Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 17
unum og dælingum og fullnægir um helming af orkuþörf þjónustu- svæðis veitunnar. Með svipuðum hætti rann heitt vatn frá upphafi byggðar eftir Mosfellsdal í lækjum til sjávar og rynni þar e.t.v. enn, ef ekki hefðu komið til stórhuga framkvæmdir borgaryfirvalda á 4. og 5. áratug þessarar aldar, þegar réttindi til hagnýtingar og virkjun- ar jarðhitans voru keypt. Án slíkra aðgerða og frumkvæðis opinberra aðila var jarðhitinn næsta lítils virði fyrir landeigendur. Brot af hon- um var að vísu notað til húshitunar og gróðurhúsaræktunar á staðn- um, og e.t.v. gaf jarðvegurinn góða uppskeru á kartöflum og káli, en mest af varmanum rann til sjávar ýmist á yfirborði jarðar eða eftir æðum neðanjarðar, engum til hagsbóta. Hitaréttindi þau, er Reykjavík keypti í Mosfellssveit, hafa verið gerð nýtanleg með miklum jarðborunum og með virkjun borhola. Til þess að heita vatnið kæmi að notum hafa verið reistar dælustöðvar, lagðar leiðslur og gerð önnur mannvirki. Hagnýting orkugjafans í svo stórum stíl, sem raun hefur orðið á, hefði eigi verið gerleg, án hinna miklu framkvæmda til orkuvinnslunnar. Heildarfjárfestingarkostnaður Hitaveitu Reykjavíkur vegna öflun- ar, flutnings og dreifingar á heitu vatni, nemur nú um kr. 102 milljörð- um. Þar af nemur kostnaður við hitaréttindi um kr. 1.3 milljörðum, eða um 1.3%. Eru þá allar fjárhæðir reiknaðar til núverandi verðlags. Þetta eru athyglisverðar tölur, þegar þær eru bornar saman við fjárhæðir í samningaviðræðum um afnot Hitaveitu Akraness og Borg- arfjarðar af Deildartunguhver. Miðað við verðlag 1.1. 1979 nam áætl- aður stofnkostnaður veitunnar allt að kr. 6 milljörðum án hitaréttinda. Lokatilboð veitunnar til eiganda hversins miðað við 20 ára sölusamn- ing nam á sama verðlagi kr. 250 milljónum, sem svarar til rúml. kr. 500 millj. í dag, eða 4% af heildarkostnaði. Lokatilboð eiganda var hins vegar metið á 875 millj. kr., eða jafnvirði um kr. 1.8 milljarða í dag, og tæplega 13% af þannig reiknuðum heildarfjármagnskostnaði. Fróðlegt verður að sjá niðurstöðu eignarnámsmats vegna Deild- artungu’nvers, en mér hefur skilist, að eignarnemi telji kr. 30 millj. vera hámark endurgjalds, en eignarnámsþoli telji bæturnar eiga að skipta milljörðum króna. Taka þá eflaust báðir aðilar tillit til þess, að eignarnámslögin tryggja eignarnámsþola án endurgjalds 10 sek/1 af vatni úr hvernum um alla framtíð, eða mun meira vatnsmagn en hann hefur fram til þessa hagnýtt. Ágreiningurinn um fjárhæðir sýnir ljós- lega að um þessi mál ríkir réttaróvissa, sem nauðsynlegt er að ráða bót á. Hvernig á að reikna eigendum „fullt verð“ fyrir eignarnámstöku 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.