Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 52
lausn réttarágreinings á því sviði; skattlagning bandarískra yfirvalda á al- þjóðleg umsvif fyrirtækja og einstaklinga; fjárfesting einkaaðilja erlendis. Athygli vakti, að hið hefðbundna fyrirlestraform var ríkjandi, þótt fyrir hendi væru alls konar hjálpartæki til nýtískulegra kennsluhátta, svo sem myndvörpur, sjónvörp og tölvur. Mörgum til armæðu stóð hver fyrirlestur yfir í eina klukkustund og tuttugu mínútur samfleytt, og þó var frá því skýrt, að kennslufræðilegar rannsóknir sýndu, að full athygli áheyrenda að fyrirlestr- um héldist ekki nema í um hálfa klukkustund miðað við að fyrirlesari og áheyrendur tali sama tungumál. Þess ber þó að geta, að það var háttur fyrir- lesara að gefa þátttakendum kost á spurningum á hvaða stigi máls sem var og leiddi það oft til þess að fyrirlestrar leystust upp í umræður og rökræður. Fyrirlestrar og umræður voru rækilega undirbúnir, m.a. með framlagningu ýmis konar gagna, sem þátttakendum var ætlað að kynna sér fyrirfram, og fyrir þá voru jafnvel lögð heimaverkefni til úrlausnar. Var þá gjarnan einhver úr hópnum beðinn að hefja umræður, t.d. með því að reifa dóm og láta í Ijós álit sitt á úrlausnarefninu á grundvelli laga og réttar í heimalandinu. Urðu af þessu tilefni oft líflegar umræður. Það gefur auga leið að ekki verður allt numið sem skyldi, þegar svo mörg málefni eru tekin fyrir á tiltölulega skömmum tíma. Úr því var námsgögnunum ætlað að bæta, en þau reyndust að lokum svo mikil, að nær allir þátttakendur urðu að senda þau með skipspósti hver til síns heima. Fyrirlesarar komu hvaðanæva að úr Bandaríkjunum, og verða þeir ekki allir nefndir hér, en getið skal eftirtalinna lagaprófessora: Richard M. Buxbaum (University of California at Berkley), Adolf J. H. Enthoven (University of Texas at Dallas), Victor C. Folsom (University of Arizona og formaður námsstefnunnar þetta árið), Frank P. Grad (Columbia Law School, New York), Whitmore Gray (University of Michigan Law School), Fred H. Miller (University of Oklahoma College of Law), William P. Murphy (University of North Carolina), Walter W. Steele, Jr. (Southern Methodist University School of Law, Dallas), Robert E. Tindall (University of Arizona) og Walter Wallington (University of Virginia). — Auk þess fluttu fyrirlestra og tóku þátt í umræðum ýmsir lögmenn bæði frá Texas og öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Flestir fyrirlesaranna dvöldust með þátttakendum og blönduðu geði við þá, og gafst þannig kostur á nokkrum persónulegum kynnum. Þá ber þess sérstaklega að geta, að þátttakendum var boðið að sitja þriggja daga ráðstefnu á vegum International and Comparative Law Center um einka- fjárfestingu erlendis. Ráðstefnan var haldin dagana 17.—19. júní í hinu glæsi- lega Hyatt Regency Hotel í miðborg Dallas. Er óhætt að fullyrða, að hótelið er einstakt minnismerki um nútíma byggingarlist. Þátttakendur á ráðstefn- unni voru 230 frá 29 löndum og 24 rikjum Bandaríkjanna, auk námsstefnu- gesta. Margir þekktir prófessorar fluttu þarna fyrirlestra, svo og háttsettir embættismenn í stjórnsýslukerfinu, auk innlendra og erlendra fjármálamanna. Með vísan til þess, sem nú hefur verið rakið, sýnist óhætt að fullyrða, að mikils er krafist af fulltrúum á þessum námsstefnum. Hver dagur var þraut- skipulagður og oft um of að áliti ýmissa þátttakenda. Sem dæmi má nefna að fyrstu vikuna voru fyrirlestrar og umræður frá kl. 9—10.20 og aftur kl. 10.40—12.00, síðan frá kl. 13.20—14.40, þá frá kl. 15.00—16.20 og loks frá kl. 19.00—20.30. Allar hinar vikurnar var vinnutíminn frá kl. 9.00 á morgnana 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.