Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 29
þetta fellur utan umræðuefnis míns hér. Vil ég þó benda á, að danski fræðimaðurinn Paul Andersen (t.d. Dansk statsforfatningsret Kh. 1954 bls. 755) telur, að í vissum tilvikum geti dómstólar hafnað því, að lagaheimild til eignarnáms standist, með þeim rökum, að almenn- ingsþörf krefjist ekki eignarnáms. Það er afar sjaldgæft, að heimildarlög um eignarnám kveði ná- kvæmlega á um afmörkuð skilyrði þess, að eignarnám megi fram fara, þannig að það sé nánast háð hreinni lögskýringu, hvort skilyrðin séu til staðar. Hitt er miklu algengara, að í heimildarlögum sé mat á þörf- inni fyrir eignarnám að meira eða minna leyti látið í hendur þeim aðila, sem ákvörðun tekur. Löggjafinn hefur oft ekki tekið aðra af- stöðu til almenningsþarfar en þá, að á tilteknu sviði kunni að skap- ast slík þörf, en matið í einstökum tilfellum er látið í hendur stjórn- valds. Þá er það einnig mjög algengt, að heimildir til eignarnáms séu í lögum bundnar teygjanlegum lagaskilyrðum, sem stjórnvaldi er látið eftir að meta, hvort fyrir hendi eru í einstökum tilfellum. Því eru áreiðanlega takmörk sett af stjórnarskránni að hve miklu leyti löggjafanum er heimilt að framselja til stjórnvalda vald sitt til að meta almenningsþörf. Skv. stjórnarskrá þurfa bæði skilyrðin að vera til staðar, almenningsþörf og lagaheimild. Er vafalaust, að í þessu felst, að afstaða að einhverju marki þurfi að vera tekin í lögum til almenningsþarfarinnar. Ljóst er t.d. að lög, sem kvæðu á um að ríkisstjórninni væri heimilt að taka fasteignir á Islandi eignarnámi, þegar almenningsþörf krefði, án þess að frekar væri kveðið á um þessar þarfir, yrðu ekki talin standast. Mjög er misjafnt í lögum, hversu víðtækt framsal á heimild til að meta almenningsþörf er. 1 lögum nr. 41/1963 um aðstoð ríkisins við kaupstaði og kauptún vegna landakaupa er að finna dæmi um afar víðtækt framsal. 1 5. gr. þessara laga segir, að það sé skilyrði fyrir aðstoð ríkisins skv. lögunum, að ríkisstjórnin telji sveitarfélagi nauð- synlegt að eignast umrædd landsvæði vegna almennra þarfa. 1 6. gr. er síðan heimild til að taka land eignarnámi, ef eigandi vill ekki selja. I lögunum er ekki að finna neina frekari leiðbeiningu um, í hvaða skyni eignarnámi skuli beitt. Verður vart talið, að þessi eignarnáms- heimild standist. Miklu algengara er auðvitað, að Ijóst sé af heimildarlögum, í þágu hvers konar framkvæmda eignarnám sé heimilað. 1 vegalögum nr. 6/1977 er t.d. heimilað eignarnám á landi undir vegi. Lögin veita ekki heimild til eignarnáms vegna annarra framkvæmda. Á hinn bóginn er Ijóst, að stjórnvöldum er í dæmi sem þessu látið eftir að meta, hvort 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.