Jólabókin - 24.12.1909, Blaðsíða 22

Jólabókin - 24.12.1909, Blaðsíða 22
22 uppljómuðum búðum, með öllu því, sem mann- legt auga girnist, — leikhús og fjölleikaliallir. Þar voru tuttugu kirkjuturnar, og í þeim var hringt seint og snemma, þvi að mikið var syndgað i borginni, iðrast og beðið til guðs. En þenna aðfangadag, sem hér ræðir um, liéngu skýin svo lágt og voru svo þungbúin og svört, að sólin átti erfitt með að minna á sig. Og varla var hún gengin til viðar, þegar göt- urnar ljómuðu af Ijósum úr öllum gluggum, svo að bjart var sem um hádag. Þó var dimt á stöku stað. Og fólksstraumurinn lcið inn iþessidimmu skot, og livarf — svo að ekkert sásl, en fótatakið heyrðist — og leið aftur út úrþeim, svo að birtan féll alt í einu á andlitin og gerði þau kynlega föl með gljáandi augu. Aldrei hafði verið jafn-mannmargt á götunum eins og í þessu rökkri. Þeir hlupu inn í búðirnar og út aflur, keyptu og skiftu og þjörkuðu um verðið. — Enginn var sá, er ekki þyrfti að flýta sér, og enginn, sem ekki drógst með blóm og jólaglingur. Kunningjar tókust í hendur og ílýttu sér . . . þeir þurflu heim, hver til sín, þar sem eldabusk- an var að steikja og sjóða, og börnin sátu í myrkr- inu og störðu á dyrnar, sem opna átti fyrir öllum jólafagnaðinum. Og þeir, scm sjaldan töluðust víð, gálu ekki stilt sig um að láta lieyra til sín orðin: gleðileg

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.