsíða 15
15 Á sjöltu stundu hins sjötta vikudags varð loks breyting: Móðan, sem huldi himininn, varð að sorta — niðsvartari og tómlegri en næturmyrkur gerast. Ananías og fylgdarmenn lians stigu af hestun- um og vöfðu um sig kápum sínum; þeir héldu í taumana á skjálfandi hestunum, og biðu þess er verðá vildi. Hið ógurlega hita-myrkur hélzt enn um stund, og ferðamennirnir hugðu daginn bjarta gersamlega undir lok liðinn. —En þá skall á illviðrið. þrumurnar drundu í sífellu, eldingar ldufu myrkrið umliverfis þá með bláhvítum hvassydd- um eldskeytum, og foldin nötraði undir fótum þeirra. Peir hugðu komna hennar síðustu stund. Von bráðar slotaði þó veðrinu aftur og birti svo, að þeir fengu haldið áfram ferðinni. Daginn eftir var landið alt sveipað fingerðri livikandi úða-blæju, er féll svo vært og hljóðlega, sem tár renna á kinnum. En að morgni liins þriðja dags reis sólin upp i fullum skærleik og geislamagni. Fnglarnir heils- uðu henni með fagnaðarsöng, og döggvotar jurt- irnar með sætum ilm. Og nú hélzt veðrið skinandi faguri, með léttu og lireinu lofti og svalandi vindblæ, svo að ferðin gekk sem í indælum draumi. Og þegar þeir eygðu hvítu veggiua í Edessuborg yíir bláleitu sléttuna

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.