Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 9
Jón G. Tómasson borgarlögmaður: DE LEGE FERENDA SJÓNARMIÐ UM EIGNARNÁM Eins og þegar hefur verið gerð grein fyrir á þessu málþingi setur 67. gr. stjskr. þrjú skilyrði fyrir eignarnámi. 1 fyrsta lagi þarf al- menningsheill að krefjast þess, að eiganda sé skylt að láta af hendi eign sína, í öðru lagi skal liggja fyrir lagaheimild og í þriðja lagi á að koma „fullt verð“ fyrir eignina. Um fyrst nefndu tvö atriðin mun ég ekki fjölyrða og í raun verður að ætla, að löggjafarvaldinu sé ætlað hverju sinni að meta, hvenær skilyrði um grundvöll fyrir eignarnámi séu fyrir hendi, hvenær almenningsheill krefjist, að sett verði lága- heimild um eignarnám. Hvað felst hins vegar í orðunum „fullt verð“, hvernig ber að túlka þau við ákvörðun eignarnámsbóta og hvaða skorður setja þau lög- gjafarvaldinu við setningu viðmiðunarreglna um fjárhæð eignarnáms- bóta? Hvert ber að stefna við endurskoðun stjórnarskrárákvæðisins og setningu lagareglna um þetta efni? Þessar spurningar skipta veru- legu máli og hafa mikla þýðingu í samfélagi okkar. Þegar skýra skal eignarréttarákvæði stjskr. er nauðsynlegt að hafa í huga þjóðfélagsástandið eins og það var, þegar ákvæðið var upp- haflega sett. Taka verður mið af þjóðfélagslegum breytingum og ekki má missa sjónar af því, að tilgangurinn með setningu ákvæðisins var fyrst og fremst að vernda þá eign, sem einstaklingurinn hafði sjálfur skapað, en ekki að samfélagið ætti að greiða bætur fyrir verðmæti, sem skapast hafa vegna aðgerða þess og skattleggja síðan eignir eða tekjur annarra til að greiða bæturnar. Ákvæðið á rætur sínar að rekja fyrst og fremst til 18. aldar heim- speki um verndun einstaklinga og eigna þeirra gegn gerræðisfullum aðgerðum stjórnvaldanna. Nú er hins vegar ástandið þannig, að oft þarf fremur að vernda hagsmuni almennings gegn óeðlilegum gróða 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.