Jólabókin - 24.12.1909, Blaðsíða 6

Jólabókin - 24.12.1909, Blaðsíða 6
6 hafði konungurinn gengið á undan lýðnum, seni féll fram fyrir líkneskinu og tilbað það. En svo skall á náttmyrkrið, hljótt og skyndi- lega, eins og það ber að á Austurlöndum, og stjörnuljósunum skaut fram, hvikum og blilcandi. En stórum yfirgnæfði þó ljóminn af blj'sum, kyndl- um og lömpum konungshallarinnar, því að Abgar hélt daginn hátíðlegan með dýrlegu gestaboði. Pað leið að miðnætti. Konungurinn fekk engrar værðarnotið í hvílu sinni. Hann reis því á fætur aftur og gekk út að glugga í efsta sal hallarinnar. Úti fyrir lá hvitur bærinn í nábleiku stjörnu- ljósinu, og húsin hreyktu sér hvert öðru hærra upp eftir brekkunni, sem borgin var reist i. Alla vegu umhverfis þandi sig Mesópótamíu-sléttan í mjúkum myrkuröldum, og yfir hvolfdi himininn, dimmur og ógurlegur. Pað var »f/i;ds«-líkncskið nýja, sem fælt hafði svefninn frá livílu konungsins. Petta líkneski í keisaraskrúða, sem boðið hafði verið að setja meðal guðanna, — það var hálfu verra tákn hinnar rómversku kúgunar, en skalt- gjaldskrafan á hendur þjóðinni: Maður at moldu ger og ösku, syndugur og skeikull sem hann sjálf- ur — það vakti hinn megnasla viðbjóð i huga Abgars! Og þó leyndistí þessari ofmetnaðar-frekju eitl-

x

Jólabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.