Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 50
d) sérstakar gagnkröfur eða málsbætur, sem mótvægi, og yfirlýsing um staðreyndir eða sönnunargögn til staðfestu. 12. gr. Með þeim takmörkunum sem reglugerð þessi setur, ræður gerðardómur allri málsmeðferð, þar með taldar sáttaumleitanir og frávísun. Að fengnu áliti málsaðila skal málsmeðferð ákveðin án tafar, en aðalreglan er munnlegur málflutningur. Gerðardómur setur tímamörk fyrir gagnasöfnun og málsmeðferð. Gerðardómur getur, sérstaklega á fyrri stigum máls, heimilað formanni gerðardóms að gera ráðstafanir, sem eru nauðsynlegar framgangi máls. Ef gerðardómur telur þörf á sérstöku mati gefur hann málsaðilum kost á að afla slíkra matsgerða. 13. gr. Þegar atkvæði eru greidd, ræður afl atkvæða. Falli atkvæði jöfn, ræður atkvæði formanns. 14. gr. Úrskurður skal felldur eigi síðar en Vz ári eftir að dómarar voru tilnefndir. Þó getur stjórn gerðardóms framlengt þann frest, að beiðni málsaðila, séu ríkar ástæður fyrir hendi. 15. gr. Hluti ágreinings getur verið úrskurður sér, óski málsaðili þess. Ef einhver aðili mótmælir þurfa ríkar ástæður að vera fyrir hendi til þess að sú máls- meðferð sé heimil. 16. gr. Dómsúrskurður skal vera rökstuddur og vera undirritaður af öllum dóm- endum. Greiði dómari sératkvæði, skal það fylgja úrskurði og vera rökstutt. Dómurinn skal úrskurða þóknun til stjórnar gerðardóms og til dómara, sem málsaðilar eru ábyrgir fyrir, in solidum. Dómurinn tekur einnig fram í úrskurði hvaða upphæð málsaðili greiði gagn- aðila í kostnað vegna málsins. Hafi samkomulag tekizt áður en úrskurður er felldur, geta dómarar samt úrskurðað hæfilega þóknun til stjórnar gerðardóms og til dómsins. Hafi sam- komulag tekizt áður en dómarar voru tilnefndir úrskurðar stjórnin sjálf þókn- un sína. 17. gr. Úrskurði alla eða lok gerðardómsmála, ásamt stuttri greinargerð, skal færa inn í sérstaka gerðarbók. Gerðarbók skal undirrituð í hvert sinn af öllum er úrskurðað hafa í málinu. Hver málsaðili á rétt á að fá staðfest endurrit af úrskurðinum. 18. gr. Úrskurðir gerðardóms eru bindandi fyrir málsaðila, að því er snertir efni máls og verða ekki bornir efnislega undir almenna dómstóla. Sérhver greinilegur misreikningur eða ritvilla skal þó leiðréttur af dómn- um, sé þess krafizt innan 60 daga frá því úrskurður barst aðila. 19. gr. Sé ekki annað samþykkt af málsaðilum fer gerðin fram í Reykjavík. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.