Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 23
Lögin um framkvæmd eignarnáms nr. 11/1973 fjalla ekki um eignar- námsákvörðunina og hafa því ekki inni að halda ákvæði um þetta efni. Fer það því eftir einstökum heimildarlögum, hver með vald þetta fer. Raunar eru ýmis dæmi þess, að alls ekki sé í heimildarlög- unum kveðið á um þetta. Langalgengast er, að stjórnvöldum sé fengið ákvörðunarvaldið. Stundum á það undir æðstu framkvæmdarvaldhafa, ríkisstjórn og ráð- herra, sbr. t.d. 14. gr. orkulaga nr. 58/1967, þar sem ríkisstjórninni er heimilað eignarnám. Þá er einnig mjög algengt, að það stjórnvald, er fer með fyrirsvar þeirra hagsmuna, sem eignarnámsheimild er veitt fyrir, eigi ákvörðun um eignarnám. Sem dæmi má nefna 28. gr. skipu- lagslaga nr. 19/1964, sem veitir sveitarstjórn eignarnámsheimild vegna framkvæmda á staðfestu skipulagi. Enn eru þess dæmi, að at- beini fleiri en eins aðila þurfi til að koma, t.d. er sveitarstjórn í 27. gr. skipulagslaga heimilað eignarnám að fengnu samþykki ráðherra. Loks má nefna dæmi um, að gert sé ráð fyrir, að dómkvaddir matsmenn séu fengnir til þátttöku í ákvörðun með ákveðnum hætti sbr. t.d. 1. mgr. 146. gr. vatnalaga nr. 15/1923. 1 lögum þar sem ekki er tekin bein afstaða til þess, hver taka skuli ákvörðun um eignarnám, má telja, að stjórnvald, sem almennt er í fyrirsvari þeirra hagsmuna, sem eignarnámsheimildin fylgir, eigi yfir- leitt ákvörðunarvaldið. Um þessi efni, þ.e. hver eigi ákvörðunarvald um eignarnám, vísa ég að öðru leyti til rits Dr. Gauks Jörundssonar prófessors: „Eignar- réttur“ (fjölrit) 1978-1980, bls. 91-93. Jón Steinar Gunnlaugsson lauk, embættisprófi frá Háskóla íslands 1973 og hefur síðan verið málflutningsmaður í Reykjavík. Hann varð hæstaréttarlögmaður 1980. Jafnframt hefur hann verið kennari við lagadeild Háskólans og var settur dósent 1977-78. Kennslan hefur ver- ið á sviði fjármunaréttar. Hér er birt erindi, sem Jón Steinar flutti á málþingi Lögfræðinga- félags Islands í Skíðaskálanum í Hveradölum 25. október 1980. í erindinu er aðallega fjallað um tvö álitaefni tengd eignarnámsákvörðun: hagsmunagæslu eignarnámsþola og vald dóm- stóla til að fjalla um matskennd skilyrði í eignar- námsheimildum. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.