Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 31
þess er á hinn bóginn háð eftirliti dómstóla, þannig að sé matið aug- ljóslega rangt, þá ber dómstólum að hnekkja því og dæma eignar- námið ólögmætt. Að mínum dómi er það nánast smekksatriði, hvora leiðina menn fara til að rökstyðja úrskurðarvald dómsins. Einhver segir kannski að leysa megi málið með því að skilgreina hugtakið „frjálst mat“ þannig að það mat sé frjálst, sem dómstólar fái engu við hróflað. Ljóst er þá, að aðgreiningin í lagaskilyrði og skilyrði háð frjálsu mati segir okkur ekkert um valdmörk dómstól- anna, þar sem valdmörkin eru þá notuð til að skilgreina muninn á þessum tveimur hugtökum. Telja verður, að dómstólar geti gengið lengra í að endurskoða frjálst mat stjórnvalda á teygjanlegum lagaskilyrðum og á þörf, þeg- ar um er að ræða ákvarðanir um eignaskerðingar með eignarnámi, heldur en þegar um stjórnarathafnir almennt ræðir. Stafar þetta fyrst og fremst af því, að þessum réttindum manna er veitt sérstök vernd í stj órnarskránni með því að þar eru settar sérstakar takmarkanir á heimild handhafa ríkisvaldsins til eignaskerðinga. Á þetta í sjálfu sér einnig við um skerðingar á öðrum réttindum manna, sem sérstök vernd er veitt í stjórnarskrá. Að því er eignaverndina snertir, skiptir efnislega mestu máli í þessu sambandi skilorð stjórnarskrár um al- menningsþörf og svo það, sem áður var að vikið, að afstaðan til al- menningsþarfar þurfi að nokkru marki að koma fram í settum lögum. I dómaframkvæmd á Islandi er ekki um auðugan garð að gresja, þegar mörk heimildar dómstóla í þessu efni eru skoðuð. Að því er snertir heimildir dómstóla til að skera úr um embættistakmörk yfir- valda almennt vil ég hér nefna 3 dóma frá árinu 1966, bls. 246, 529 og 758, sbr. einnig hrd. 1965.766. 1 þessum málum tók Hæstiréttur til athugunar, hvort dómsmálaráðuneytinu hefði verið rétt að veita áfrýj- unarleyfi í málunum. Skv. 16. gr. laga nr. 57/1962, sem þá giltu um Hæstarétt voru skilyrði leyfisveitingar þau að úrslit máls væru mikil- væg frá almennu sjónarmiði eða vörðuðu sérstaklega mikilvæga hágs- muni aðilja. Meiri hluti réttarins hratt leyfisveitingum með þeim rökstuðningi, að úrslit málanna væru hvorki mikilvæg frá almennu sjónarmiði, né vörðuðu þau sérstaklega mikilvæga hagsmuni aðila. Tók meirihlutinn skýrt fram, að hér væri hann að dæma um, hvort laga- skilyrði hefðu verið fyrir hendi. Minni hluti réttarins (einn fastur dómari og í einu málanna lagaprófessor) taldi, að mati ráðherra á framangreindum skilyrðum, yrði ekki hnekkt af dóminum. Að minni hyggju gekk Hæstiréttur hér lengra en áður hefur tíðk- 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.