Jólabókin - 24.12.1909, Blaðsíða 11

Jólabókin - 24.12.1909, Blaðsíða 11
11 þráa. Hann hafði jafnvel mátt til aö kveðja til lífs aftur þá er dánir voru. En þeir heyrðu einnig, að Gyðingarnir gerðu leynilegt samsæri gegn honum, og það hrj’gði þá mjög. Meðan þeir skýrðu frá því, er fyrir þá hafði borið, byrgði Abgar lconungur ásjónuna i höndum sér, eins og honum hefði lcomið ofbirta i augu af skyndilegu ljósi, er honum væri um megn að þola. Síðan mælti hann: »Ananías, sért þú mér hollur, þá vík aftur að vörmu spori til Jerúsalem og fær hingað hinn mikla lækni. Þvi að það er trú mín, að fái eg að líta ásjónu hans, þá verði sál min heil heilsu. Ananías hjó sig þegar til farar og lagði af stað aftur þann sama dag, en það var hinn fjórtándi dagur Arég-mánaðar. Að tuttugu og niu dögum liðnum, liinn tóllta dag Ahégí-mánaðar, sem var fyrsti vikudagur, var liann aftur kominn til Jerúsalem. Hann spurði þegar um hinn mikla spámann, hvort hann væri í borginni, og fekk að vita, að þann sama dag hefði liann gert viðhafnarmikla innreið í borgina og lýðurinn heilsað honum með fagnaðar-ópum. Pví næst hefði hann prédikað i musterinu, og nú sæti hann í boði hjá Gyðingi einum göfugum, Gamaliel að nafni. Ananias lét þá fylgja sér þangað.----

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.