Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 51
20. gr. Skrifstofa Verzlunarráðs Islands fer með fjárreiður gerðardóms og reikn- ingshald. 21. gr. Breytingar á reglugerð þessari öðlast því aðeins gildi að þær séu sam- þykktar með 2/3 atkvæða á tveimur fundum í stjórn Verzlunarráðs Islands, sem haldnir eru í röð, og sé það dagskráratriði tekið fram í fundarboði beggja funda. SAUTJÁNDA NÁMSSTEFNA UM BANDARÍSKA LÖGGJÖF OG ALÞJÓÐARÉTT Árleg námsstefna um bandarísk lög og alþjóðarétt (Academy of American and International Law) var haldin í sautjánda sinn í borginni Dallas í Texas daganna 1. júní til 11. júlí 1980. Þessar námsstefnur eru haldnar á vegum International and Comparative Law Center, sem hefur verið frá árinu 1963 ein af fimm aðaldeildum stofn- unar sem nefnist Southwestern Legal Foundation og rekur sögu sína allt til ársins 1947. Meginhlutverk deildarinnar er að efla samskipti lögfræðinga úr hinum ýmsu starfsstéttum, svo sem háskólakennara, dómara og lögmanna, auk forystu- manna á sviði viðskipta, bæði í Bandaríkjunum og í öðrum löndum. Námsstefnuhaldið fór fram í nýlegum aðalstöðvum stofnunarinnar á hinu glæsilega háskólasvæði í Dallas (University of Texas), en dvalist var í íburð- armiklum húsakynnum kvennaskóla (Hockaday Schooi) í fögru umhverfi einn- ar af útborgum Dallas. Þátttakendur að þessu sinni voru 59 frá 28 löndum, þar af 46 styrkþegar, og í þeirra hópi var undirritaður. Hundruð manna hvaðanæva að úr heiminum sækja um þátttöku ár hvert. Frá því námsstefnurnar hófust hafa sótt þær 863 fulltrúar frá 84 löndum. í þeim hópi hafa verið dómarar, diplómatar, lög- menn, prófessorar, blaðamenn, framkvæmdastjórar fyrirtækja og fjármála- menn, sem allir verða að hafa háskólagráðu og töluverða reynslu á hverju starfssviði. Viðfangsefni námsstefnunnar voru geysiviðamikil og fjölbreytileg. Meðal þess sem fjallað var um í fyrirlestrum og á umræðufundum má nefna: Réttindi til málflutnings við bandaríska dómstóla og störf lögmanna; félagsform í atvinnurekstri og réttarreglur þar að lútandi; réttarreglur um viðskipta- og neytendamál; stjórnskipun Bandaríkjanna; samningaréttur; umhverfisverndar- réttur; fjármálastjórn fyrirtækja; réttarreglur um hugverk og einkaleyfi; al- þjóðlegur viðskiptaréttur; yfirlit um bandarískt réttarfar, löggjafarstarf og stjórnsýslu; vinnumála- og félagsmálaréttur; haf- og hafsbotnsréttur; sveitar- stjórnarlöggjöf og stjórnsýsla sveitarfélaga; fjárfestingar einkaaðila erlendis — alþjóðaviðskipti árið 1980 — ýmis vandamál og hugsanlegar lausnir á þeim; alþjóðleg fjármálasamskipti; réttarreglur er varða alþjóðleg viðskipti og úr- 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.