Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Blaðsíða 10
einstaklinga, gróðahugmyndum, sem skapast vegna aðgerða þjóðfé- lagsins og löggjafar frönsku byltingarinnar og aðrir, sem fetuðu í fótspor þeirra, ætluðust ekki til að vernda með eignarréttarákvæðum sínum, enda sáu þeir eflaust ekki fyrir, að slíkur gróði gæti myndast. Ég mun verja þeim tíma, sem mér er hér ætlaður, til að ræða nánar þetta hagsmunamat og þau viðhorf eða sjónarmið, sem ég tel að lög- gjafinn eigi að hafa að leiðarljósi við lagasetningu um bætur fyrir eignarnám. Ég geri mér jafnframt ljóst, að mál mitt verður eflaust meira í ætt við almenna þjóðfélagsumræðu en lögvísindi, enda verður ekki um þessi mál fjallað, án þess að fyrst sé tekin þjóðfélagsleg stefnumórkun, sem síðan verður að fella í lagaramma. Til mín hefur eflaust verið leitað til umfjöllunar um þetta mál sem talsmanns hágs- muna sveitarfélaga, og óneitanlega hljótið þið að eiga von á því, að viðhorf mín mótist af þeim hagsmunum. Margir hafa talið vandkvæði á því að taka í lög ákvæði um fjár- hæð eignarnámsbóta, þar sem m.a. ákvæði 67. gr. stjskr. setji slíkri löggjöf vissar og óhagganlégar skorður. Þessi skoðun á eflaust rétt á sér, en aðeins að vissu marki. Stjórnarskráin tryggir eignarnámsþola vissulega rétt á bótum, sem svari til „fulls verðs“, en gefur enga vísbendingu um með hvaða hætti slík verðviðmiðun skuli fundin. 1 ákvæðinu segir ekki, að endurgjaldið skuli ákvarðast með hliðsjón af þeim hagsmunum eignarnámsþolans að fá óáreittur að halda hinni teknu eign og nýta hana með óbreyttum hætti, eða þeim hagsmunum hans að kunna síðar að geta breytt eign- inni til arðvænlegri nota. Og ákvæðið segir heldur ekki, að endur- Jón. G. Tómasson lauk lagaprófi frá Háskóla islands 1957 og meistaraprófi í samanburðar- lögfræði frá Columbia háskólanum í New York árið eftir. Hann var um skeið fulltrúi á lögmanns- stofu og hjá borgardómara, var sveitarstjóri Seltjarnarnesshrepps 1960-63, lögreglustjóri í Bolungarvík 1963-66 og bá jafnframt sveitar- stjóri Hólshrepps, skrifstofustjóri borgarstjór- ans í Reykjavík 1966-1979 og borgarlögmaður síðan. Hann varð hrl. 1968. Jón hefur verið for- maður Sambands íslenskra sveitarfélaga síðan 1978. Erindið, sem hér er birt, var flutt 25. október 1980 á málþingi Lögfræðingafélagsins um eignarnám og eignarnámsbætur. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.