Jólabókin - 24.12.1909, Blaðsíða 14

Jólabókin - 24.12.1909, Blaðsíða 14
14 hitnai í sál Abgars konungs, cndurtók Ananías iðulega fyrir sjálíum sér, til pess að ekkert þeirra skyldi gleymast. Og það varð undarlega liljótt i huga hans. Orðin tóku einnig til hans — hann var einn þeirra, er leiða átti til eilífs lífs. Hvert skifti, er Ananías kom að þeim orðum, varð liann að láta staðar numið. Og þá vissi hann ekki livað ferðinni leið, eða um hver héruð var farið. Já — hann heyrði jafnvel ekki hávær köll fylgdarliðs síns. Við brjóst sér bar hann dúk nokkurn, er Tómas lærisveinn hafði fengið honum og beðið hann færa konunginum. Pann dúk hafði Meistarinn borið að ásjónu sinni, og andlitsdrættir hans mótast á hann. Og aldrei hafði Ananíasi komið til hugar, að mannlegt hjarta gæti slegið svo létt og örugt, sem hjarta hans sló á þsssari ferð. Annars var ferðalag þetta bæði kynlegt og kvíðvænlegt frá byrjun. Pegar er lagt var af stað frá Jerúsalem annan dag vikunnar, var himininn hulinn þykkri móðu, svo að sólin var sem rauð- glóandi geislalaus eldhnöltur. Það blakti ekki hár á höfði, né heyrðist hið minsta fuglskvak. Loftið var hita-þrungið og hreyflngarlaust. 011 náttúran var sem lostin höfugri værð, þeirri er boðar for- áttuveður. En illviðrið lét ekki á sér bæra; næt- ur og dagar skiftust á — en alt af samur kæfandi hiti og ógnandi kyrð.

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.