Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 49
Vilji gagnaðili bera fram mótmæli um gildi gerðardómssamningsins, eða bera fyrir sig vanhæfni dómara, sem gerðarbeiðandi hefur tilnefnt, skulu slík mótmæli rökstudd í svari. Óski gagnaðili að bera fram gagnkröfu, þarf sú krafa ásamt greinargerð að fylgja svarinu. Sérhver gagnkrafa eða málsástæður verða að grundvallast á lögmætum atvikum, sem rúmast innan gerðardómssamningsins. Svar gagnaðila skal birt gerðarbeiðanda, sem getur gert athugasemdir við hver slík mótmæli og málsástæður. Ef gerðarbeiðandi vill véfengja tilnefningu gagnaðila á gerðardómsmanni skal það gert með rökstuddri kröfu. Berist tilkynning gagnaðila ekki innan 2 vikna, ef aðili er hérlendis en 4 vikna ef aðili er erlendis, skipar stjórnin gerðardómara af hans hálfu. 8. gr. Eftir að skrifleg skipti tilkynninga, sbr. 5.—7. gr., hafa farið fram skal stjórn- in ef hún teiur dóminn eiga lögsögu: a) Tilnefna formann dómsins og ef nauðsynlegt er annan dómara sbr. 4. gr. og 7. gr. b) Ákveða dómsstað hafi málsaðilar ekki gert það. c) Ákveða upphæð tryggingarfjár og greiðslutíma. Ákvarðanir þessar skal tilkynna málsaðilum. 9. gr. Strax og dómarar hafa verið tilnefndir og tryggingarfé innt af hendi vísar stjórnin málinu til dómsins. 10. gr. Ef málsaðili véfengir hæfni gerðardómara, tekur stjórnin afstöðu til þeirra mótmæla. Ef mótmæli eru tekin til greina skal annar dómari tilnefndur. Ef máls- aðili vill á síðasta stigi málsins véfengja setu dómara, tilnefndum af málsaðila eða stjórn, skal hann gera það innan 30 daga frá því honum varð kunn ástæðan, sem hann telur valda vanhæfi. Taki nýr dómari við af öðrum, ákveður gerðardómurinn sjálfur hvort eða hver hluti málsmeðferðar, sem fram hefur farið skuli endurtekinn. 11. gr. 1. Gerðardómur skal gera kröfuhafa að staðfesta kröfu, með greinargerð er innihaldi: a) sérgreind kröfuatriði. b) máisatvik, sem kröfuhafi byggir á staðreyndir um kröfu. c) yfirlýsing um aðal sönnunargögn, sem kröfuhafi vísar til. 2. Þegar greinargerð kröfuhafa er fram komin skal hún kynnt varnaraðila og hann beðinn um vörn, sem innihaldi: a) yfirlýsingu um hvort eða að hve miklu leyti varnaraðili samþykki eða hafni framkomnum kröfum. b) mótmæli, vilji varnaraðili bera þau fram. c) yfirlýsing um aðalsönnunargögn, sem varnaraðili vísar til og hvar þau er að fá. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.