Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 18
hversins? Hvert hefur þeirra tjón orðið vegna eignarnámsins ? Á að miða við hugsanlegt eða líklegt söluverð þessara réttinda á almenn- um markaði ? Slíkt markaðsverð hlýtur að mótast annars végar af því, hvort völ sé sambærilegra verðmæta á svipuðum slóðum, og hins veg- ar af eftirspurn í þeim mæli, sem eignarnámsheimildin veitir og telja verður næsta ósennilega frá öðrum aðila. Ljóst er að þessi sjónarmið munu ekki leiða til hárra eignarnámsbóta. 1 annan stað kemur til álita að miða við notagildi eignarinnar í hendi eignarnámsþola. Slík arðsemi hefur verið sáralítil. Viðmiðun við enduröflunarverð kemur heldur ekki til greina í tilviki sem þessu og ekki er umdeilt, að bæt- urnar ber að miða við tjón eignarnámsþola en ekki þann hagnað, sem eignarnemi kann að öðlast. Arðsemi eiganda hversins hefur verið sáralítil og arðsvonin er litlu meiri. M.ö.o. tjón eigandans er lítið og ávinningur eignarnema óviss og háður m. a. sveiflukenndu erlendu verði á olíu, en vonandi þó tals- verður, þegar til lengri tíma er litið. Menn mega heldur ekki líta fram- hjá því, að lækkun hitakostnaðar við gerð jarðvarmaveitu er ekki alls staðar ýkja mikill, t.d. er í áætlun um Deildartunguhver talið að orku- verð sem hlutfall af olíuverði verði nálægt 90% fyrstu árin, en fari síðan lækkandi í um 66% um næstu aldamót. Og til eru hitaveitur á landinu, sem þurfa að selja orkuna dýrara verði en olíukyndingu næmi. Hvort sem við tölum um land eða jarðhita verður niðurstaðan þann- ig sú, að án aðgerða af hálfu hins opinbera verða eignarréttindin nán- ast aldrei hagnýtt af eigendum, nema til hefðbundinna nota, ef svo mætti orða það. Og það eru þeir hagnýtingarmöguleikar, sem eigand- inn tapar við eignarnám, þ.e. það tjón, sem hann hefur orðið fyrir. Eins og áður er nefnt tryggir stjskr. eignarnámsþola rétt á bótum, sem svari til „fulls verðs“, en gefur ekki vísbendingu um, með hvaða hætti slík verðmiðun skuli fundin, hvar draga eigi mörkin milli þess verðmætis, sem eigandinn á að fá í formi endurgjalds og þeirra verð- mæta, sem ekki á að bæta. Um þetta efni er eðlilegt að settar verði reglur í almennri löggjöf. 1 þessu sambandi má minna á, að víða eru í löggjöf settar sérreglur um viðmiðun við ákvörðun eignarnámsbóta. Þannig var í áður gild- andi lögum um framkvæmd eignarnáms frá 1917 t.d. ákvæði um, að matsverð eignar skyldi miðast við gangverð það, sem hún myndi hafa í kaupum og sölum. Viðmiðun við gangverð getur út af fyrir sig verið eðlilég og sanngjörn í mörgum tilvikum, en augljóst er þó, að oftlega getur verið mjög erfitt að finna slíka viðmiðun og margar eignir eru þess eðlis, að þær ganga hreinlega ekki kaupum og sölum á almenn- 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.