Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 44
Þá sögðust 55.6% trúa því að lögreglan beitti af og til óþarfa hörku við handtökur, 30.8% vissu ekki, en 13.7 trúðu þvi ekki. 19.6% af þessum töldu það koma oft fyrir, 54.3 að það kæmi fyrir öðru hverju, en 26% að það kæmi sjaldan fyrir. Þá var spurt um samskipti fólks við lögreglu á s.l. 12 mánuðum. Rúmlega helmingur aðspurðra hafði haft samskipti við lögreglu einu sinni eða oftar á tímabilinu, er þetta helmingi hærri prósentutala heldur en fram kom í sam- bærilegri könnun í Noregi. Helstu tilefni voru 26.5% vegna upplýsinga, 19.9% vegna umferðareftirlits, 20.2% vegna umferðarslysa eða óhappa, 21.9% vegna umferðarlagabrota, 27.9% vegna annarra lögbrota, 9.2% höfðu kært ólæti úti á götu, heima hjá sér eða hjá nágranna og 18.2% nefndu aðrar ástæður (venjulega ýmiss konar aðstoð). 69.8% sögðu samskiptin við lögregluna hafa verið yfirleitt góð eða alltaf góð, 7.3% sögðu þau yfirleitt hafa verið slæm eða þá alltaf slæm. 22.8% sögðu þau hvorki hafa verið góð né slæm. Afbrot. 11.3% sögðu að stolið hefði verið frá þeim á s.l. 12 mánuðum, mun fleiri höfðu orðið fyrir slíkri reynslu í Reykjavík og Vestmannaeyjum heldur en í S-Múlasýslu. Þá höfðu 40% kært þjófnaðinn til lögreglunnar, mun fleiri bæði í Reykjavík og Vestmannaeyjum heldur en í S-Múlasýslu. Ástæðuna til þess að menn kærðu ekki sögðu þeir helst þá að atvikið hefði verið svo lítiIfjörlegt, það hefði verið tilgangslaust að kæra eða þá að þeir höfðu þekkt þann sem verknaðinn framdi. 31.4% þeirra sem kærðu voru ánægðir með viðbrögð lögreglu. 34.3% voru óánægðir, 34.3% svöruðu að þeir hefðu hvorki verið ánægðir eða óánægðir. Þá sagðist tæpur helmingur þessara myndu kæra svipað atvik ef það kæmi fyrir aftur. 9.2% aðspurðra sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi á tímabilinu, talsvert hærri prósentutala úti á landi heldur en í Reykjavík. Af þessum nefndu 44.4% að þeim hefði verið haldið eða þá að gripið hefði verið í þá, 41.3% höfðu verið slegnir og 14.3% nefndu annars konar ofbeldi. Tæpur helmingur sagði að um fjölskyldumeðlim eða kunningja hefði verið að ræða, en rúmur helmingur að um ókunnugan hefði verið að ræða. 50% kvennanna sagði að um fjölskyldumeðlim hefði veri að ræða en aðeins 5.4% karlanna höfðu þá sögu að segja, 70.3% þeirra sögðu hins vegar að um ókunnugan hefði verið að ræða. 22.8% þeirra sem fyrir ofbeldi höfðu orðið leituðu læknis, en aðeins 10.2% kærðu atburðinn til lögreglu. Þá svöruðu 16% því játandi að eitthvað þeim tilheyrandi hefði verið skemmt eða eyðilagt á s.l. 12 mánuðum. Þar kærðu 34.5% til lögreglu og 38.5% af þeim voru ánægðir með viðbrögðin. Mun fleiri höfðu orðið fyrir barðinu á skemmdarverki í Reykjavík og Vestmannaeyjum, heldur en í S-Múlasýslu. í sambandi við afbrotatíðni virðist ekkert benda til þess að hér á landi sé minna um þau afbrot sem að framan eru nefnd heldur en bæði í Noregi og Danmörku. Gallup könnun i Danmörku frá 1971 sýndi að 4.2% sögðust hafa orðið fyrir sambærilegum ofbeldisbrotum og hér eru nefnd, og Fakta könnun frá Noregi 1971 sýndi að aðeins 3% Norðmanna höfðu frá slíkri reynslu að 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.