Jólabókin - 24.12.1909, Blaðsíða 17

Jólabókin - 24.12.1909, Blaðsíða 17
17 á fætur öðrum og hvern með sitt hús — ganga út úr næturmyrkri lieiðninnar og fram í ljós krist- innar trúar. Jafnvel erlendir menn, sem í borginni bjuggu og Gyðingar, er þar voru línvefarar, tóku kristni, — þó að hvorki konungurinn né Taddeus postuli pröngvaði til þess nokkrum manni. — Orðið eitt átti að laða hjörtun. Ölturu skurðgoðanna og líkneski voru rifln nið- ur, og í miðri borginni lét konungurinn reisa kirkju mikla, og margar kirkjur á sléttunni um- hverfls. Þar komu kristnir menn saman á liverj- um degi, og þar liéldu þeir sameiginlega liinar lielgu liátíðir. Alla bandingja lét Abgar lausa, þá er í fjötra höfðu verið færðir sakir misgjörða við liann. Hinir kristnu gáfu fátækum af eignum sínum og hjúkruðu veikum, eins og poslulinn liafði kent þeim. Og kenningin barst mann frá manni. Pannig var þá Eddessa liin fyrsta borg í lieimi, cr naut alskærrar birtu kristinnar trúar — liin lé- lcgustu lireysi, eigi siður en liöll konungsins. Og birtuna lagði langar leiðir — jafnvel til konungs- ins í Assyríu; hann bað Abgar að senda til sín Taddeus postula, eða rita upp lianda sér alla kenningu haus. Eddessubúar voru liiminglaðir og sögðu: 2

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.