Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 14
skipulags og bygginga. Þau sjónarmið, sem matsmenn leggja til grund- vallar við verðákvörðun sína, skipta hins vegar höfuðmáli, bæði fyrir landeigendur og hið opinbera, og ég nefni þetta dæmi, þar sem hér virðast sjónarmið matsmanna, einkum þó í undirmatinu, sem ég vitn- aði orðrétt til, koma óvenju skýrt fram. Þeir segja umbúða- og vafn- ingalaust, að landeigandi skuli fá bætt skurðstæði í vegarstæði á ann- ars óskipulögðu og ónotuðu landi sem um byggingarlóðir væri að ræða, þótt þær séu ekki seljanlegar sem slíkar, og að eftirspurn, sem bygg- ist meðfram á ótrýggu ástandi peningamála og verðbólguspekulasjón- um, eigi að hafa áhrif til hækkunar. Síðan fjórfalda matsmenn fram- reiknaða eldri sölufjárhæð landeigandans vegna „breyttra aðstæðna“ eins og það heitir í matsgerðinni. Fyrir niðurstöður sem þessar þarf að girða. Þær þjóna að vísu hags- munum tiltölulega fárra landeigenda, en eru andstæðar hagsmunum alls þorra manna og þá fyrst og fremst þeirra, sem verða að borga, þ.e. skattgreiðendanna. Engin rök verða heldur séð fyrir því, að tilgang- urinn með setningu stjórnarskrárákvæðisins eða orðalag þess eigi að leiða til, að slík sjónarmið ráði niðurstöðu matsgerða. En þessi sjónarmið og túlkun á orðalagi stjskr. hafa einnig óbein áhrif. Eigandi jarðar í næsta nágrenni Reykjavíkur hefur t.a.m. á liðnum árum leitað viðræðna við borgaryfirvöld um kaup á jörðinni. Miðað við núgildandi forsendur aðalskipulags má ætla, að umrædd jörð verði í framtíðinni ákjósanlegt byggingarland, ef byggð heldur áfram að vaxa á höfuðborgarsvæðinu svo sem verið hefur á liðnum áratugum. Borgaryfirvöld hafa því sýnt áhuga á málinu, en mikið ber á milli, enda eru verðhugmyndir eigandans sennilega 50-100-falt hærri en fasteignamat landsins, sem á þó að vera miðað við núverandi notkun þess og líklegt söluverð. Viðræður hafa því legið niðri með þeim afleiðingum, að eigandinn situr uppi með land, sem hann gæti vel hugsað sér að selja og hefur takmörkuð not af, en við skipulags- vinnu á höfuðborgarsvæðinu er ekki tekið mið af mögulegri nýtingu landsins til bygginga, og hefur það óhjákvæmilega áhrif á þróun byggð- ar á höfuðborgarsvæðinu, jafnvel um áratugaskeið. Annað dæmi má einnig nefna um landareign, sem að margra áliti væri mjög hentug fyrir útivistarsvæði, en verður eflaust aldrei tekin undir byggingar. Landareignin hefur mér vitanlega engan arð gefið af sér nú um langt árabil og er í lágu fasteignamati. Eigandinn vill gjarnan selja, en verðhugmynd fyrir eign, sem hefur litla sem enga arðgefandi nýtingarmöguleika í hendi eigandans, skiptir hundruðum milljóna króna. Niðurstaðan er, að ekkert gerist frekar í málinu, eig- 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.