Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 47
Valkostir. Aðilar geta samið um, að komi til ágreinings vegna tiltekinna viðskipta skuli gerðardómur V. í. skera úr. Sé ekki samið um slíkt geta aðilar orðið ásáttir um að vísa ágreiningi til dómsins. Heimild til að leita úrskurðar gerðardómsins um ágreiningsefni er ekki bundin við aðild að Verzlunarráðinu. FULLNUSTA DÓMS. Úrskurðir gerðardóms eru endanlegir og bindandi fyrir málsaðila, að því er snertir efni máls, og verða ekki bornir efnislega undir almenna dómstóla. Hinsvegar eru úrlausnir gerðardóms ekki aðfararhæfar, og getur þurft að leita aðstoðar dómstóla, vilji dómþoli ekki inna af hendi greiðslur, sem hafa verið úrskurðaðar. Dómstóll myndi aftur á móti byggja á gerðardómsúrskurðinum, þar sem hann er endanlegur og bindandi. MÁLSKOSTNAÐUR. 1. Gerðarbeiðandi greiðir skrásetningargjald um leið og krafa um úrskurð er lögð fram. 2. Tryggingu fyrir málskostnaði, sem stjórn Gerðardómsins ákveður, skal setja áður en máli er vísað til dómara. 3. Hafi samkomulag náðst áður en úrskurður gengur, eða áður en dómarar voru tilnefndir, úrskurða dómarar, eða stjórn, þóknun sína. 4. Auk úrskurðar um greiðslu málsaðila til gagnaðila í málskostnað, úr- skurðar dómurinn þóknun til stjórnar og dómara, sem málsaðilar ábyrgjast in solidum". Engu máli mun, þegar þetta er ritað um miðjan apríl 1981, hafa verið vísað til gerðardómsmeðferðar eftir hinum nýsettu reglum verslunarráðsins. Hér fer á eftir reglugerð sú, sem stjórn ráðsins setti dómnum. REGLUGERÐ fyrir GerSardóm Verzlunarráðs islands 1. gr. Stjórn Gerðardóms Verzlunarráðs islands er deild innan Verzlunarráðsins, sem gegnir því hlutverki að aðstoða við lausn viðskiptadeilu, sem upp er komin og málsaðilar hafa orðið ásáttir um að leggja undir úrskurð gerðardóms. Stjórnin lætur í té upplýsingar varðandi gerðardómsmál, tilnefnir formann dóms og undirbýr mál þar til það er afhent fullskipuðum gerðardómi. Stjórnin getur einnig tilnefnt einstakan dómara til að kveða upp úrskurð, séu málsaðilar ásáttir um það. 2. gr. Stjórn Gerðardóms V. i. er skipuð þrem mönnum, sem stjórn Verzlunar- ráðs islands skipar til þriggja ára í senn. Formaður stjórnarinnar skal hafa reynslu sem dómari í úrlausn viðskiptamála, annar meðstjórnandi á að vera starfandi iögmaður og hinn þriðji kunnur athafnamaður í viðskiptalífinu. Stjórn Verzlunarráðsins skipar hverjum stjórnarmanni persónulega vara- mann, sem uppfylli sömu skilyrði og aðalmaður. í sérstökum tilvikum getur stjórn V. í. vikið stjórnarmanni gerðardóms eða varamanni hans frá. Slík frávikning skal vera rökstudd. Ef stjórnarmaður eða varamaður hans lætur af störfum á kjörtímabilinu tilnefnir stjórn V. í. annan í hans stað til loka kjörtímabilsins. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.