Jólabókin - 24.12.1909, Blaðsíða 34

Jólabókin - 24.12.1909, Blaðsíða 34
34 lineigði höfuðið, eins og vesællsyndari, sem biður fyrir lifi sínu. — Hún Regína mín gaf mér hann, sagði hann lágt — biskupsfrúin .... Hann leit flóttalega til mannsins, sem stóð þarna enn þá með framrétta liendina og horfði á liann fast og rólega. En biskupinn leit niður fyrir sig og rjálaði vandræðalega við sloppfellingarnar. — Hún gaf mér hann í kvöld. . . . á hverjum jólum gefur hún mér slíkan slofu-slopp — hélt hann áfram, og röddin varð innileg þegar hann leit í huganum yfir hið langa og ánægjulega ára- skeið, sem hann hafði búið með konu sinni. Hún sauinaði hann sjálf — með sínuin eigin höndum. Hann þagnaði og það varð steinhljótt í slofunni, Hann fann að hann var að missa þróttinn, og hann varð að taka á öllu þreki sinu, til þess að lyfta höfðinu, svo að hann sæi framan í ókunna mann- inn. En hann var horíinn . . . Biskupinn greip hendinni um enni sér. Hann hafði ekki heyrt að hurðin væri opnuð, né heldur fótalak mannsins. Svo þaut hann út í anddyrið; en þar vareng- inn. Hann hringdi og kallaði, og biskupsfrúin og Hans og háðar vinnukonurnar komu hlaupandi. Hann sagði þeiin að ílýta sér að ná í manninn, sem væri nýfarinn út, og koma með hann aftur. Og Hans og stúlkurnar þutu á stað.

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.