Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 45
segja. 13% Dana hafði orðið fyrir barðinu á þjófnaði en 5% Norðmanna. ísland (ef miðað er við þessa staði) virðist því ekki vera nein paradís í þess- um efnum, eins og margir virðast álíta. Hér lýkur greinargerð dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Könnun sú, sem frá er sagt, var framkvæmd af Erlendi S. Baldurssyni cand. polit. Nánar er sagt frá könnuninni í grein eftir Erlend í tímaritinu Lögreglumanninum. LÖGREGLUMAÐURINN, NÝTT RIT Út er komið 1. hefti nýs rits, sem fjalla á um stéttar- og starfsmálefni lög- reglumanna og nefnist LÖGREGLUMAÐURINN. Útgefandi er Landssamband lögreglumanna í samvinnu við dómsmálaráðuneytið. í ritinu eru þessar greinar: Félag rannsóknarlögreglumanna í Reykjavík eftir Guðmund Gígja. Menntun lögreglumanna eftir Friðjón Þórðarson. Nýja lögreglustöðin í Keflavík eftir Jón Eysteinsson. Vandframkvæmd vökulög eftir Jóhannes Jónasson. Samningarnir og ferill þeirra eftir Jónas Jónasson. Ör- yggismálaráðstefnan eftir Guðmund Gígja. Réttindi og skyldur lögreglu- manna eftir Hjalta Zóphóhníasson. Viðhorf almennings til lögreglunnar eftir Erlend S. Baldursson. Auk þess eru i ritinu inngangsorð, pistill formanns Landssambandsins, ýmsar fréttir og samningsákvæði. Ritið er myndarlega úr garði gert. Ábyrgðarmaður er Jónas Jónasson formaður Landssambands lögreglumanna, en í ritstjórn eru Jóhannes Jónasson, Sæmundur Guðmunds- son, Þórir Maronsson og Hjalti Zóphóníasson. í ritinu kemur fram, að Lands- sambandið hefur skrifstofu að Grettisgötu 89 í Reykjavík. Framkvæmda- stjóri þess er Jóhanna J. Thors. Lögreglublaðið, sem Lögreglufélag Reykjavíkur hefur gefið út síðan 1966, mun koma út áfram. HÖFUNDARÉTTARFÉLAG ÍSLANDS STOFNAÐ Stofnað hefur verið félag til umfjöllunar og fræðslu um höfundaréttarmál. Félagið hyggst starfa með svipuðum hætti og hliðstæð félög í nágrannalöndun- um. Stjórn þess skipa þessir menn: Sigurður R. Pétursson hrl. formaður, Þór Vilhjálmsson hrd., varaformaður, Björn Bjarman hdl. ritari, og Ragnar Aðal- steinsson hrl. gjaldkeri. Markmið félagsins er að efla þekkingu á höfundarétti og þróun þeirrar greinar lögvísinda með erindaflutningi, umræðum o.fl. Einnig að leita eftir tengslum við hliðstæð samtök í öðrum löndum svo og við alþjóðastofnanir á sviði höfundaréttar. Höfundaréttarmál eru nú ofarlega á baugi víða um lönd vegna tækniframfara á sviði fjölföldunar og fjölmiðlunar hugverka. Þá fer fram víðtæk umræða um réttarfar og refsingu vegna höfundaréttarbrota, t.d. er nýlega fallinn tímamótadómur í Svíþjóð, þar sem í fyrsta sinn var dæmd fangelsisrefsing út af höfundaréttarbroti vegna heimildarlausrar útgáfu verka á snældum. — (Fréttatilkynning). 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.