Jólabókin - 24.12.1909, Blaðsíða 26

Jólabókin - 24.12.1909, Blaðsíða 26
26 En er kaupmaðurinn hélt sinu fast fram, og hinar konurnar drógu sig í lilé, benli hún í vandræðum sínum á ókunna manninn, sem stóð þar hjá í fátæklegu fölunum, —og sagði, að hann hefði gert pað. Ollum fanst þeim hann vera líklegur til þess og æptu, til hvers liann væri þangað kominn, annars en að slela. Já . . . liann var þjófurinn . . . jóla-þjófur . . . Menn komu að úr öllum áttum, er þeir heyrðu ópin, og lögðu á hann hendur og héldu honum, svo að hann gæti ekki komist undan. Og einn hljóp út til þess að ná í lögregluna, og allir þreif- uðu á vösum sinum og aðgætlu, hvort þar væri einskis vant. Ókunni maðurinn sagði ekkert, en settist á stól sem þar var, eins og hann væri þreyltur. En í því bili réðst kaupmaðurinn á hann með ópi miklu, og dró upp úr vasa á yfirhöfn lians knipl- ingana dýru. Þá kom lögreglumaður inn í búðina, og kon- urnar mösuðu um atburðinn hver í kapp við aðra, en hann tók í öxl »þjófsins« og skipaði lionum mynd- uglega að fylgja sér. En maðurinn, sem enginn þekli, vatt sig lið- lega af lögreglumanninum, stóð upp og mælti: — Vinur, eg gerði það ekki. Og um leið og liann mælti þetta, fór hroll-

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.