Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 32
azt í að hnekkja mati stjórnvalds á teygjanlegum lagaskilyrðum. Einu má gilda hvort rétturinn taldi sig meta, hvort lagaskilyrði væru fyrir hendi, eða hvort hann taldi sig hafa eftirlit með meðferð stjórnvalda á matsatriðum. Ekki skal hér fullyrt um, hvort skoða megi dóma þessa sem stefnumarkandi um ný viðhorf í eftirliti dómstóla með stjórnvöldum. Sé svo, er ljóst, að þeir hafa ekki síður þýðingu á sviði eignarnámsákvarðana, þar sem telja má heimildir dómstóla rýmri á því sviði svo sem áður var greint. Fáum íslenzkum hæstaréttardómum er til að dreifa, þar sem tekið er á þessu atriði varðandi eignarnámsákvörðun. Einn vil ég þó nefna, sem e.t.v. skiptir máli, en það er hrd. 1959.217. Hér voru atvik þau, að végamálastj óri fór fram á, með vísan til laga nr. 61/1917 um fram- kvæmd eignarnáms (sem nú eru úr gildi fallin), að dómkvaddir yrðu matsmenn til að meta bætur fyrir eignarnám á landi til vegagerðar skv. 24. gr. þágildandi vegalaga. I þessu lagaákvæði var kveðið á um skyldu landeiganda til að láta af hendi land það, er þurfti undir vegi eða til breikkunar eða viðhalds vegum (sjá nú 59. gr. vegal. nr. 6/1977). Var í matsbeiðni tekið fram, að nauðsynlegt hafi reynzt vegna viðhalds Vesturlandsvegar við land Saltvíkur á Kjalarnesi að koma í veg fyrir að reistar væru girðingar eða aðrar hindranir á spildu þeirri, sem væri milli vegar og skurðar í landi Saltvíkur. Hafi vegamálastjóri því skv. heimild í 24. gr. vegalaganna ákveðið að taka spilduna eignarnámi. Eigandi Saltvíkur kom fyrir dómara og mótmælti því, að dóm- kvaðningin færi fram. Taldi hann, að hvorki lægi fyrir, að vegagerðin þyrfti landspilduna vegna breikkunar vegarins, né að breikkun væri fyrirhuguð. Girðing sú, sem um væri rætt í matsbeiðni, væri í um 4,25 til 6 metra fjarlægð frá veginum, en girðingar nágrannajarða væru aðeins í 1 metra fjarlægð frá veginum. Yrði ekki séð, að girðing Saltvíkurbúsins torvaldaði eða tálmaði viðhaldi vegarins. Grundvöll- ur fyrir eignarnámi væri því alls ekki fyrir hendi. Héraðsdómarinn taldi, að með 24. gr. vegalaganna hefði löggjafinn í eitt skipti fyrir öll heimilað stjórn vegamálanna að taka eignarnámi land, er hún teldi þurfa í því skyni sem þar væri fram tekið (m.a. til viðhalds vega). Úrskurðaði hann því, að umbeðin dómkvaðning skyldi fara fram. Hæstiréttur segir orðrétt: „Eigi eru efni til á þessu stigi málsins að skera úr um gildi eignai’námsheimildar varnaraðilja. Með þessari athugasemd ber að staðfesta hinn kærða úrskurð að niðurstöðu til.“ Það er athyglisvert við þennan dóm, að Hæstiréttur sér ástæðu til 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.