Jólabókin - 24.12.1909, Blaðsíða 42

Jólabókin - 24.12.1909, Blaðsíða 42
42 Og pað var slík ógn í röddinni, að presiur- inn nötraði við. En hann náði brátt valdi á sér og mælti með miklum alvöru-rembingi: — Pú dirflst að afbaka guðs orð! Veiztu hve- nær pú átt að deyja? Eg tala til pín í umboði drottins . . . ef til vill i siðasla sinn. Já . . . eg veit pað! eg get sagt pér pað. Eg má boða pér ófarnað. í guðs nafni boða eg pér eld og út- skúfun í yztu myrkrum, nema pú pegar á pessu augnabliki leitir helgunar fyrir Jesúm Krist. í sama bili brá upp eldi svo björtum í augum ókunna mannsins, að presturinn bliknaði við. Hann hörfaði aftur á bak og rétli fram hendurn- ar nötrandi. En ókunni maðurinn laust hann á munninn högg svo mikið, að hann hraut ílatur á gólfið. Dyrunum var lokið upp og prestskonan kom inn. Hún hjálpaði manni sinum upp á legu- bekkinn, sótti kalt vatn og vætti um höfuð hans. Og hún gerði petta með slikri ró, að auðséð var að hún var pví verki alvön. Presturinn raknaði brátt við og opnaði augun. Hann horfði óðslega kringum sig í stofunni. Svo settist hann upp í bekknum og spenti greipar í kjöltu sinni. — Anna, sagði hann og röddin skalf. — Hvar er ókunni maðurinn? — Hér er enginn, svaraði hún og settist hjá honum. Hér var enginn pegar eg kom inn.

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.